Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1959, Blaðsíða 11

Dýraverndarinn - 01.09.1959, Blaðsíða 11
Merkileg fœðingarathöfn Skógarvörður einn á friðuðu landssvæði á eynni Ceylon segir merkilega sögu í „Náttúrufræðing" þeirra Ceylonsbúa. Þar sem fíllinn er hófdýr, leyfi ég mér að nota orðin hryssur og fyl í þýð- ingu þeirri, sem hér fer á eftir, en hún er úr blaði norska dýravemdunarfélagsins, Dyrenes vern. Ritstj. „Skógarvörðurinn var á eftirlitsferð um þjóð- garðinn Yala á suðurhluta Ceylon, þegar hann af tilviljun varð sjónarvottur að því, að fíll var í heiminn borinn. Hann stóð grafkyrr bak við stóra steina og fílarnir urðu hans ekki varir. I náttúrufræðiriti, sem gefið er út á vegum ríkis- ins, segist honum meðal annars þannig frá: Eftir því sem nær dró fæðingunni, tók hryss- an meir og meir að óróast. Hún stjáklaði um rjóðrið, lagðist og stóð upp — aftur og aftur. Fram að þessu höfðu sjö hryssur haldið sig hjá henni, eins konar ljósmæður, en nú hurfu sex þeirra á brott. Eftir varð aðeins ein gömul hryssa hjá þeirri fylsjúku. Þó komu hinar öðru hverju tvær og tvær í einu, huguðu að hvað fæðingunni liði og fóru siðan. Fæðingin virtist þó ganga mjög vel og þjáninga- lítið, þegar þar að kom, því að móðirin ekki svo mikið sem stundi. Undir eins og fylið var í heim- inn borið, stóð hryssan á fætur og gekk tíu, tólf skref frá afkvæmi sínu. Siðan hóf hún ranann og gaf frá sér hátt hljóð, sem ekki var með öllu ólíkt því, að blásið væri í lúður. Og nú heyrðist fyrirgangur mikill utan úr skóg- arþykkninu. Svo komu ljósmæðurnar steðjandi inn í rjóðrið með brauki og bramli og miklum lúðurhljómum. Þær flykktust um móðurina og klöppuðu henni með rananum, og svo blésu þær í lúðra sína á milli. En skyndilega viku hryssumar sér allar átta að fylinu, eins og eftir gefnu merki. Ein hryssan vafði rananum varlega um fylið, lyfti því tvo metra frá jörðu og setti það siðan gætilega niður aftur. Svo skipuðu allar hryssumar sér í röð og gengu hver af annarri fram hjá greyinu litla. Og um leið blésu þær á það stroku af smágervum sandi. Aftur stilltu þær sér í röð, gengu fram hjá fylinu og blésu á það, og á þessu gekk í fullan hálftíma. Þá vom þær búnar að þurrka það, og það var staðið upp og orðið stöðugt á fótum. Það fór til einnar hryssunnar af annarri og reyndi að sjúga þær, en fann að lokum móðurina, sem lagðist varlega á hnén, svo að vesalingurinn litli gæti fengið sinn fyrsta saðning. Asninn var skólaus og kom til skjaldbökufjöl- skyldu og baðst hjálpar. Skjaldbökupabbi brást vel við og fór strax að smíða skeifur. Hann notaði skjaldbökumömmu fyrir steðja. Asninn beið í dyr- unum. Við og við hrein hann hátt og barði sig með halanum af ánægju. Svo sagði hann: „Þetta er nú karl, sem kann til verka, og þá má nú segja, að kerlingin hans sé til margs nyt- samleg“. DÝRAVERNDARINN 59

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.