Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.07.1959, Blaðsíða 2

Dýraverndarinn - 01.07.1959, Blaðsíða 2
VIÐA ER POTTUR BROTINN Þörf aukins eftirlits um fóSrun og hiröingu búfjár, strangari og ákveSnari ákvœ&a um íhlutun og úrbœtur af hendi trúna&ar- og valdsmanna og meiri vi&urlaga við brotum á lögum og reglum Bóndinn á Þóroddsstöðum TlU kílómetrum suðvestan við hið mikla skóla- setur Laugarvatn er býlið Þóroddsstaðir í Gríms- nesi. Liggur þjóðvegurinn í Laugardalinn hjá garði á þessu býli og blasa bæjarhús og tún við vegfarendum. Maður er nefndur Skúli Kristjánsson. Hann er búfræðingur frá Hvanneyri og talinn hestamaður mikill, hefur og að sögn starfað eitthvað erlendis sem riddari og hrossakynningarmaður á vegum Gunnars Bjarnasonar, hrossaræktarráðunauts, sem er lesendum Dýraverndarans ekki alls ókunn- ur. Fyrir nokkrum árum réðst hann að Laugar- vatni sem starfsmaður á stórbúi hins alkunna framkvæmdamanns og skólastjóra, Bjarna Bjarna- sonar. Haustið 1957 keypti Skúli f járbú, sem Þor- kell Bjarnason, skólastjóra, átti á jörðinni Þór- oddsstöðum í Grímsnesi, og hóf þar búskap. Hafði hann þar síðastliðið haust hálft þriðja hundrað fjár og nokkra hesta. Þó að hann hæfi búskap á Þóroddsstöðum, hafði hann samt á hendi einhver störf á Laugarvatni, enda dvaldist hann þar og fór þaðan til umsýslu bús síns á Þóroddsstöðum. Er það langur beitarhúsvegur, og hér áður fyrr- um mundi það hafa þótt ærinn starfi og ábyrgð að fóðra og hirða að vetrarlagi hálft þriðja hundr- að fjár og nokkra hesta. Fjárdauði, kærumál og blaðaskrif Eins og öllum er í minni var veðrátta á liðnum vetri yfirleitt mjög svo mild og snjóalög svo lítil, að einstakt mundi teljast. Hins vegar var um- hleypingasamt, veður oft hörð og votviðri tíð. Þó mundi hafa verið talið hér áður á árum, að hraust fé þyrfti ekki mikla gjöf í slíku tiðarfari, ef það nyti nákvæmrar hirðingar góðs og samvizkusams fjármanns. Um það bil viku af sumri, þá er jörð var ekki aðeins alauð á láglendi, heldur líka heiðar og f jallvegir hér á Suðurlandi, barst til hlutaðeigandi eftirlitsmanns og yfirvalds kæra út af horfelli bóndans á Þóroddsstöðum. Kærandi var utan- héraðsmaður, sem fór um veginn hjá þessu býli og sá liggja ofanjarðar hræ af dauðum kindum. Maðurinn sneri sér einnig til eins af dagblöðunum í Reykjavík og skýrði því frá málinu. Það sendi mann austur, sem ljósmyndaði hræin, og flutti það síðan frásagnir um hordauða á Þóroddsstöð- um. Vakti málið mikla og almenna athygli, og varpaði það ekki aðeins Ijótum skugga á Þórodds- staðabóndann, heldur kom upp sá kvittur, að víð- ar væri pottur brotinn. Var sagt að bændur, sem hefðu svo margt í fjósi, að hirðing og mjaltir kúnna væri þeim ærinn starfi, hefðu komið sér upp stórum fjárbúum, sem þeir sinntu svo lítið, að engan veginn gæti talizt ámælislaust, og væri það ekkert eindæmi, að fé bænda hryndi niður úr hor og vanhirðu. Er það ekki óvenjulegt, að um mál, sem vekja aðra eins athygli og horfellis- fréttin frá Þóroddsstöðum, fari í umtali eins og snjóknött, sem velt er af stað í kramri fönn í brattri fjallshlíð og verður stærri og stærri eftir því sem neðar dregur. Skýrslur forðagæzlumanns og dýralæknis Stjórn Sambands dýraverndunarfélaga Islands sneri sér til hlutaðeigandi yfirvalds og aflaði sér upplýsinga um málið. Fékk hún afrit af skýrslum forðagæzlumanns og dýralæknis í Árnessýslu. — Þykir rétt að birta þær hér. Skýrsla forðagæzlumanns „Skýrsla þessi er gefin samkvæmt beiðni sýslumannsins í Árnessýslu og skýrir frá afskiptum mínum sem forða- 34 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.