Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1959, Blaðsíða 5

Dýraverndarinn - 01.09.1959, Blaðsíða 5
Svolítið um strútinn Tegundir og heimkynni ALLIR strútar eru stórir fuglar nema kvívíarnir á Nýja-Sjálandi. Þeir eru ekki stærri en fullorðin ítölsk hæna. Aðrar tegundir eru Afríku-strútur- inn, sem oftast er átt við, þegar talað er um strúta eða þeim lýst, kasúarnir á Nýju-Gíneu og í norð- austur hluta Ástralíu, emúarnir í öðrum hlutum Ástralíu og nandúarnir í Suður-Ameriku. Hjá þremur síðastnefndu tegundunum eru það karl- fuglarnir eingöngu, sem unga út eggjunum, enda eru kvenfuglar sumra tegundanna haldnar þeirri ónáttúru, að þeir éta bæð egg sín og unga, ef karlfuglinn gætir þeirra ekki nægilega vandlega. Engir strútar geta flogið, og kvívíarnir hafa ekki einu sinni vængjastúfa. Það, sem hér fer á eftir, á fyrst og fremst við Afríkustrútinn: Átthagar og útlit Afríkustrúturinn á heima á þurrum grassléttum sunnan við miðjarðarlínu og er nábúi Zebradýra °g antílópa. Hann lifir eingöngu á grasi, en étur sitthvað, sem fyrir honum verður og hann vinnur á eða getur kyngt. Því er það, að í dýragörðum étur hann stundum ýmislegt, sem verður honum að bana, og getur hann þó melt alltormelta fæðu, enda gleypir hann steina, sem mylja fæðuna. Hann er stærstur allra fugla, hefur ekki mjög smáa vængi, en getur ekki flogið, því að engar fanir eru á fjöðrunum. Hann hefur aftur á móti mjög langa og sterka fætur, og eru á þeim hvassar klær. Hann notar fæturna sér til varnar, sparkar af reginafli, og skera þá klærnar eins og hárbeittir hnífar. Þegar hann hleypur hraðast, kemst hann að sögn hálfan kílómetra á einni mínútu. Eru þá fjórir metrar milli sporanna. Karlfuglinn er svart- ur, en ljósar og litskærar fjaðrir í vængjum og stéli, kvenfuglinn er hins vegar brúnn. Ekkert fiður er á hálsinum, sem er mjög langur og sveigð- ur líkt og á álft. Þó að strúturinn þoli vel að vera vatnslaus löngum og löngum, heldur hann sig í nánd við lindir eða polla og fer að vatnsbóli einu sinni á dag, og er þá gjarnan í félagsskap antí- lópa eða zebradýra, sem treysta mjög á árverkni hans gagnvart hvers kyns hættum. Hann þambar ósköpin Öll, rekur nefið niður í vatnið og fyllir það, réttir sig síðan upp og rennir niður. DÝRAVERNDARINN 53

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.