Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1959, Blaðsíða 15

Dýraverndarinn - 01.09.1959, Blaðsíða 15
Kettlingar í fötu Skartgjörn zebrakerling Þessir fallegu kettlingar eiga heima í Reykjavík. Myndina fékk Dýraverndarinn frá sama piltinum og forsíðumyndina í síðasta tölublaði. Að hverju skyldu þeir nú vera að hyggja, líklega að vini sínum með ljósmyndavélina, en annars er það ærið margt, sem getur vakið forvitni slíks ungviðis, sem helzt vill vera með nefið niðri í öllu. Nasi heitir kisinn og telpan Ragnheiður. Þau eru miklir mátar. Zebrakarlinn hét Randólfur og kerlingin hans Randalín. Einu sinni varð Randólfur þess var, að Randalín hafði skroppið frá, og hann varð sár- hræddur um, að eitthvað yrði að henni. Hann hneggjaði, en hún kom ekki. Hann sagði svo við sjálfan sig: „Maður bíður stund og sér, hvað setur. Ef hún kemur ekki, fer ég að leita. Ljónin eiga nú ekki að vera á ferðinni fyrr en skyggir". Eftir stundarkorn heyrði hann fótatak. Það var — jú, það var hún Randalín, en hver ósköpin voru að sjá hana. Randalín hneggjaði og hló við: „Það er eins og þú þekkir mig ekki, elskan mín. Ég brá mér bara frá og fékk mér nýjan kjól. Ég var orðin leið á röndunum“. „Þetta er svo sem snoturt", sagði hann. „En héðan í frá skaltu heita Droplaug". „Það er fallegt af þér eða hitt þó heldur að uppnefna konuna þína“, svaraði Randalín. „Ég skil bara við þig og tek saman við hann Randver þarna“. „Droplaug skaltu heita og asni ertu“, sagði Randólfur, „ef þú gerir þig ekki ánægða með að heita Droplaug. Það er íslenzkt nafn, og Islend- ingar eru mesta greindarfólk“. „Nú, jæja“, svaraði zebrakerla. „Asni vil ég ekki heita, svo það er bezt ég sætti mig við nýja nafnið“. DÝRAVERNDARINN 63

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.