Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1959, Blaðsíða 14

Dýraverndarinn - 01.05.1959, Blaðsíða 14
greninu, en staðnæmist bak við stein, á að gizka tuttugu faðma frá mér. Steinninn var á milli okk- ar, en hann var ekki hærri en svo, að ég sá á eyru tófunnar upp fyrir brúnina á honum. Þannig biðum við góða stund, og hafði ég byssuna í sikt- um á steinbrúninni allan tímann. Ekki sá ég mér fært að hreyfa mig, því hver minnsta hreyfing hefði komið upp um mig. Nú sá ég í augun, dökk og vökul. Enginn vafi var á því, að tæfa hafði hugmynd um mig og þorði því ekki að leita til grenmunnans. Þannig leið langur tími. Loks brast mig þolinmæðina. Það varð til þess, að tófan fór óskemmd af þessum fyrsta fundi okkar. Morguninn eftir sá ég til ferða hennar. Hún fór fyrst í stóran hring í kringum grenið, siðan smáþrengdi hún hringinn, en þó ekki svo, að hún kæmi í færi. Ekki þorði ég að færa mig frá gren- inu, þar sem það gat gefið henni færi á að komast í það úr annarri átt. Það var þvi ekki um annað að ræða en bíða eftir því, að maður vitjaði mín, og reyna að færa mig frá greninu, en láta mann- inn gæta þess á meðan. Nú leið og beið. Refurinn lét ekki sjá sig, en læðan hélt áfram ferðum sínum í stórum sveig- um í kringum grenið á milli þess, sem hún settist og kallaði viðvörunarkalli. Var nú auðséð, að henni var farið að liða illa, með júgrin troðfull af mjólk, vitandi yrðlingana ósjálfbjarga í gren- inu og óvininn vofandi yfir heimilinu, ákveðinn í að tortíma heimilishamingju hennar. En hvað með hana sjálfa? Hún efaðist ekki um, hver örlög hennar yrðu, ef hún gætti ekki ýtrustu varúðar. Svo skokkaði hún nú úrræða- laus hvern hringinn af öðrum umhverfis heimili sitt, og hryggðin skar hana í hjartað. Og nú tók mér að líða illa af að vita aumingja dýrið þola þessar kvalir. Skyldi ég nú vel tilfinningar Magn- úsar heitins Waage, þegar hann hætti við að skjóta selkópinn í fjörunni á Laugabóli og var meira að segja búinn að lyfta byssunni í sigti, þegar félagar hans sáu, að hann lét hana allt í einu síga og reis skyndilega á fætur, og kobbi sá hann og forðaði sér. Þeir urðu bæði gramir og undrandi. Það hefði þó verið nokkur búbót að fá, þótt ekki væri nema þennan litla selkóp í pott- inn. En nú var sá möguleiki úti — og það fyrir einhverja duttlunga úr Magnúsi. „Hvað er þetta maður? Hvað kom til að þú skauzt ekki selinn?“ kölluðu þeir allir sem einum munni. En svar Magnúsar verður lengi í minni manna í Arnarfirði: ,,Mér var ómögulegt að skjóta aumingja, bless- aða skepnuna, hún leit svo sakleysislega og eins og biðjandi til mín!“ Þetta svar Magnúsar lýsir langt inn í sál hans og þarf enga skýringu á því að gefa. Hann var valmenni, barnslega góður maður, þó að jafnhliða væri hann karlmenni hið mesta. Hér var öðru máli að gegna. Hér dugði engin miskunn Magnúsar. Hér var um illræmdan varg að ræða. Varg, sem var réttdræpur, hvenær sem á náðist, jafnvel á sjálfri hvítasunnuhátíð, nema á milli pistils og guðspjalls. En það gat verið sál- arheill mannsins hættulegt að úthella blóði þá stundina, jafnvel þótt grenlægja ætti í hlut, og stöku sinnum kemur sálarheillin til greina, þó að likaminn sitji flestar stundir í fyrirúmi. 30 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.