Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1959, Blaðsíða 4

Dýraverndarinn - 01.05.1959, Blaðsíða 4
trassaskapur hneppir hann ekki í seigdrepandi fjötra aldagamallar tregðu. Skal þá fyrst vikið að högum hestsins okkar, þarfasta þjónsins, sem eitt sinn var og er það raunar enn allvíða, minnsta kosti stundum. Enn- þá krafsar hann gaddinn og jóðlar sinuna sex langa vetrarmánuði í sumum héruðum landsins, þolir frost og fjúk og umhleypinga langar og öm- urlegar skammdegisnætur og gengur sér til húðar á útmánuðum, samtímis því sem eigandinn ber út falskar fregnir um líðan hans í blöðum og útvarpi. Ætíð er hann talinn í „haustholdum“, hvernig sem viðrar. Sannleiksgildi slíkra fregna kunna þeir bezt að meta, sem hirt hafa búfé svo áratugum skiptir og kynnzt því af eigin reynslu, hve mikið og gott fóður þarf til að halda því í haustholdum allan veturinn út í gegn, enda hlæja þeir biturt að slíkum fréttaburði og þykir enginn vafa á því leika, að þar láti vond samvizka til sín heyra, dettur jafnvel í hug orðtækið: ,,sá er enginn heimskur, sem hefur vit á að þegja.“ Þá geta og vegfarendur, sem sjá þessa hesta og gefa sér tóm til að ganga til þeirra, þreifa á þeim og athuga svip þeirra, um það dæmt, hvort meðferð- in á þeim sæmi íslenzkum bónda, sem sjálfur unir með fjölskyldu sinni, raunar góðu heilli, í hlýjum og þægilegum húsakynnum, — hvort það sé nokkrum sæmilegum manni samboðið að hafa þessa þrautpindu vesalinga að féþúfu — og í raun- inni nokkrum Islendingi fært, sóma síns vegna, að láta slíkt viðgangast nú á dögum. Nei, það verður að vera ófrávíkjanleg krafa, að öll íslenzk hross séu hýst á hverju kvöldi og þeim gefið, eftir að harðnar um. Það kemur oft fyrir í fjárleitum á haustin, að kindur uppgefast eða verða á annan hátt farlama, ég hygg, að það komi fyrir í hverri leit. Þá eru kindurnar aflífaðar og oftast á þann hátt, að menn skera þær með vasanhíf. Já, svona er þetta enn þánn dag í dag, ekki undantekningarlaust, en langoftast. En hvað um það, þessi óhæfa verður tafarlaust að hverfa úr sögunni. „Nauðsyn brýtur lög“, segja menn, en þetta er sannarlega engin nauðsyn, því að svo að segja á hverju sveita- heimili, þar sem ég þekki til, á bóndinn riffil, ágætt áhald og yfirleitt mjög létt og þægilegt í meðförum. Slík verkfæri ættu menn að hafa með sér á fjallið oftar en gert er, ekki þó svo að skilja, að ég ætlist til, að hver einasti gangnamaður hafi með sér riffil, heldur tel ég, að hver gangnafor- ingi ætti að þykjast skyldur til að sjá um, að slíkt vopn væri með í förinni. Annars vil ég geta þess, að kindur eru mun oftar aflífaðar í fjallgöngum en nauðsyn krefur. I fyrstu leit er til dæmis ástæðulaust að lóga þeim kindum, sem heltast úr lestinni, nema um sé að ræða meiðsl eða veik- indi —— eða þá því meiri fjarlægð frá byggðum. Því að lúinn er fljótur að líða úr, ef ekki kemur fleira til, og rölta þá þessi grey oftast í áttina heim — eða reynast frárri á fæti næst, ef vel og skynsamlega er að þeim farið. Ennfremur má benda á það, að víða hagar þannig til, að bilfært er til afréttalandanna eða að minnsta kosti all- langt áleiðis þangað. Hafa því margir tekið upp þann sið að fara með bíla á móti safninu og taka þær kindur, sem eru sízt til gangs, og flytja þær til byggða. Þessi aðferð er vissulega góðra gjalda verð, og ættu sem flestir að taka hana upp. Þriðja og síðasta atriðið, sem ég vil minnast á, er sinubrennurnar, sem nú eru mjög teknar að tíðkast — jafnvel á vorin. Ég tel þá heillavænlegt að drepa fyrst á þau gagnrök gegn slíkum aðgerðum, sem ættu jafnvel að duga gagnvart þeim, sem kynnu að vera ónæm- ir fyrir rökum, sem lúta að dýravernd. Menn brenna sinu í þeim tilgangi að bæta gróðrarskil- yrði. En sannleikurinn er sá, að sinubruni að vor- lagi skemmir grassvörðinn svo mjög, að hann er lengi að ná sér. Hins vegar þykir mér fyrst og fremst af öðrum ástæðum óhugnanlegt að sjá reykjarmekki frá sinubrennum stíga í loft upp, þá er snjóa leysir og jörð tekur að gróa á vorin undir geislum lífg- andi og græðandi sólar, því að þar er ótölulegur grúi fugla í hættu — og meira en það: Þeir eru í ægilegri hættu. Greinargóðir menn, sem voru sjónarvottar að því síðast liðið vor, þegar brunnu um hundrað hektarar lands á Hvammsheiði í Suður-Þingeyjarsýslu, sögðu mér, að þar hefðu áreiðanlega brunnið hundruð hreiðra, og ekki nóg með það, heldur hefðu eggjamæðurnar farizt þar líka, — þær létu bókstaflega eldinn steikja sig lifandi á hreiðrum sínum, hugðust þannig verja egg sín og unga. En yfir brunasvæðunum sveim- uðu kveinandi einstæðingar, dökkir af sóti og með sviðnar flugfjaðrir. Angist þeirra verður ekki 20 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.