Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1959, Blaðsíða 9

Dýraverndarinn - 01.05.1959, Blaðsíða 9
Furðuleg fósturbörn í AMERÍKU lifir spörfugl, sem kallaður er kard- ínáli. Hann er eldrauður, nema hvað nefið og brjóstið er svart. Upp úr hnakkanum er stór, hárauður fjaðurskúfur. Kardínálinn þykir syngja mjög vel og hefur þess vegna verið veiddur lif- andi og seldur til að hafa hann í búri, en kardín- álahjón, sem eru ekki frjáls, koma mjög sjaldan upp ungum. Fugli þessum hefur fækkað allmikið á síðari árum, og nú er í Bandaríkjunum bannað að flytja kardínála úr landi. Maður, sem Baker heitir, á heima í Shelby í Norður-Carólínu. Hann hefur í garði sínum tjörn, sem í eru gullfiskar, og eru þeir hreint ekkert litlir, þegar þeir eru fullvaxnir. Dag einn, þegar Baker kom út í garðinn, sá hann svo undarlega sjón, að hann hélt, að um skynvillu væri að ræða. ,,Eða er ég kannski orð- inn eitthvað ruglaður?“ hugsaði hann með sér. „Það væri reyndar ekki nema von, eins og hit- inn er þessa dagana.“ En það, sem fyrir augu hans bar, var þetta: Við gullfiskatjörnina sat kardínáli og var að mata gullfiska, sem teygðu sig upp úr vatninu. Baker, vesalingnum, datt meira en svo í hug að fara til augnlæknis eða taugalæknis, en þar sem hann átti konu, sem var bæði róleg og at- hugul, ákvað hann að segja henni allt af létta. Hann þaut því inn í stofu, þar sem konan sat *neð vandlega dregið fyrir gluggana, og trúði henni fyrir því, sem honum hafði virzt bera sér fyrir augu. Konan starði á hann og hristi síðan höfuðið. „Nei, nú held ég þú sért orðinn eitthvað skrýt- lnn, góði minn,“ sagði hún. „Komdu með mér út í garðinn. Svo getum við bá séð, hvað setur. Betur sjá fjögur augu en tvö.“ Þau fóru síðan út. Þar var engan fugl og engan fisk að sjá. Konan leit mjög áhyggjufull á bónda sinn. „Komdu inn og legðu þig fyrir,“ sagði hún. „Það er eitthvað að þér. Ertu slæmur í höfðinu?" f þessum svifum sáu þau, að kardínáli kom Fuglinn matar gullfiskana fljúgandi með fullt nefið af æti. Hann settist á vírnet, sem var umhverfis tjörnina, og svo tísti hann sérkennilega. Þetta var auðsjáanlega merki, sem hann gaf gullfiskunum, því að nú flykktust þeir að bakkanum, þar sem hann sat, ráku höfuðið upp úr vatninu og göptu. Fuglinn flaug þá niður á tjarnarbakkann, tísti á ný og horfði ofan í vatn- ið, svo lét hann ætið detta, fyrst í þetta ginið, síðan í annað, svo í það þriðja. Þegar ekkert var lengur í nefinu, flaug fuglinn á brott, og fiskarnir hurfu til sinna heimkynna. Baker horfði spyrjandi á konuna og hvíslaði: „Sástu nokkuð?“ ,,Já, víst sá ég það. Guði sé lof! Það er ekkert að þér. En alveg er ég steinhissa!" Samtalið varð ekki lengra, því að nú heyrðu þau fuglinn kalla á ný á fiskana. Þarna sat hann á netinu með fullan gogginn af æti, ormum og lirfum. Og fiskarnir létu ekki á sér standa. Síðan flaug hann enn á brott, og enn kom hann og mat- aði fiskana. Og þetta endurtók sig, unz fiskarnir gegndu ekki kallinu, voru vist orðnir mettir. Þá flaug fuglinn syngjandi á brott, var að heyra, að nú væri hann verulega glaður. Og hjónin fóru inn í hús sitt þögul — og ánægð. Þau höfðu séð undraverða sjón, sem ekki var nein skynvilla, og nú var ekki talað um, að Baker legði sig — og ekki heldur nefnt, að hann færi til læknis. Hins vegar ákvað hann að segja dýrafræð- ing söguna. Það gerði hann strax, hringdi til for- stjóra náttúrugripasafnsins. Forstjórinn ákvað að koma daginn eftir. Hann kom, sá undrið, tók af því myndir og kom því og þeim á framfæri við blað, sem fjallar um furðuleg atvik í ríki dýranna. dýraverndarinn 25

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.