Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1959, Blaðsíða 3

Dýraverndarinn - 01.03.1959, Blaðsíða 3
Tímamót í sögu Dýraverndarans DÝRAVERNDARINN er síðbúinn að þessu sinni, en það á sínar eðlilegu orsakir. Eins og menn sjá á 16. síðu þessa fyrsta tölublaðs 45. árgangs, er eigandi hans og útgefandi ekki hinn sami og áður. Svo sem lesendum blaðsins er kunnugt, hefur verið stofnað Samband dýraverndunarfélaga Is- lands. Fram að þessu hefur Dýraverndunarfélag Islands, sem í rauninni hefur fyrst og fremst verið félag dýravina í höfuðborginni og næsta nágrenni hennar, haft með höndum aðild að lagasetningu og lagabreytingum um dýravernd og haft veiga- mikil afskipti af dýraverndunarmálum víðs vegar um land, þegar til þess hefur verið leitað um liðs- styrk; hefur það og átt og gefið út Dýravernd- arann. Nú tekur sambandið að sér ýmis þau hlut- verk, sem Dýraverndunarfélag Islands hefur haft með höndum, verður aðili að setningu og breyt- ingu laga og reglugerða um dýravernd og tengi- liður dýraverndunarfélaganna um land allt og einstakra dýravina, en hinn gamli og góði félags- skapur, Dýraverndunarfélag Islands, verður deild í sambandinu. Þegar svona var komið, þótti eðlilegt, að sam- bandið tæki við útgáfu Dýraverndarans, og hefur nú eigandi hans og útgefandi afhent því hann til eignar og útgáfu. Ritstjóri verður sá sami og síð- ustu fjögur árin, og afgreiðslumaður verður Þor- gils Guðmundsson, sem annazt hefur afgreiðsluna um tveggja ára skeið. Dýraverndarinn breytir ekki um svip, þó að um sé skipt eiganda og útgefanda. Þykir ekki ástæða til breytingar, fyrr en svo er komið hög- um blaðsins, að það geti stækkað og orðið mun gæti leyft sér að kasta leifum, skarni og sorpi, hvar sem honum þætti þægilegast. Nútíminn hef- ur fyrir löngu séð, að mannkynið getur ekki og má ekki, vegna þéttbýlis, heilbrigðis og lífsaf- komu, leyfa sér að menga lög, láð eða loft. Hvað við kemur olíumengun, þá er sú eyðing, sem hún hefur í för með sér, eigi bundin þeim stað, þar sem mengunin hefst, þvi að oliubrákin getur bor- izt og dreifzt víða. Eyðingaverkanir olíunnar eru margs konar. Hve margar milljónir sjófugla hafa ekki síðustu 40 árin farizt af því að atast olíu? Og fuglar eru ekki einu lífverurnar, sem hafa fengið að kenna a hinni stórhöggu, slepjuðu olíubrák. Inn í dag- legt líf mannkynsins hafa og þessir slepjugu eyð- mgararmar náð. Net fiskimanna eru eyðilögð og byrðingar skipa og klæðningar hafnarmannvirkja atast oliusora, gróður og dýralíf í fjörum eyðist, baðstrendur verða ónothæfar og þannig má áfram telja. Lundúnasamþykktin, sem kom til framkvæmda a síðastliðnu sumri og nær að vísu til 10 þjóða, er spor í þá átt að hreinsa höfin að olíu. En þetta er aðeins spor. Takmarkinu verður eigi náð fyrr en allar þjóðir viðurkenna, að þær hafa engan rétt til þess að ata láð eða lög eyðandi efnum. Ein þeirra þjóða, sem enn hefur eigi gengið til samvinnu um hreinsun hafsins af oliu, er Islend- ingar. Málið er í athugun hjá stórri nefnd, sem hafði við orð að ljúka störfum á síðastliðnu hausti. Ekki hefur hún staðið við þau ummæli og hefur í nær ár látið undir höfuð leggjast að halda fund. Tankskip á siglingaleiðum við strend- ur landsins geta óátalið skolað tanka sína. Olíu- flutningaskipin okkar þrjú, sem sigla með olíu milli hafna, munu að öllum líkindum vera mestu bölvaldarnir — og þá olíustöðvarnar. Frá olíu- stöðvunum mörgum hverjum liggja olíutaumar — jafnvel olíufarvegir — fram í fjörur. Úr lofti má sjá langar olíurákir út Hvalfjörð og Sundin, meðan virðuleg sjömanna nefnd, sem ríkisstjórn Islands hefur skipað, hefst ekkert að. Það mætti halda, að hún hefði fjötrazt í hráolíu. Þorsteinn Einarsson. dýraverndarinn 3

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.