Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1959, Blaðsíða 8

Dýraverndarinn - 01.03.1959, Blaðsíða 8
Ta> V'"\ •j). J®0 S^ *%; Æfintýrin hans Tralla Tralli og kattarrófan — eða hvað? Eins og þið vitið, eru ekki til höggorm- ar hér á landi. Þó munu vera dæmi þess, að þeir hafi flutzt hingað í vörum. Minnsta kosti gæti þessi saga ekki hafa gerzt, ef slíkt hefði ekki komið fyrir, því varla geta menn fundið upp á að skrökva á annan eins hund og hann Tralla. Dag einn í haust trítlaði Tralli út á tún í Strandvík, en rétt þar hjá er vöru- skemma verzlunarinnar, og við eitt hornið á henni er stærðartré, sem danskur verzl- unarstjóri gróðursetti fyrir fimmtíu árum. Allt í einu sér Tralli eitthvað standa upp úr holu í hólbarði. Hann þangað. Hvað gat nú þetta verið ? Kaðalendi, reipisspotti — eða kannski skrýtinn trefill, sem einn af drengjunum hefði týnt? Ne-nei, það kvikaði! Kattarrófa, vitanlega rófa á bröndóttum ketti! Tralli hugsaði ekkert um, hvernig sá bröndótti hefði komizt of- an um svona mjótt op, heldur flýtti sér að holunni og beit í rófuna. Æ, æ, æ! Mik- ið varð Tralli hræddur og hissa, og ekki var hann lengi að sleppa þessari skrýtnu og skelfilegu rófu. Svo þaut hann heim ýlfrandi með skottið á milli fótanna. Ekki fylgdi sögunni, hvort höggormur- inn var drepinn, en reynandi væri að spyrja, hvort nokkur skrýtin sending hafi komið í Náttúrugripasafnið með Skjald- breið í haust. 8 dýraverndarinn;

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.