Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1959, Blaðsíða 4

Dýraverndarinn - 01.03.1959, Blaðsíða 4
LITLA GRÁA KISA í SKÚRNUM Eftir Sigurlaugu Björnsdóttur frá Veðramóti. VETURINN 1957—8 var, eins og alla rekur minni til, frostharður og fremur kaldranalegur, snjóa- lög töluverð og langvarandi hríðarveður. Er slík veðrátta erfið og kalasöm þeim vesalings dýrum, er hvergi eiga sér skjóls að leita, en teljast þrátt fyrir það til húsdýra okkar og þarfnast hjálpar og aðhlynningar mannanna, þótt óblíð örlög hafi úthlutað þeim hinu ömurlega hlutskipti hinnar svokölluðu villtu kisu. Hér í Vogahverfi, er við byggjum, úir og grúir af villiköttum. Hvers vegna þessi ólánsömu dýr hafa svo mjög lagt leiðir sínar hingað á þessar slóðir, er ekki gott að segja, en ef til vill eru það þyrpingar af bröggum og skúragörmum, er blasa hér við augum, hvert sem litið er, sem hafa freist- að þeirra til undanhalds op' flótta frá níðings- fjölbreyttara og fjölskrúðugra en það er nú og hefur verið undanfarið. En samt sem áður varð ekki hjá því komizt að hækka verð blaðsins. Út- gáfukostnaður hefur aukizt að miklum mun, og fer þar mest fyrir hækkun á pappir. Sú hækkun er gífurleg, verð pappírsins ferfaldast á fáum ár- um. En hækkunin á verði blaðsins nemur aðeins fimm krónum á ári. Það er bjartsýni stjórnar Sambands dýraverndunarfélaga Islands, sem veld- ur því, að hækkunin varð ekki meiri. Stjórnin væntir þess, að hinir mörgu vinir blaðsins taki rögg á sig og fjölgi kaupendum þess að miklum mun þegar á þessu ári. Og ritstjóri þess þykist hafa fyllstu ástæðu til að ætla, að þessi von sé á rökum reist, — að sá draumur fái orðið að veruleika, að blaðið geti stækkað og tekið miklum stakkaskiptum til hins betra, án þess að verð þess hækki úr því, sem orðið er. Guðmundur Gíslason Hagalín. ,,Sá er skrýtinn," segir kisa litla. hendi hinna undarlegu manna, er eiga þá ánægju mesta að vinna þessum olnbogabörnum allt það mein, er þeir mega, og beita þá alls kyns fanta- brögðum. — En það er önnur saga. — Frásögn sú, er hér fer á eftir, segir frá einni slíkri villi- katta fjölskyldu. I fyrra vetur, nokkru fyrir jólin, kom það fyrir að heimilisköttur okkar, hálfs árs gamall kettling- ur, tapaðist, þ. e. a. s. hann hafði ekki komið heim frá því á laugardagskvöld, en nú var kominn seinni hluti sunnudags. Veður var kalt, snjókoma þó nokkur og gaddur um alla jörð. Vildum við nú freista þess að finna kisu litlu, er liklega ætti erf- itt með að rata heim i snjónum, og bjuggumst því út með nesti og nýja skó. Leitað var um ná- grennið, niður undir sjó og upp á hæðir, skyggnzt var inn í sementspípur, skúra og bragga; allt var uppfennt, frosið og grimmdarlegt. Kallað var og lokkað, en allt kom fyrir ekki, kisu litlu hvorki sáum við né heyrðum. Eftir langa leit og ráp héldum við heimleiðis — en er heim kom, glaðn- aði heldur yfir okkur, því þar var komin kisa, hin ánægðasta yfir ævintýri sínu; hafði hún heyrt köll okkar, hlaupið heim og komizt inn um glugga, er henni var einlægt ætlaður til inn- og útferða sinna. En sú sjón, er við sáum á göngu okkar um hina köldu slóð, var átakanlegri en svo, að hún mætti manni úr minni líða. I lausum, djúpum snjónum 4 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.