Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1959, Blaðsíða 12

Dýraverndarinn - 01.05.1959, Blaðsíða 12
Grenlægj an TÓFAN er eitt þeirra dýra, sem maðurinn hefur dæmt réttdræpa, hvar sem til þeirra næst, enda kemur oft fyrir, að hún gerir talsverðan usla í eignum manna. Hún hirðir lömbin undan ánum á vorin, og stundum er hún svo aðgangsfrek, að hún ræðst á fullorðið fé og ýmist drepur það eða rífur til örkumla. Ekki eru þessar aðfarir hennar af neinum setningi framdar. Lömbin grípur hún frá mæðrunum, bítur í sundur hálsæðarnar og drekkur síðan blóðið, því ekkert má fara til spillis, enda blóð hennar uppáhalds réttur. Það er að segja þeirra refa, sem hafa lagt það fyrir sig að Margæs róttækra aðgerða og sízt af öllu verða „lögfest útr ýmingarákvæði. ‘ ‘ Hér á landi verpa tvær gæsategundir. 1. Grágæs (Anser Anser). 2. Heiðagæs (Anser brachyrhynchus). Þrjár gæsategundir eru hér árvissir umferðar- farfuglar og dvelja hér aðallega í maí og septem- ber á leið til og frá varpstöðvum, t. d. á Græn- landi: 1. Blesgæs (Anser albifrons). 2. Margæs (Branta bernicla). 3. Helsingi (Branta leucopsis). Þorsteinn Einarsson. drepa sauðfé. Sumir refir eru jafnvel svo hart haldnir af blóðþorsta, að þeir drekka aðeins blóð- ið úr fórnardýrinu og láta svo skrokkinn liggja. Þeir refir, sem fremja annan eins verknað og hér hefur verið lýst, eru kallaðir ,,bítir“, og er það fróðra manna mál, að það sé sérstök tegund refa og þá eiginlega hinn eini skaðlegi refur. Hin dýrin lifi aðallega á hræjum, sniglum og ormum, sem þau grafi úr jarðveginum og nái sér kannski í fugl, einkum rjúpu til fjalla og sendling við sjó- inn, en láti að jafnaði hina löglegu eign mannsins í friði. Þó kemur það fyrir, að jafnvel þessir refir komi manninum heldur betur úr jafnvægi. Það er ef þeir komast í æðarvarp, þar sem sjór ver ekki og þeir hafa greiðan aðgang að. Þar geta tilþrif annars meinlítillar tófu orðið hin sköru- legustu, jafnvel svo, að bóndinn telji sig ekki bíða þess bætur næsta áratuginn, enda er ekkert spar- að af mannsins hálfu til að ráða niðurlögum henn- ar og öll ráð talin leyfileg. Sú sjálfsbjargarvið- leitni tófunnar, sem skaðar manninn, hefur verið talin svo skæð, að jafnvel ríkisvaldið er krafið stórfjár, auk þess sem aðrir aðilar leggja á sig fjárútlát til að gengið verði á milli bols og höfuðs á henni og henni helzt útrýmt með öllu, ef fært reyndist. Það hefur gengið svo langt í þessari al- eyðingar herferð, að lögboðin hefur verið eitrun fyrir refinn. Er það þó einhver hryllilegasti dauð- dagi, sem hægt er að ætla nokkurri skepnu, að falla fyrir refaeitri, það geta þeir borið um, sem horft hafa upp á helstríð dýrs, sem það hefur etið. 1 rauninni er tófan að hafa fyrir lífi sínu og sinna, þegar hún aflar sér og yrðlingum sínum matar. Á einhverju verða þessi vesalings dýr að lifa, úr því að þau eru til. Eða eiga þau ekki rétt til lífsins eins og hverjar aðrar lífverur? Hver getur neitað því? Beitir maðurinn ekki sömu að- ferðinni, aðeins stundum ofurlítið mannúðlegri, þegar hann getur komið því við? Maðurinn hefur tekið eina og aðra dýrategund undir sína ,,vernd“. Ekki til að láta þeim líða vel og fá hægt andlát í hárri elli, heldur til að eiga hægar með að svipta þær lífinu, þegar honum er það hentugt. Verði svo tófunni eða öðrum ,,vargi“ það á að gerast nærgöngul þessari eign mannsins, þá er hafin miskunnarlaus herferð að „varginum“, og það oft á ómannúðlegasta hátt. 28 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.