Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.07.1959, Blaðsíða 4

Dýraverndarinn - 01.07.1959, Blaðsíða 4
hann um tómlæti, enda hafa aðgerðir hans borið árangur, þar sem það er fyrir hans tilstilli, að Skúli tekur fé á gjöf fyrr en ella hefði orðið, selur haustgeldinga sína vegna umvandana hans og ,,tekur ær á sérfóðrun“ samkvæmt skipan hans. Bæði skýrsla forðagæzlumanns og dýralæknis benda eindregið til þess, að aðalorsök vanþrifnað- ar nokkurs hluta f járins á Þóroddsstöðum og þess fjárdauða, sem þar átti sér stað, hafi verið orma- veiki, en ekki vanfóðrun. Hins vegar mun dýra- lækni ekki hafa verið sagt rétt til um það, hve margt fé hafi drepizt. Þá er skýrsla hans varð kunn, var birt mynd í blaði því í Reykjavík, sem sendi mann austur, og sýndi hún ljóslega, að mun fleira fé hafði fallið en um getur í skýrslu dýra- læknis. Misgerðir Þóroddsstaðabóndans En þó að hér verði ekki sagt, að um horfelli sé að ræða, og sýslumanni virðist ekki ástæða til aðgerða gagnvart Þóroddsstaðabóndanum, er sitt- hvað athugavert við búskaparhætti hans, um- Byggju hans fyrir bústofni sínum og þrifnaðar- og umgengnisvenjur á búinu. Skúli, sem búið hafði í heilt ár á Þóroddsstöð- um í haust ið var og dvalið í héraðinu í nokkur ár, hlýtur að hafa vitað, að hætt gæti verið við ormaveiki í fé hans, og jafnt frá búmannssjónar- miði og frá sjónarhóli dýraverndar hefði hann að sjálfsögðu átt í vetrarbyrjun að snúa sér til dýra- læknis og leita hjá honum ráða til varnaðar. Þá sýnir það greinilegt og mjög vítavert tómlæti frá hans hendi, að forðagæzlumaður þarf að skerast í leikinn til þess að hann taki fénað sinn á gjöf, þá er allir aðrir höfðu tekið að hýsa fé sitt og gefa því. Ennfremur bendir það til annars hvors, óhæfni til fjármennsku eða grófs kæruleysis, að forðagæzlumaður verður aftur og aftur að vanda um við hann um fóðrun fjárins, þrátt fyrir nægi- legar fóðurbirgðir og hæga aðdrætti, til þess að ekki fari enn verr en raun varð á. Þá bendir það vægast sagt til fráleits skeytingarleysis og ein- stæðrar ónæmi fyrir líðan þess fjár, sem hann hefur flest hirt i tvo vetur, hlýtur að þekkja og falið er hans forsjá, að leita ekki til dýralæknis, þá er sú verður reyndin, að nokkur hluti fjárins þrífst ekki, megrast mjög, er greinilega sýkt — og nokkrar kindur falla, — og auðsæilega er það frámunalegt smekkleysi og um leið tilfinninga- leysi fyrir afdrifum fjárins og skortur á sómatil- finningu og almennu velsæmi að láta dautt fé liggja í hrúgum óhuslað dögum saman og það fyrir augum allra vegfarenda! Ritari Samb. dýraverndunarfélaga Isl. leitaði hjá forðagæzlumanni frekari upplýsinga um fjárhirð- ingu Skúla en fram koma í skýrslunni, og gat hann þess, sem raunar er ljóst af framansögðu, að Skúli sé enginn þrifamaður um fjárhirðingu, en hins vegar hafi hestar Þóroddsstaðabóndans verið prýðilega aldir og hirtir, og sýnir það ljós- lega, að þar sem hugur þessa bónda er við bund- inn, er til geta um sómasamlega hirðingu búfjár og ennfremur ábyrgðartilfinning, sem aðeins er of þröngur stakkur skorinn. Virðast misferli Skúla það veigamikil, að sannarlega hafa ýmsir orðið að sæta sektardómi fyrir minni sakir, en vel má vera, að ákvæði hinnar gömlu reglugerðar um fóðrun og meðferð búfjár nái ekki til þeirra brota, sem hann hefur gert sig sekan um frá sjónarmiði jafnt hagsýns og natins bónda og fjármanns og þeirra, sem hafa umhyggju fyrir verndun dýra, en ekki hafa dýr í sinni umsjá. Ákvæðin um eftirlit og viðurlög Eins og.sjá má af framanskráðu er hætt við, að enn verr hefði farið á búi Skúla, ef forða- gæzlumaðurinn hefði ekki gert annað en naum- ustu skyldu sína, komið aðeins á bú hans tveim- ur sinnum. Virðist því engan veginn nægilegt, að athugað sé um fóðurbirgðir og um hirðingu bú- fjár tvisvar á vetri, þar sem á annað borð er um að ræða ókærna eða vankunnandi búmenn. Bú- peningur getur sannarlega farið illa á skemmri tíma en fimm vetrarmánuðum. Þá ber nauðsyn til, að búfjáreigendum sé gert að skyldu að leita ráða og lyfja hjá dýralækni, þar sem vitað er, að kunnar fjárpestir eru að stinga sér niður — og þetta sé gert strax að haustinu, — og auðvitað ætti hverjum bónda að vera skylt að leita til slíks manns, þegar hann sér merki ótímgunar í fénaði sínum og veit ekki beina orsök þess í viðurgern- ingi sínum við fénaðinn. Þá er og nauðsynlegt, að í stað þeirra ákvæða, sem nú gilda um íhlutun sýslumanna eða bæjarfógeta, komi skýlaus ákvæði 36 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.