Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1959, Blaðsíða 7

Dýraverndarinn - 01.05.1959, Blaðsíða 7
Um kvöldið gekk ég út, þegar ég hafði matazt, og staðnæmdist á stéttinni. Þá kemur Kátur aftur með sömu cpýtuna. Nú leggur hann hana eklci niður, heldur stendur með hana í trantinum og klórar í fótinn á mér. Ég greip í spýtuna, en hann vildi ekki sleppa henni. Meining hans var auð- sjáanlega ekki sú að láta mig taka hana og fleygja henni til þess að hann gæti síðan sótt hana. Svo skoðaði ég spýtuna. Það fékk ég, — það var ein- mitt tilætlun Káts. Og sannarlega kannaðist ég við spottann, sem um hana var bundinn, og þá áttaði ég mig auðvitað líka á spýtunni. Spottinn var tvílitur, og fyrir tveim dögum hafði ég bundið hann um þessa spýtu, sem ég hafði notað sem hæl, þar sem ég var að gera við girðingu á milli Núps og Streitis. Þá var Kátur með mér. Nú þótt- ist ég skilja, að hundurinn teldi sig eiga við mig alveg sérstakt erindi, og þessi mállausa skepna sá það þegar, að nú hafði ég rankað við mér, því að Kátur lagði strax af stað í áttina austur að landamerkjunum. Líklega ætlaðist hann til, að ég elti hann þangað eða kannski lengra, en austur þangað, sem löndum skiptir, eru þrír til fjórir kílómetrar. Ég taldi það fulllanga göngu, þar sem gat þá líka til beggja vona brugðið, fannst mér, hve erindið væri áríðandi. Hestar voru í ná- grenni við túnið, og tók ég hest og fór ríðandi á eftir Kát, sem var sýnilega mjög ánægður. Hann fór nú svo hart, að ég varð að ríða í sprettinum. Þegar ég hugsa nú um þetta aldarfjórðungi síðar, finn ég vel, hve það hefði í raun og veru mátt Þykja broslegt að sjá mig ríða út í óvissuna á oftir mállausri skepnunni. Þegar Kátur kom út að girðingunni, fór hann upp með henni, þar til hann hvarf mér. Það var þá ekki um annað að gera, úr því sem komið var, ®n fara af baki, skilja hestinn eftir og halda í sómu átt og hundurinn. Það var beint á brattann. Ég kjagaði upp brekkuna og kom loks þangað, sem Kátur hafði numið staðar. Kom þá í ljós, að þangað átti ég sannarlega brýnt erindi, og var þá ekki um að efast, að Kátur vissi, hvað hann song. Þarna lá gemlingur, sem ég átti. Hann hafði fest sig í girðingunni, og var sýnilegt, að síðan voru liðnir nokkrir dagar, því að svöðusár voru komin á báða afturfætur og einnig hægri síðuna. Og hugsið þið ykkur hundinn, þessa mállausu, en stórvitru skepnu! Þarna lá hann og sleikti sárin á þýraverndarinn kindinni, sem hefði verið dauðans matur án um- hyggju hans og hjálparbeiðni. Ég losaði auðvitað kindina, en sárin voru það stór, að sýnilega var lítil von um bata. Samt fór ég heim og sótti kerru. Ekki fannst Kát vert að elta mig heim, heldur beið hjá kindinni, þangað til ég var búinn að búa um hana í kerrunni og hélt af stað heimleiðis. Var hann þá stundum á undan mér, en stundum á eftir, og virtist ánægður. Eins og áður getur, voru sárin engar skeinur eða rispur, heldur orðin svöðusár. Þegar heim kom, bundum við hjónin um þau. Það var engin spilling komin í þau. Við þóttumst þegar sjá, að Kátur mundi hafa verið búinn að halda þeim hreinum með tungunni í nokkra daga. Sárin héld- ust líka vel við, og eftir sextán daga var kindin látin út í nátthaga. Þar hélt henni áfram að batna. Um miðjan ágúst var henni sleppt. Út úr þessum hrakningum, sem hlutu góðan endi fyrir tilstuðlan Káts, hlaut hún nafnið Lukka. Hún kom hress og vel í holdum af fjalli um haustið og var sett á vetur. Hún var frekar snotur ær og reyndist kynsæl. Hún var felld átta vetra og hafði þá skilað heimilinu tólf lömbum. Ymis- legt benti til þess, að Kátur þekkti hana alla ævi og þau hvort annað. Hann veitti henni oftast meiri athygli en öðrum kindum, og hún virtist ekki hafa neinn ótta af honum. Af þessu og hinni sögunni, sem ég hef sagt af Kát, má sjá, að mikið gagn má hafa af hundum, til fleira en þess, sem þeim er venjulega ætlað, en svo að slíkt geti orðið, verður að leggja rækt við þá, og ekki er vænlegt að fleiri en einn mað- ur hafi afskipti af þeim, meðan þeir eru á gelgju- skeiði. Seinna eignaðist ég annan Kát. Hann varð aldrei nothæfur til neinnar aukavinnu, en hann vandi ég ekki einn, heldur gerðum við það tveir. Gamla Kát minn lét ég fella, þegar hann var níu vetra. Ég jarðaði hann í holti vestan við lækjarósinn. Þaðan sér maður yfir fjöruna, þar sem ærnar mínar hröktust, eins og frá er sagt í sögunni Mikið afrek. Og þó að timinn sé iðinn að breiða blæju gleymskunnar yfir hið liðna, horfi ég í minning- unni með vináttu og virðingu á þennan stað, þar sem þessi saklausa vitskepna lagði líf sitt í hættu við að þjóna mér. Stefán Jónsson frá Steinaborg. 23 L

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.