Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.07.1959, Blaðsíða 10

Dýraverndarinn - 01.07.1959, Blaðsíða 10
en kostnaðarsamar eru slíkar veiðar, því að sjald- an er til neins að labba einn af stað með byssu sína. Oftast verða veiðimennirnir að leigja sér stóra hjálparsveit, sem ræður yfir fjölda fíla. Evrópumaður, sem kunnur er að dýraveiðum í Asíu og Afriku, segir þannig frá: „Einu sinni höfðum við búið okkur undir mikla og fjölmenna veiðiför. Fara skyldi að tígrisdýri einu miklu, sem sézt hafði við og við og valdið feikna tjóni, alltaf annað veifið krækt sér í kind eða nautgrip. Daginn áður en aðförin skyldi gerð, bárum við niður fyrir dýrið. Var niðurburðurinn nokkrir nautskrokkar, sem dreift var um kjarrið og gesjuna með dálitlu millibili. Við héldum af stað árla morgun, heill hópur, sem hafði meðferðis tuttugu fíla. Við urðum þess brátt vísari, að tígurinn hafði vitjað nautsskrokk- anna um nóttina, gætt sér á ljúffengustu bitunum. Það þótti því auðsætt, að hann mundi ekki langt undan. Nepalbúar þeir, sem með mér voru, bjuggu til eins konar hreiður í tré einu úr greinum og blöðum. Var tréð valið með tilliti til þess, að tíg- urinn væri líklegur til að leggja leið sína nærri því, ef tekizt gæti að hrekja hann úr fylgsni sínu. Ég reið á fil að trénu og klifraði upp í hreiðrið. Nepalmennirnir fylktu síðan liði, mynduðu hálfhring, sem í voru nokkrir tugir vaskra drengja og allir fílarnir. Var maður á baki hverjum fíl. Síðan hélt fylkingin af stað og var ærið hávær. Menn æptu hástöfum og börðu bumbur i sífellu. Hávaðinn varð svo mikill, að tígrinum var meir en nóg boðið. Hann flúði úr bæli sínu, og brátt kom ég auga á hann, þar sem hann kom þjótandi niður dalverpið og stefndi næstum beint á tréð, sem hreiðrið var í. Þarna var bæði kjarr og mjög hávaxið gras, og var erfitt að greina svartrönd- óttan tigurinn, sem — eins og áður er sagt — fór hratt yfir. Gekk mér því illa að miða byssunni þannig, að ég þættist viss um að dauðskjóta villidýrið. Ég sá aðeins hnakka eða hrygg bregða snöggvast fyrir. Þegar hann færðist nær, hélt ég byssunni við vangann og reyndi án afláts að miða á haus eða í hjartastað. Þegar ég var að því kominn að skjóta, rak ég byssuhlaupið í grein. Það small í henni, ekki hátt, en nóg til þess, að tígurinn yggði að sér. Og allt í einu skauzt hann inn í þéttan skógarlund. ,,Nú sérð þú ekki framar bein eða hár af hon- um!“ hugsaði ég og var sjálfum mér mjög reiður fyrir rataskapinn. Þegar svo hjálparsveitin kom að trénu, sem ég sat í, kleif ég niður og baðst þess að fá fíl sem reiðskjóta. „Hreiðrið er ekki við mitt hæfi,“ sagði ég. Jú, jú, mér var valinn stór og veiðivanur fíll. Svo var liðinu fylkt á nýjan leik, og nú skyldi umkringja tígurinn. Lundurinn, sem hann hafði horfið inn í, var ekki ýkjastór. Aðstoðarmenn mínir trumbuðu og æptu, en tígurinn kom ekki í ljós. Loks komum við út á sléttu, sem vaxin var háu, bylgjandi grasi. Allt í einu sá ég eitthvað marglitt á hreyf- ingu beint fram undan fílnum. Og í sama vetfangi þaut tígurinn upp úr grasinu og réðst á reiðskjóta minn. Hann stökk á höfuðið á fílnum og beitti bæði klóm og kjafti. Það var erfitt að koma skoti á villidýrið, því að fílnum gerðist nú heldur en ekki órótt. Hann tvísté og öskraði ógurlega af sársauka. Ég skaut, og kúlan kom í kviðinn á tígrinum. Hann æstist um allan helming, og ég óttaðist nú, að hann mundi stökkva á mig. En ég kom á hann skoti, sem hitti í hjartastað, og svo hné hann þá niður og lá brátt í dauðateygjunum í grasinu. Höfðingi sá, sem réð fyrir þeim mönnum, sem voru í hjálparsveitinni, sagði, að þetta væri stærsta tígrisdýr, sem hann hefði séð. Við vógum skrokkinn, áður en við flóum hann. Hann vó 260 kíló.“ 42 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.