Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.07.1959, Blaðsíða 9

Dýraverndarinn - 01.07.1959, Blaðsíða 9
Tígrisdýr TÍGRISDÝRIÐ er stærst allra dýra af kattakyn- inu, stærra en sjálft ljónið. Það er 205 sentímetr- ar á lengd frá trýni og að rófu og rófan 95 sentí- metrar. Hæðin af herðakambi er 105 sentímetrar. Dýrið er ryðrautt að lit, með svörtum þverrönd- um, kviðurinn hvítur og granirnar. Það hefur mjög loðna kampa. Tígrisdýrið á heima í Asíu, allt frá Suður-Ind- landi og norður í Suðaustur-Síberíu, frá austur- hluta Kákasus og langt austur í Kína. Af eyjun- um við Suður- og Suðaustur-Asíu er Borneó sú eina, sem á eru tígrisdýr. Þau hafast einkum við í fenjaskógum við vötn og fljót hinna suðlægu landa, en á gresjunum í Síberíu. Helztu afbrigðin eru þrjú. Indverska tígrisdýrið er mjög vöðva- mikið og litirnir sterkir. Siberíutígurinn er stærst- ur allra tígrisdýra. Þar eru litirnir ekki eins skær- ir og á indversku tegundinni. Þverrákirnar eru og færri, og á vetrum er Siberíu-tígurinn loðnari en önnur tígrisdýr. Á tígrisdýrunum í Kákasus slær brúnleitum blæ bæði á rauða litinn og hinar svörtu þverrákir. Tígrisdýrið fer einkum á veiðar um sólarlags- bil. Það veiðir antílópur, hirti, villisvín og apa og rænir oft búfé bænda, kindum, geitum, naut- gripum og hrossum. Þá er það ekki óvenjulegt, að gömul tígrisdýr halli sér að mannaveiðum. Þykir þeim minna fyrir haft að hremma menn en skepn- ur. Menn eru ekki eins þefnæmir og varir um sig og ekki hætt við, að þá beri undan, þó illa takist til í fyrstu atrennu. Tígrisdýrin læðast ávallt að bráð sinni og liggja gjarnan í leyni við stíga að vatnsbólum eða við götur, sem menn ganga, þeg- ar þeir gæta búpenings eða fara á akra sína. Stundum hefur það kostað mikinn og hættulegan eltingaleik að bana tígrisdýrum, sem lagt hafa fyrir sig mannaveiðar. Frumstæðir menn hafa og nriargir hverjir reynzt með öllu óhæfir til tígris- veiða. Þeir hyggja, að illur andi hafi tekið sér bústað í mannætunni, og þó að tekizt hafi að stæla þá upp í að freista þess að vinna á dýrunum, fellst þeim oft hugur, þegar á hólminn er komið. Fengitími þeirra tígrisdýra, sem heima eiga í suðlægustu löndunum, er ekki bundinn neinni einni árstíð, en Síberíu-tígurinn leikur sína ásta- leiki í þorrabyrjun og gýtur að vorinu. Meðgöngu- tíminn er þrír og hálfur mánuður. Kettlingarnir eru allt frá tveimur og upp í sex. Tígriskettan heldur kyrru fyrir með kettlingana fyrstu þrjár vikur ævi þeirra, en úr því tekur hún að flytja bæli sitt öðru hverju, eftir því sem henni finnst veiðilegast. Þegar kettlingarnir eru orðnir hálfs árs, taka þeir sjálfir að veiða sér til matar. Indverskir þjóðhöfðingjar stunduðu áður fyrr- um tígrisveiðar sér til skemmtunar ríðandi á fíl- um, sem eingöngu voru tamdir til slíkra veiða. (Myndin er úr Alverdens pattedyr, eftir Hans Hvass og frásögnin að mestu í samræmi við það, sem sagt er í þeirri bók). Hér skal nú sögð ein veiðisaga. Nepal er lítið land við rætur Himalajafjalla. Þar eru víðáttumikil laufskógabelti og grasslétt- ur inn á milli. Um landið falla margar ár, sem eiga upptök sín í fjöllunum miklu. Þarna er gnægð villidýra, þar eru antílópur, hirtir, villisvín, fílar, pardusdýr, tígrisdýr og margt annarra dýrateg- unda. Þetta er það norðarlega, að það afbrigði tígris- dýra, sem þarna hefst við, er að mestu eins og Síberíu-tígurinn, en er ennþá stærra og oft kallað konungtígur. Stærstu dýrin, sem veiðzt hafa, hafa reynzt fjögurra metra löng frá trýni og aftur á rófubrodd. Mönnum, sem lagt hafa fyrir sig veiði- mennsku, þykir mikill akkur í að veiða slík dýr, DÝRAVERNDARINN 41

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.