Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1959, Blaðsíða 16

Dýraverndarinn - 01.03.1959, Blaðsíða 16
V erðlaunasamkeppnin VERÐLAUNIN úr Minningarsjóði Jóns heitins ólafssonar alþingismanns og bankastjóra hafa á síðari árum verið veitt fyrir frásagnir af dýrum, en ekki fyrir ritgerðir um dýravernd, þó að sú muni hafa verið tilætlun stofnenda sjóðsins. En engar slíkar ritgerðir hafa borizt undanfarin ár. Nú hafa fyrstu verðlaunin, 350 krónur, verið veitt fyrir ritgerð, sem bendir á misferli um með- ferð dýra og mannsæmandi úrbætur. Ritgerðin heitir Betur má, ef duga skal, og er höfundur hennar Valtýr Guðmundsson á Sandi í Aðaldal. Guðmundur Friðjónsson skáld á Sandi var mikill dýravinur, og hafa synir hans tekið það að erfð- um. I þessu tölublaði Dýraverndarans er skelegg grein eftir annan son hans, Bjartmar. önnur verðlaun, 250 krónur, hlaut Auðbjörg Albertsdóttir, húsfreyja á Hafursstöðum í Austur- Húnavatnssýslu, fyrir frásögn, sem hún nefnir Úr dagbók smalastúlkunnar. Ritstjóri Dýraverndarans og stjórn Sambands dýraverndunarfélaga Islands þakka þátttöku í keppninni og vænta samvinnu við þá framvegis. Þegar marsvínavaðan hafði verið rekin í Vestmannaeyja- höfn, bar svo við, að ein hvalkýrin kelfdi í blóðimengaðri höfninni. Hún og kálfurinn hennar sluppu lífs, þegar vað- an var rekin út. Þarna er hún með afkvæmi sitt, sem sannarlega fékk snemma að kynnast vonzku veraldarinnar. Myndina tók Friðrik Jesson kennari í Vestmannaeyjum. Margt er nú skrýtið! Lesendur yngri en fjórtán ára athugi þessa mynd sérlega vel og sendi ritstjóra Dýraverndarans, pósthólf 1342, Reykjavík, hvað þeim finnst óeðlilegt við dýrin. Lesendur eiga að finna níu atriði. Dýrið 3. að neðan til hægri á myndinni er tígrisdýr. Þau börn, sem finna flest atriði, fá verðlaun: Fyrstu verðlaun verða Ævintýri dagsins, þulur og barnaljóð eftir Erlu, önnur Dýrasögur eftir Þorgils gjallanda. Ef margir senda réttar niu lausnir, verður dregið um verðlaunin. DÝRAVERNDARINN Útgefandi: Samband dýraverndunarfélaga íslands. Ritstj.: Guðmundur Gíslason Hagalín, Silfurtúni, Garðahreppi (Sími 50166. Pósthólf 1342). Afgreiðslu annast Þorgils Guðmundsson, Hraunteigi 21 (Sími 34344. Pósthólf 993). Þorgils er að hitta á Fræðslumálaskrifstofunni alla virka daga frá kl. 9 til 5. Verð blaðsins er óbreytt, þrátt fyrir stækkunina, kr. 30.00. Gjalddagi er 1. júlí. Vinnið að út- breiðslu Dýraverndarans. — Prentsmiðja Jóns Helgasonar. 16 DÝRAVERHDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.