Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1959, Blaðsíða 13

Dýraverndarinn - 01.03.1959, Blaðsíða 13
í logninu, svo jafnvel hvíslið í kjalsoginu þagði. Svona leið góð stund; þá sá kokkurinn eitthvað kvika hjá kartöflupokanum; hann tók að horfa á þetta án þess að hreyfa sig minnstu vitund. Brátt kom það betur í ljós, og reyndist þar vera rotta á ferð, allra fallegasta dýr, brún og bústin, auðsjáanlega vel í skinn komið, með dökku tindr- andi augun skimandi sitt á hvað, vel á verði fyrir alls konar hættum, sem hún jafnan átti von á í návist mannanna. Stutt hafði hún dvalið þarna á njósn, þegar önnur kom á eftir henni úr lítilli holu við hliðina á pokanum, svo hæli mundu þær eiga í innviðum skipsins. Eftir að hafa tvístigið þarna andartak, fetuðu þær sig upp á pokann, fimar og tinandi, og lögðu leið sína brátt að eggjafötunni; þar hófu þær starf, sem bróður mínum varð starsýnt á. Rotta nr. 1 lagðist á bakið við fötubarminn og snéri hausnum að fötunni, en rotta nr. 2 stökk ofan í fötuna, tók eitt eggið milli framfótanna, reisti sig upp á afturfótunum og lagði það kyrfilega á kvið hinnar, sem greip um það með öllum löpp- unum. Þetta gekk fljótt og vel fyrir sig, því hátt var í fötunni. Síðan stökk rottan upp á pokann, beit í stýrið á lagskonu sinni og dró hana af stað, yfir pokann og niður á gólf. Hin lá róleg á bakinu og gætti eggsins vel. Þegar að holunni kom, gekk fyrri rottan aftur á bak inn í hana og dró hina á eftir sér. Þannig hurfu þær. Kokksi lá kyrr, furðu lostinn, þarna var þá eggjaþjófurinn! Og strákarnir allir saldausir! En innan skamms komu rotturnar aftur í ljós úr holu sinni; dagsverkið var svo sem ekki búið og veitti ekki af að nota næðið. Þær sóttu annað egg og fóru nákvæmlega eins að, en auðséð, að þær höfðu augu og eyru vel vakandi gegn öllum hætt- um. Og nú virtist kokknum ekki eins sárt um eggin og áður! Ekki hreyfði hann sig. Þannig fóru rotturnar fjórar ferðir. Þá heyrðist skarkali uppi á skipinu; strákarnir voru að koma um borð, og þar með var vinnufriður litlu dýr- anna rofinn í það sinn. — En kokkurinn hafði skemmtilega sögu að segja félögum sínum um leið og hann hreinsaði þá af allri ákæru í sam- bandi við eggjaþjófnaðinn! Þótt bæði ég og fleiri ali með sér þá óskiljan- legu heimsku að óttast þessi litlu dýr, þá hafði eg einu sinni tækifæri til að fylgjast með önn þýraverndarinn og amstri rottufjölskyldu einnar, sem átti sér heimili í moldarvegg skammt frá glugga, þar sem ég oft lá á gægjum til að kynnast atferli þeirra. Og ég verð að segja það, að þá lærði ég blátt áfram að bera virðingu fyrir þessum dýrum — svo óvinsæl sem þau eru, og það ekki að ástæðu- lausu. En það þarf bæði hugrekki og snilli til að lifa lífinu, eignast og ala upp afkvæmi sín, í stöð- ugu nábýli við sjálfan dauðann, sem þeim var auðsjáanlega vel kunnugt um að leyndist að þeim frá mönnunum. Reyndar eiga þau þetta — ásamt mörgu öðru — sammerkt með manninum. Sjálfs- bjargarviðleitnin liggur oft á vit hættunnar. Það var oft gaman að sjá verklagni og viturleg viðbrögð rottanna, sjá, hversu samheldni fjöl- skyldunnar var óbrigðul meðan börnin voru í upp- vexti, og aldrei sá ég hjónin rífast, þótt oft vildi slá í bardaga, ef óviðkomandi rottur bar að. Um- hyggjan fyrir yrðlingunum var ósvikin; þeir voru sannarlega ekki látnir „alast upp á götunni“! En aginn var líka strangur og auðséð, að foreldrarnir höfðu ekki numið þá vísindagrein, að sjálfræðið sé æskunni fyrir öllu! Ég harma það mjög, hversu spor íslenzku æsk- unnar fjarlægist ört hin fróðlegu kynni af lífi og háttum dýranna. Emilía Biering. Tölutarfur. Leggið saman allar tölurnar, sem tarfurinn er settur saman úr. 13 L

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.