Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1953, Blaðsíða 2

Dýraverndarinn - 01.12.1953, Blaðsíða 2
58 DÝRAVERNDARINN óíakueðja Fögnum, brceöur, frelsisdegi, fögnum Ijóssins hátí'8 nú; Ijóssins föóur lofgjuró segi Ijóssins bórn me8 ást og trú. Ó, ])á miklu elsku og náö, ó, þaö blessaö hjálparráö: Jesús er á jöröu fæddur, Jesús voru holdi klœddur. Fögnum, brœöur, Ijósiö Ijómar, Ijósiö drottins himni frá; gleöifregn í heimi hljómar, lieitir friöi jöröu á. Syndugt mannkyn frelsi fann, fögur náöarsól upp rann; Skuggi dauöans er því eyddur, oss til lífsins vegur greiddur. Séra Páll Sigurösson. Siguröur Sveinsson: SKJÓNI Á þeim árum, er ég var kennari við Garðyrkju- skólann á Reykjum í ölfusi, keypti ég eitt vorið rauðskjóttan fola, fimm vetra gamlan, af hesta- prangara, er kom norðan úr landi. Folann skírði ég þegar í stað Skjóna, og hét hann svo upp frá því. Skjóni mun hafa verið húnvetnskur að ætt, fæddur og uppalinn á Ytri-Torfustöðum í Vestur- Húnavatnssýslu, og mun ung stúlka þar á bæn- um hafa átt hann, áður en fyrrnefndur hestaprang- ari náði tangarhaldi á honum, enda sýndi hann það líka ótvírætt, að hann hafði fengið gott upp- eldi, notið góðrar umhyggju og átt góðu atlæti að fagna. — Ungmeyjan, fyrri eigandi hans, hefur sjálfsagt oft og einatt strokið hann vinarhöndum og hvíslað honum margt hlýlegt orð í eyra, þrátt fyrir það, þó að leiðir þeirra hafi skilið af ein- hverjum mér ókunnum orsökum. Skjóni var meðal hestur á hæð eða um 52 þuml. á herðakamb. Hann var fallega skjóttur, skipti vel litum, en rauði liturinn var meira áberandi en sá hvíti. Hann var fríður hestur — fáa hesta hef ég séð honum fríðari, vel limaður og vöxtur- inn allur hinn spengilegasti. Skjóna átti ég í eitt ár og tel mig hafa farið vel með hann á allan hátt. Veturinn, sem ég átti hann, fékk hann sama fóður og kýrnar og stóð jafnlengi þeim á gjöf. Hann hafði þægilegan vilja, en var þó enginn fjörhestur. Auðvelt var að ná honum í haga og hvar sem var. Oft kom hann beinlínis á móti mér, þegar hann sá mig nálgast, skokkandi á mjúku brokki, en það var hans aðalgangur, þó að hann ætti líka til töltspor. — Þessar tvær gangteg- undir tel ég ákjósanlegastar fyrir reiðhesta. Skjóni undi sér vel á Reykjum og gerði aldrei tilraun til að strjúka, hvar sem honum var sleppt. Það kom fyrir, að ég sleppti honum lausum, þegar ég var í útreiðartúrum með fleira fólki. Fékk ég mér þá annan hest til að hvíla Skjóna, þar sem ég taldi hann ekki fullharðnaðan að kröftum og þoli. Lét ég Skjóna þá alveg sjálfráðan ferða sinna. Skilaði hann sér þá ævinlega heim sjálfur og var stundum kominn heim á undan okkur hinum, ef við lögðum stóra króka á leið okkar. Annað vorið, sem ég átti Skjóna, bauðst mér fjörmikill skeiðhestur og töltari, sem ég fékk strax mikla ágirnd á að eignast. En þar sem mínar ástæður voru þannig, að ég gat ekki átt tvo hesta, varð það úr, að ég afréð að kaupa fjörhestinn, en selja Skjóna. — Og það var ein af þeim gerð- um mínum, sem mig hefur iðrað mest í mínu

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.