Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1959, Blaðsíða 5

Dýraverndarinn - 01.03.1959, Blaðsíða 5
voru mörg lítil kattaspor, og augljóst var, að þar þafði farið kisumamma með fjögur börn sín ung, í leit að einhverri lífsbjörg og afdrepi í vetrar- hörkunni; mátti greina slóðirnar fimm, eina stóra og fjórar örsmáar. Reyndum við að fylgja þeim eftir, en gekk illa; þær hurfu undir ýmiss konar drasl og hindranir, er á vegi þeirra hafði orðið, inn i húsasund og önnur skúmaskot, svo að síð- ustu töpuðum við þeim með öllu. Næstu daga hélzt veðrið óbreytt, en einlægt var hugað að litlu sporunum í snjónum, og að lokum var heppnin með mér. Einn dag, er ég gekk í búðir til innkaupa, lá leið mín fram hjá gömlum skúrræfli, er opinn var í báða enda og fullur af alls kyns drasli. Sá ég þá fjóra litla kettlingsanga klifra þar upp og hverfa inn. Allt var þarna upp- fennt og klakarunnið, og stóð hriðarstrokan í gegn. Sýndist ekki vera þar hlýlegur dvalarstaður neinni lifandi skepnu, og hvað sízt litlu ungvið- unum, sem ég nú þóttist vita, að mundu eiga sér þarna samastað. Nú skyldi enginn ætla, að auð- velt sé að liðsinna fjölskyldu sem þessari, móðirin alvillt og ofsalega hrædd við manninn, tortryggin og stór upp á sig. Börnin eru með sama sinni, að frá manninum sé einskis góðs að vænta, og vara- semin sé þeim lífsnauðsyn. En nú voru jólin að koma, svo að eitthvað varð að gera. Opinn gluggi í öðrum enda skúrsins með ofur- litlu hillubroti, nægilega breiðu fyrir skál og disk, varð að vera matborð þeirra. — Fyrsta máltíðin, er þeir fengu, var heitur hafragrautur, þynntur með mjólk, á hitabrúsa, og nýr smáfiskur. Er kall- að var við gluggann heyrðist ýlfur og þrusk innan úr þessum klakaheimi, en enga sáum við kisuna í það skiptið, en maturinn hvarf allur, svo vitað var, að hans hafði verið neytt fljótlega eftir burt- för okkar, því annars hefði allt verið stokkfrosið næsta dag. Nokkra daga fór hinu sama fram, að þeir fengu mat sinn morgun og kvöld, og brátt urðu litlu systkinin svo huguð, að við gátum séð ur felustað okkar, hvar í ljós komu fjögur örsmá kettlingsandlit, er öll voru merkt þessum von- leysis þjáningasvip, er jafnan einkennir öll þau dýr, er illa ævi hafa átt. Þau skimuðu varfærnis- lega í kringum sig og neyttu eftir það þess, er fram var borið. Við fengum eftir það leyfi skúreigandans að setja inn í skúrinn stóran kassa með hálfloki; var hann klæddur innan með gömlum gólfrenning, en gæruskinn í botni. Væntum við þess, að þeir af hyggjuviti sínu leituðu þar skjóls og kúrðu sig þar saman. Sú varð líka raunin á, og hygg ég, að fleiri heimilisleysingjar, er eins var ástatt um, hafi leitað þangað í sömu erindagjörðum. Er kynni mín urðu meiri af þessari fjölskyldu, varð ég þess vör, að eftir að móðirin hafði yfir- gefið þá, sem varð mjög fljótlega, virtist einn litli kettlingurinn, grábröndótt læða, með hvitar lappir og trýni, hafa tekið sér eins konar forystu- hlutverk í hópnum. Er leið á veturinn, reyndi hún að fara út til fanga, þótt aldrei fengi hún neitt, en gætti þess einlægt að halda sig í nánd við skúrinn, er mín var von með matinn, og fylgdu henni þá fast eftir systkini hennar öll. Um vorið var skúrinn rifinn og jafnaður við jörðu, og misstu þau þar með húsnæði sitt. Um skeið missti ég svo sjónar á þeim, en ekki leið á löngu, þar til Grána litla birtist hér við hús okkar með alla sína fylgifiska, og eftir það fengu þau mat sinn framborinn hér við húsvegginn. Var hann látinn í stóran kassa, er snéri heilum gafli Kisa fagnar vini, sem kemur úr skóla. DÝRAVERNDARINN 5

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.