Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1959, Blaðsíða 13

Dýraverndarinn - 01.05.1959, Blaðsíða 13
Það þykir heiður, jafnvel sérstakrar virðingar vert, þegar maðurinn sýnir mikinn dugnað við að afla sér og sínum lífsviðurværis, svo framar- lega sem hann gengur ekki á eignarrétt annarra manna. Svo strangt lítur maðurinn á þennan eign- arrétt sinn, að þar tjóar engum óviðkomandi að ætla sér afnot af, nema með fullu samþykki eig- anda. Þannig er því til dæmis varið með varp- eigandann. Þó hefur hann hvorki keypt eða tekið að erfðum þann fugl, sem skapar honum tekjur með því að verpa í landi hans. En varpið er hon- um ein hin dýrmætasta eign, enda geldur hann að fullu fyrir — eftir getu — ef við þeirri eign er hróflað af öðrum. Þessu er öðruvísi varið með refinn og raunar öll rándýr. Refurinn lætur sig yfirleitt engu varða, þó aðrir gangi til starfa með honum, t. d. aðrir refir eða þá hrafnar fái sér lamb úr sömu hjörðinni. Sama er að segja, þótt tófa komi í æðarvarp. Eggin eru ljúffeng fynr hana og þá ekki síður yrðlingana heima í röku og köldu greninu. Ekki hefur hún hugmynd um eignarrétt bóndans. Hún veit í rauninni ekki ann- að en henni sé þetta frjáls fengur, og í gleði sinni yfir þessu hnossgæti getur hún haft til að bregða á leik innan um varpið. En ekki amast hún við því, þótt aðrir refir komi þangað — eða hrafn og svartbakur — ekkert þvílíkt spillir ánægju henn- ar af að vita af svo dýrmætu forðabúri fyrir sig og hyski sitt. Þessi hegðunarmunur mannsins og tófunnar varð mér fyrst ljós, er ég lá eitt sinn á greni. En hvað þýddi að vera með vangaveltur yfir því? Var ekki maðurinn æðsta vera jarðarinnar, og var þá ekki sjálfsagt að hann notfærði sér þann rétt, sem það færði honum? Hvort átti tófu-ófétinu að hald- ast uppi að rífa það í sig, sem maðurinn gat gert sér verðmæti af ? Nei, það þýddi lítið að hugsa um þörf tófunnar. Með því væri réttur mannsins fyrir borð borðinn. Jafnvel þótt tófugreyið ætti börn, sem hún elskaði svo, að hún lagði lífið í sölurnar fyrir þau, þá var ekkert vit í að hlífa henni. Ég var kominn á grenið, launaður af því opinbera til að ganga hreint til verks, og láta ekkert undan draga, hvorki fullorðin dýr né afkvæmi þeirra. Ég var nýkominn á grenið og búinn að ganga ur skugga um, að það væri ekki meira en svo sem viku gamalt. Bæði dýrin voru úti, svo það var hugsanlegt, að ég þyrfti ekki að liggja lengi Gaman, gaman! til þess að ná að minnsta kosti öðru dýrinu, og þá átti að vera hægara að fást við hitt, ekki sízt þar sem yrðlingarnir mundu vera ungir. Þá mundi dýrið frekar leggja áherzlu á að vitja þeirra. Aburður var enginn á greninu utan vængur af stokkandarstegg og einn lambsfótur, skorpið skinnið við legginn. Sennilegt, að tófan hafi fund- ið dautt lamb á hlíðinni og dregið að bæli sínu. Ekki hafði orðið vart lambahvarfa af næstu bæj- um, svo vitað væri. Greni þetta var urðargreni, rétt miðhlíðis, og grasi gróin höft á milli stein- anna. Það hallaði út frá því á þrjá vegu. Það var því víðsýnt þaðan sem ég lá og gott að fylgjast með ferðum dýrsins, þegar það nálgaðist grenið. Innan við það voru brattar skriður með stórum steinum upp úr hér og þar, og var þannig allt upp undir kletta, en þar myndaðist allbreiður hjalli með stórgrýttri urð í brúninni, enda kallað- ur Urðarhjalli. Veðri var þannig farið, sem bezt getur verið að vorlagi. Ég lét því fara vel um mig, en hafði þó gætur á, ef tæfa skyldi vitja heim að greninu. Seint um kvöldið sé ég, hvar hún skýzt heim að dýraverndarinn 29

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.