Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1953, Blaðsíða 8

Dýraverndarinn - 01.12.1953, Blaðsíða 8
64 DÝRAVE R N DARIN N 4) Það á aldrei að berja kött eða reyna að hræða hann til neins. Það gerir hann fljótlega hræddan og tortrygginn. Talið við hann og hrósið honum, eða ávítið hann, ef svo ber undir. Kettir eru furðulega næmir á mál manna, og það er hægt að kenna þeim að skilja svo til hvað, sem vera skal. En frið og næði þarf til þess og vin- áttu ekki síður. 5) Látið köttinn fá hlýjan svefnstað — helzt lítið eitt frá gólfi. Það er gömul hjátrú að kettir veiði á nóttinni. Þeir veiða í rökkrinu en sofa oftast á nóttinni. Það er ill meðferð og ómannúðleg að reka ketti út í næturkulda og ef til vill bleytu. 6) Gætið vel að opnum skúffum og skápum. Kettir laumast oft niður i skúffumar og inn í skápana, lokast óvart inni og kafna þar ef til vill eftir langvarandi þjáningar. 7) Kettlingar eru oft um tíma á eins konar gelgjuskeiði eða óknyttaaldri. Takið ekki hart á þeim meðan á því stendur. Þeir stillast innan skamms og komast aftur á rétta leið, sé farið vel og lempilega að þeim. Látið börn ekki vera of harðhent á þeim, heldur kennið þeim að fara varlega með kettlingana og raunar öll smádýr. 8) Ef kettir eru látnir vera með hálsband, má aðeins loka því með lás, sem er þannig gerður, að hann opnast, ef kötturinn festir sig á háls- bandinu. 9) Gætið ykkar fyrir kattaþjófunum. Látið köttinn ykkar aldrei til ókunnugra. Ef þið þurfið að láta aflífa kött (sama er að segja um kettlinga), látið þá dýralækni sjá um það, ef mögulegt er. Kettir eru lífseigir og þola hryllilegar og langvinn- ar kvalir, hvort sem þeir eru hengdir eða þeim er drekkt. Verið mannúðleg í allri breytni við köttinn og látið hann deyja þjáningalaust, þegar þar að kemur. S. H. þýddi. - Dýraverndarinn kemur út að minnsta kosti átta sinnum á ári, mánuðina febrúar—maí og septem- ber—desember. Þeir, sem útvega fimm kaupendur að „Dýravernd- aranum", eða fleiri, eða vilja gjörast útsölumenn hans, fá 20% í sölulaun. Árgangur ,,Dýraverndarans“ kostar nú 15 krónur. — Það sem til er af eldri árgöngum, er selt mjög lágu verði, eða kr. 8,00. v-_______________________________________________J r > DÝRAVERNDARINN Útgefandi: Dýraverndunarfélag íslands. Ritstjóri: Sigurður Helgason, Brávallagötu 12, Reykjavík. (Sími 5732). Afgreiðslu og innheimtu annast: Hjörtur Hansson, Bankastræti 11 (miðhæð), pósthólf 566, Reykjavík. Ber að senda honum andvirði blaðsins og tilkynn- ingar um nýja kaupendur. Prentaður í Prentsmiðju Jóns Helgasonar. V_______________________________________2 SKÝLI Meðfylgjandi mynd er tekin úr dönsku dýra- verndunarblaði. Hún sýnir einfalda skúrbyggingu framþilslausa, sem við getum kallað skýli (læskur á dönsku). Skýli þessi eru til þess gerð í Dan- mörku að veita búfénaði, einkum stórgripum, sem eru látnir liggja úti, hverju sem viðrar, skjól og afdrep í misjöfnum veðrum. Mæla dönsk dýra- verndunarfélög eindregið með notkun þeirra, sem vænta má. Sama er að segja um norsk dýravernd- unarfélög. Uppi til selja þar í landi eru sums stað- ar ekki til hús fyrir allan búpeninginn. Þar sem svo er ástatt, eru bændurnir hvattir til að koma sér upp skýlum þessum. Þau eru talin fullnægj- andi til þessara nota bæði í Danmörku og Noregi og mikill kostur, hve þau eru einföld að gerð og ódýr. Sennilega geta þessi skýli líka komið í góðar þarfir víða hér á landi. Þess vegna er vakin eftir- tekt á þeim hér í blaðinu.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.