Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1959, Blaðsíða 13

Dýraverndarinn - 01.09.1959, Blaðsíða 13
UPPRUNI HUSDÝRANNA AS nokkru eftir bók R. H. Franzés, Undur dýralífsins Hvenær byrjuðu mennirnir að hafa húsdýr? Hvenær varð hundurinn vörður okkar og tryggur förunautur, hvenær varð hesturinn vinnufélagi okkar, hvenær tókum við að lifa á kúm, kindum og svínum — og á hvaða tímabili hófst það sam- band okkar við húsdýrin, sem ennþá virðist ekki enda nær, þó að lítið eitt hafi losnað um það, hesturinn sé til dæmis ekki eins mikið nytjadýr og áður, þar sem bílar, jámbrautir og dráttar- vélar hafa meir og meir rutt sér til rúms. Notk- un húsdýra og ræktun nærandi jurta — við gæt- um vel kallað þær húsjurtir — er hið raunveru- lega upphaf allrar menningar. Þess vegna er sögulega mikilvægt að geta gert sér grein fyrir, hvenær tamning húsdýranna hófst og með hverju móti. Með tilliti til fortíðarinnar er það lærdómsrikt, að ennþá eru til þjóðir, sem ekki hafa nein hús- dýr. Má þar nefna Ótómakana við Órincófljót- ið í Suður-Ameríku, veddana á Ceylon og svert- ingjana i Norður-Ástralíu og Queenslandi. Þess- ar þjóðir hafa ekki einu sinni svörtu svínin, dúf- umar og hænsnin, en þau dýr em húsdýr jafn- vel hjá íbúunum á afskekktustu eyjunum í mel- aníska eyjaklassanum í Kyrrahafi, t.d. hjá mann- ætunum á Vaníkóró og Mallíkóró. Vöntun húsdýra hjá frumstæðum þjóðum sýn- ir og sannar, að veiðimennskan er eldri og frum- stæðari en ræktun húsdýra, því að ástraliunegr- ar og frumstæðustu villimennirnir í hitabeltinu stunda dýraveiðar. Veiðináttúran er dýrunum eig- inleg, en aðeins tvær dýrategundir, maurar og ter- mítar, hafa húsdýr. Á eldfornum myndum, sem fundizt hafa, getur hvergi að líta skepnur á beit, en aftur á móti dýr, sem menn eru að veiða. I alda- raðir var ísaldarmaðurinn mikil og áköf veiðikló, en það var ekki fyrr en seint og um síðir, að þeirri hugmynd skaut upp að temja dýr og hafa þau ávallt hjá sér. Frumstæðir ættflokkar við Órincó- fljótið hafa tamið krókódílsunga, og er hann að snudda milli kofahrófanna, sem eru bústaðir þess- ara ættflokka. Ýmsir fornaldargrúskarar hafa hugsað sér, að tamning hundsins sé þannig til komin: Enn er það staðreynd, að sjakalarnir flykkjast um tjöld hirðingjanna í Austurlöndum, og telja má, að úlfamir hafi einnig verið á reiki við hol- ur og hella steinaldarmannanna í Evrópu. Ylfingj- Það heyrðist grimmdarurr í Kjóa, en eymdarvæl i hinum. Þegar að var gáð, sáum við bröndótta kisa hanga á framlöppunum út af mænienda fram- hússins, en Kjói sat uppi og varnaði honum upp- komu. Mjög hátt var niður, og er hætt við, að illa hefði farið fyrir bröndótta kisa, ef við hefðum ekki komið til bjargar. Kostulegur vei&iköttur GRÁI KISI var heldur lélegur til veiða, þó að þetta væri annars mesti myndarköttur. Hann slysaðist til að ná í rottu eða mús stöku sinnum, en fuglum náði hann alls ekki, og var það raunar vel, þó að honum hafi auðvitað fallið það miður. En ekki vantaði hann tilburðina. Hann læddist að smáfuglum, eins og katta er siður, en þegar í stökkfæri var komið, rak hann jafnan upp ves- aldarlegt mjálm. Var þá ekki að sökum að spyrja, þvi að auðvitað flugu fuglarnir upp. Við krakkarnir vorum mjög hissa á þessu hátta- lagi kattarins, vorum stundum beinlínis hneyksl- uð, þó að við vildum gjaman, að fuglarnir slyppu, en oft gátum við ekki annað en skellihlegið, þegar grái kisi rak upp mjálmið, enda var hann ærið skömmustulegur, þegar fuglarnir flugu upp rétt fyrir framan nefið á honum. Við héldum helzt, að þetta mjálm kisa á óheppilegasta andartaki stafaði af eins konar glímuskjálfta í kettinum. Ingólfur Davíðsson. DÝRAVERNDARINN 61

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.