Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1953, Blaðsíða 8

Dýraverndarinn - 01.11.1953, Blaðsíða 8
56 DÝRAVERNDARINN YIÐ GEGNINGAR (Frh. af bis 52). Og bóndinn stendur á fætur og færir til heyið, sem eftir er í garðanum, þannig að það liggur sem jafnast meðfram báðum garðastokkum, en eyða myndast í miðjum garðanum. Svo hverfur hann upp í hlöðuna og sækir þangað kjarnfóð- ursskammtinn og stráir honum yfir heyleifarn- ar. Og þó að kindurnar hafi þegið þakksamlega allt það, er áður hefur verið úthlutað, er þó sem nautn þeirra breytist í algleymisfögnuð, þegar þessi ábætir við morgunverðinn er borinn fram. Þær teygja sig eftir garðanum svo langt sem þær ná, halla höfðinu á ýmsa vegu og sleikja með mjúkri tungunni hvert korn, sem þær ná til, nákvæmnin er mikil, og eftir örskamma stund er allt fóðurkornið horfið og garðinn er auður og votur eftir. Þá yfirgefur bóndinn fjárhúsið og heldur heim til bæjar. Hann fær sér árbít eða einhverja hress- ingu, en ekki má hann taka sér langt frí frá störf- um, því að ótal verkefni bíða hans. Hann leysir þau, eftir því sem tími vinnst til. En þegar all- mjög er liðið á daginn, hverfur hann aftur til peningshúsa sinna og lýkur gegningarstörfum. Þau fara fram með líkum hætti og um morguninn. En ef veður er ekki því verra, er vísast, að bóndi hafi nú aðstoðarmenn. Börnin á bænum slást í fylgd með honum. Þau þurfa að sjá hestana, vini sína og félaga, og þá þurfá þau ekki síður í heim- sókn til fjárhússins, því að öll eiga þau einhverja kind, sum — þau elztu vísast fleiri en eina, og þau þurfa að finna þær og færa þeim einhverja glaðn- ingu, deigbita, brauðmola eða eitthvað því um líkt. Kindurnar eru þessu vanar. Þær koma hlaup- andi, þegar þær verða eigenda sinna og vina varar, og þiggja glaðar það hnossgæti, sem að þeim er rétt. Barnshendurnar strjúka hlýtt um mjúkar snoppur og loðfeldi og kindurnar lygna augunum og una ánægðar og öruggar við atlot æskunnar. En þegar heyið er borið fram í garðann, ryðjast þær að honum og snúa baki við vinum sínum og velgjörðamönnum. Börnin hafa yndi af að horfa á borðhaldið, en þegar þau hafa notið þess um stund, taka þau að hlaupa og hoppa í krónum fyrir aftan féð, eða þau hverfa upp í hlöðuna og hefja leik í hinu auða rúmi f------------------------------------------'i DÝRAVERNDARINN Útgefandi: Dýraverndunarfélag Islands. Ritstjóri: Sigurður Hclgason, Brávallagötu 12, Reykjavík. (Sími 5732). Afgreiðslu og innheimtu annast: Hjörtur Hansson, Bankastræti 11 (miðhæð), pósthólf 566, Reykjavík. Ber að senda honum andvirði blaðsins og tilkynn- ingar um nýja kaupendur. Prentaður í Prentsmiðju Jóns Helgasonar. <__________________________________________J hennar. Máski létta þau líka undir með fjár- manninum með þvi að gjöra smávik, s. s. að láta vatn renna í brynningarstokkana og fleira smá- vegis. Máski bíða þau hans, unz hann hefur lokið störfum — eða þau þrýtur biðlund, hverfa heim til bæjar og segja frá tíðindum. Áður en bóndinn yfirgefur fjárhúsið, lítur hann eftir, að allt sé í lagi. Síðan slekkur hann ljósið, gengur út og lokar hurðinni vandlega, mokar snjó að henni þvert yfir þröskuldinn og byrgir jafnvel dyrnar allt í kring, ef veður er slæmt eða útlitið ótryggilegt. Svo gengur hann heim til bæjar, dregur loku fyrir útidyrahurðina og afklæð- ist gegningarfötum sínum. Minningar dagsins um yl þann og ánægju, sem samvistirnar við húsdýr hans hafa veitt honum, fylgja honum eftir, þegar hann kemur inn í bað- stofuna til að njóta kvöldvökunnar með fólki sínu. Þær gleðja hann þreyttan, vefjast eins og vermandi unaður inn í drauma hans og vöku- stundir — því að „milli manns og hunds og hests hangir leyniþráður“. — Milli mannsins og sérhvers þess máleysingja, sem lagður er í vald hans og ábyrgð, liggja lífrænir þræðir. Og þeg- ar þeir þræðir eru ofnir úr næmum kenndum skilnings og innileika, má sjá fagrar myndir og finna hlýja snertingu frá yndi lífsins. TIL LESENDA Þeir, sem hafa í huga að keppa um verðlaun þau, sem stjórn Dýraverndunarfélags Islands veitir árlega úr Minn- ingarsjóði Jóns Olafssonar bankastjóra fyrir ritgerðir um dýraverndunarmálið, eru hér með minntir ó að senda þær ritstj. Dýraverndarans fyrir næstu áramót,

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.