Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1959, Blaðsíða 7

Dýraverndarinn - 01.03.1959, Blaðsíða 7
Enn um rjúpuna GREIN sú, sem birtist í 6. tbl. Dýraverndarans undir fyrirsögninni „Rjúpan“ var rituð í byrjun október, en þar sem greinin birtist eigi fyrr en í desember-heftinu, þótti ritstjóra rétt að breyta setningu í síðustu málsgrein greinarinnar þannig, að hún ætti við árið í ár (— 15. okt. til 22. des. næsta ár“ átti að vera ,,í ár“ —). Þar sem í sömu grein er talað um, að eftir 7—8 ár muni stofninn ná hámarki á nýjan leik, er átt við árið 1946 og því það ár og lágmarksárið 1958 talin bæði. Rétt- ara hefði verið að segja 5—6 ár. I greininni er sagt, að síðan 1954 hafi stofn rjúpunnar farið fækkandi. Rétt er, að árið 1954 telst hámarksárið, en þar sem árin 1955 og 1956 voru mikil veiðiár, mun réttara að telja, að fækk- unin hafi ekki raunverulega byrjað fyrr en 1957. I lok fjórðu málsgreinar er þess getið, að Al- þingi hafi 1949 samþykkt að alfriða rjúpuna. Hið rétta er, að Alþingi samþykkti þingsályktunartil- lögu í málinu, sem rikisstjórnin framfylgdi ekki. Frumvarp það til laga um alfriðun rjúpunnar, sem borið var fram á Alþingi 1950, var fellt, eftir að svo að segja við bæjarvegg okkar er aragrúi dýra (á ég þar við villikettina hér í Reykjavik og nágrenni) er heyja hið harðasta stríð allra stríða, í baráttu við sult, kulda og algjört um- komuleysi? Þótt endalok þeirra margra verði hungurdauðinn og grafreitur þeirra öskutunnur okkar, er byggjum þessa borg, þá stækkar stöðugt hin hrakta hjörð, okkur öllum til sorgar og van- sæmdar. Reykjavík í nóv. 1958. miklar umræður, með naumum atkvæðamun. Rjúpan var síðast alfriðuð 1940—’42. Það, sem kom mér til þess að fara þarna eigi rétt með staðreyndir, var þessi kafli í inngangi að „Álitsgerð um áhrif veiða á íslenzka rjúpna- stofninn“ eftir dr. Finn Guðmundsson (útgefandi Menntamálaráðuneytið 1951): „Hinn 22. sept. 1949 skrifaði ég Menntamála- ráðuneytinu og lagði til, að rjúpan yrði ekki al- friðuð það ár og næsta ár, og gerði ég í bréfinu nánari grein fyrir þessari afstöðu minni. Ráðu- neytið féllst á rök mín og ákvað að grípa ekki til alfriðunar. Eftir að greinargerð mín um málið hafði verið birt í blöðum og útvarpi, birtust allmargar grein- ar í blöðunum, þar sem skoðanir mínar voru vé- fengdar og krafizt var alfriðunar rjúpunnar. Þess- ar greinar og annar áróður fyrir alfriðun rjúp- unnar mun hafa valdið því, að á Alþingi var borin fram tillaga um að fela ríkisstjórninni að alfriða rjúpuna næstu 5 ár, og var hún samþykkt.“ Eftir að ég ritaði umrædda grein, hélt dr. Finn- ur Guðmundsson erindi um rjúpuna á fundi í Náttúrufræðifélagi Islands þann 24. nóv. sl. Var fundur þessi fjölsóttur. Erindið, sem var skil- merkilegt og fróðlegt, vakti athygli leikra og lærðra. Dr. Hermann Einarsson fiskifræðingur þakkaði dr. Finni erindið og rannsóknir hans. Hvatti hann dr. Finn að vinna áfram að lausn þessa vandamáls, því að lausn þess myndi koma að gagni öðrum dýrafræðingum, sem leita að lausn sama vandamáls hjá öðrum dýrategundum. Dr. Finnur Guðmundsson tók það fram, að er- lendir vísindamenn hefðu hug á því að koma hing- að til rannsókna á umræddum sveiflum, því að hér væru sérstaklega góð skilyrði til slíkra rann- sókna vegna legu landsins og að hér væri aðeins um eina hænsfuglategund að ræða. Þorsteinn Einarsson. Á H E I T Til Dýraverndunarfélags íslands frá Bjarna Gestssyni, Hjarðarholti í Kjós, kr. 25.00. dýraverndarinn 7

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.