Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1953, Blaðsíða 7

Dýraverndarinn - 01.11.1953, Blaðsíða 7
DÝRAVERNDARINN 55 Alþjóðasamband dýraverndunarfélaga Sumarið 1950 var haldin alþjóðaráðstefna um dýraverndunarmálið í Haag í Hollandi. Þar var ákveðið að stofna til alþjóðasamtaka um mál- efnið, ef nægileg þátttaka fengist til þess. Síðan var unnið sleitulaust að því að koma þessari hug- mynd í framkvæmd, og innan skamms var Al- þjóðasamband dýraverndunarfélaga stofnað með þátttöku 70 félagsheilda frá flestum þjóðum, sem til greina gátu komið, utan ,,járntjaldsins“. — Sameinuðu þjóðirnar viðurkenndu fljótlega þessi alþjóðasamtök um dýraverndunarmálið sem réttmætan aðila í slíkum efnum. Þar með tók U N E S C O (þ. e. Samband Sam- einuðu þjóðanna fyrir menntunar-, vísinda- °g menningarlegt starf) dýraverndunarmálið UPP í stefnuskrá sína, en eins og að lík- um lætur, hefur það mjög mikinn og margvis- legan ávinning í för með sér. Meðal annars má benda á það, að UNESCO gerir grein fyrir störf- um og stefnu dýraverndunarsambandsins í skýrsl- um sínum, eins og annarra menningarfélaga, sem starfa innan vébanda þess. Þannig fá margfalt Oeiri en hugsanlegt hefði verið að öðrum kosti að kynnast dýraverndunarmálum, starfseminni, sem a sér stað í sambandi við þau og þeirri fögru hug- sjón, sem stuðningsmenn dýraverndunarmálsins berjast fyrir. Ráð, sem skipað er fulltrúum flestra þeirra bjóða, sem gerzt hafa aðilar að Alþjóðasambandi dýraverndunarfélaga, fer með stjórn þess. For- maður ráðsins, dr. W. Hugenholtz frá Leiden í Hollandi, hefur lengi verið virtur og vel met- mn stuðningsmaður dýraverndunarmálsins í sínu beimalandi. Alþjóðasamband dýraverndunarfélaga setti sér upphaflega starfsskrá, sem var og er enn í megin- utriðum á þessa leið: 1) að semja uppkast að dýraverndunarlögum, er feli í sér lágmarkskröfur um lagavernd fyrir dýr. Skulu þær síðan lagðar til grund- vallar sem alþjóðleg ákvæði og verði keppt að því, að þær verði gerðar að lögum alls staðar, þar sem fyllri dýraverndunarlög- gjöf er ekki til staðar. 2) að semja og koma á framfæri sérákvæðum varðandi dýraverndunarlöggjöfina, eftir því sem þörf krefur i hverju einstöku landi. 3) að afla upplýsinga um það, hvað dýravernd- unarstarfsemi hinna einstöku landa hefur orðið ágengt fram að þessu í því efni að bæta meðferð og lífskjör dýranna í viðkom- andi landi. 4) að fylgja sérhverju máli eftir, sem sam- bandið tekur að sér vegna illrar og ómann- úðlegrar meðferðar á dýrum, með einbeitt- um mótmælum við hlutaðeigandi ríkis- stjórnir og valdamenn, hvar sem þörf krefur. 5) að stofna alþjóða upplýsingamiðstöð, þar sem menn fái aðgang að alls konar upp- lýsingum og heimildum varðandi dýravernd- unarmálið. 6) að vinna að því, að blöðin fáist til að sinna dýraverndunarmálinu, sömuleiðis hin ýmsu kirkjufélög og sértrúarsöfnuðir. Sambandið við UNESCO hefur og ýmsar skyld- ur í för með sér. Sérstök viðfangsefni, sem alþjóðasamband dýra- verndunarfélaga lét til sín taka síðastliðinn vet- ur, voru meðal annars þessi: Það sendi kvörtun til Monaco vegna dúfna- drápa, til forseta Portúgals vegna þess, að nauta- at hafði aftur verið tekið upp þar í landi, til land- stjóra Nigeriu vegna ómannúðlegra aðferða við flutning og slátrun dýra, til nýlendustjórnar Eng- lendinga í London vegna ómannúðlegra aðfara við bólusetningu nautpenings í brezka Somali- landi, til stjórnar Egyptalands vegna illrar með- ferðar á nautgripum í sláturhúsum í Port-Said og til ítölsku ríkisstjórnarinnar vegna slæmrar meðferðar á köttum í kaffi- og gistihúsum lands- ins. Þykir það góðs viti og sönnun þess, að Alþjóða- samband dýraverndunarfélaga hafi þegar hlotið þá viðurkenningu, sem því ber, að öllum þessum kærumálum hefur verið sinnt í viðkomandi lönd- um og lagfæringu heitið, jafnskjótt og tök yrðu á. Ritstj. þýddi. (Dyrevennen 1953).

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.