Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.07.1959, Blaðsíða 13

Dýraverndarinn - 01.07.1959, Blaðsíða 13
FRÁ YNGSTU LESENDUNUM BÖRN og unglingar gefa nú Dýraverndaranum meiri og meiri gaum, senda honum myndir og smásögur. Þykir ritstjóranum þetta góðs viti, því að undir afstöðu hinnar uppvaxandi kynslóðar er það komið, hvernig málstað þeim, sem blaðið styður, er borgið í framtíðinni. Myndin á forsíðu þessa tölublaðs er gjöf frá ungum vinum í Reykja- vík, og hér á eftir fara tvær frásagnir frá drengj- um, sem eiga heima í sveit. Mun blaðið birta framvegis frásagnir frá yngstu lesendunum, þegar þær berast því, og láta þær myndir fylgja, sem sendar verða. Gaman er, að getið sé aldurs þeirra, sem senda sögur eða myndir. Fjárskaði Það var 9. október 1958, að afi minn fann eina kind, sem hafði drukknað í sjónum. Pabbi minn var þá ekki heima. Hann á litla dráttarvél, og er stundum hafður aftan í henni heysleði. Bróðir minn, sem er tólf ára, kann að aka dráttarvélinni, og var nú ákveðið, að hann sækti kindina. Fórum við með honum, afi minn, ég og tveir litlir bræður mínir. Þegar við vorum komnir svo sem hálfa leið, sáum við eitthvað veltast í flæðarmálinu. Við fórum og gáðum að því. Það var þá dauð kind. Ég óð út í sjóinn og dró hana á land. Hún var látin á sleðann. Ég og litlu bræður mínir fórum því næst gangandi heim, en afi og stóri bróðir minn héldu áfram á dráttarvélinni og sóttu kindina, sem afi minn hafði fundið. Þeir komu ekki heim fyrr en seint um kvöldið. Þeim hafði gengið frekar illa, því svell hafði brotnað undan dráttarvélinni. Daginn eftir fórum við bræðurnir og afi með sjónum og fundum fjórar dauðar kindur. Svo rak „Komdu kisa mín, kló er falleg þín“ þrjár til viðbótar. Alls voru það því níu kindur, sem fórust. Pabbi átti sex og ég eina, og systir mín, sem er á fyrsta árinu, missti lamb, sem ég gaf henni undan minni kind. Það var allt annað en skemmtilegt að tína blessaðar skepnurnar upp úr sjónum. Mér þótti vænt um mína kind, og alla hér á heimilinu tekur sárt til fjárins, því að við þekkjum það allt — og allt eru þetta vinir okkar. Samúel J. Guðmundsson, Grænhól. Bleikur Bleikur er hestur, sem pabbi keypti vorið 1932. Hann er því orðinn mjög gamall, en furðu hress og hraustur, enda hefur verið farið vel með hann. Haustið 1955 keypti pabbi annan hest, fékk hann hjá bróður sínum. Hesturinn heitir Smári. Fyrst þegar hann kom til hinna hestanna, þá var Bleikur skrýtinn. Hann rak hina hestana langt upp í girðingu. Svo fór hann ofan eftir til Smára og fór að fljúgast á við hann og reka hann aftur og fram um alla girðinguna. En Smári, sem er ungur og afar sprækur, var þá ekki ráðalaus. Hann hljóp í logandi spretti til hinna hestanna. Bleikur hljóp á eftir, en gat ekki fylgt Smára. Þegar Smári kom til hestanna, var Bleikur orðinn langt á eftir. Smári fór svo að heilsa hryssunni, þefa af henni og skoða hana. Hún hvíaði hátt. Þá varð Bleikur afar vondur. Hann réðst á Smára, en Smári vildi ekki lenda í áflogum við hann og þaut af stað, dýraverndarinn 45

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.