Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1959, Blaðsíða 14

Dýraverndarinn - 01.03.1959, Blaðsíða 14
Höfundur þessarar frásagnar er Ragnheiður Grímsdóttir á Tindum í Geiradal í Austur- Barðastrandarsýslu. Ragnheiður er 12 ára gömul. HANN var heimaalningur hér í sumar, hvítur og fallegur með svolitla hnýfla. Móðir hans er mó- rauð að lit og heitir Strókamóra. Hún var tví- lembd og átti mórauða gimbur, auk Fífils. Hún bar inni í húsum um nótt, innan um fleiri kindur. Villtist hann frá henni, og aldrei vildi hún þýðast hann eftir það. Lengi var hún höfð í tjóðri og reynt að fá hana til að taka lambið, en það tókst aldrei. Kvöld eitt var ég send eftir honum, og bar ég hann heim í fjós. Svo fékk ég spenvolga mjólk í pela handa honum, en ekki fékkst hann til að drekka nokkurn dropa. Um morguninn tók hann túttuna sjálfur og kláraði úr pelanum. Fífill var orðinn vikugamall, þegar ég tók hann í fóstur. Hann saknaði systur sinnar í fyrstu, því þau höfðu alltaf leikið sér saman. Hann var mjög styggur fyrst í stað, svo hann varð að vera inni nokkra daga í stíunni sinni í fjósinu. Ég tók hann út úr stíunni og gekk um allt fjósið, þangað til hann elti mig, hvert sem ég fór. Svo fór ég að hleypa honum út, og hann fór ekkert frá. Alltaf þegar ég var búin að gefa honum, lagðist hann fast við eldhúsgluggann, og lá hann sjaldan annars staðar. Hann var oftast stutt frá bænum að bíta, og alltaf kom hann að glugganum, þegar hann vildi drekka. Ég lét poka við gluggann, og á hon- um lá hann ævinlega. Ef pokinn blotnaði, stóð Fífill jarmandi og vildi ekki leggjast fyrr en hann fékk þurran poka. Þegar hann fór að stækka, undi hann sér ekki í stíunni, því hann sá ekki út úr henni. Seinna Þarna er Fífill að huga að Ragnheiði litlu, sem kemur fœrandi hendi. var stían fyllt af afrakstri; þá lagðist hann upp á afraksturshrúguna og var hinn ánægðasti. Það- an sá hann um allt fjósið, og þangað upp þaut hann oft, ef hann varð hræddur. Á morgnana, þegar fjósið var opnað, fór Fífill út og alltaf upp með fjósveggnum að bíta svolitla stund, en þegar hann hélt, að mjólkin færi að verða til, hljóp hann í spretti heim að bæ. Fífill var mjög fjörugur, þegar hann var lítill. Oft hljóp ég með honum upp á tún og til baka aftur. Ég hef aldrei séð lamb hoppa jafnhátt. Alltaf kom hann í spretti, þegar hann heyrði nafnið sitt kallað. Hundurinn okkar heitir Gibb- on. Hann varð afbrýðisamur, þegar Fífill kom til sögunnar, en smám saman lagaðist það. Þegar Fífill stækkaði, varð hann svo forvitinn að skoða hundinn, að Gibbon varð hálfhræddur, fór alltaf undan í flæmingi og bofsaði að Fífli til að reyna að fæla hann frá sér. Stundum þegar Fífill kom til mín og fór heldur gauralega, hélt Gibbon, að hann ætlaði að gera mér eitthvað, og kom þjót- andi til að verja mig, en aldrei reyndi hann að bíta Fífil. Fífill hændist mikið að kúnum, en meðan hann var lítill, vildi ég ekki láta hann fara með þeim. 14 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.