Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1959, Blaðsíða 13

Dýraverndarinn - 01.12.1959, Blaðsíða 13
Marsvínadrápið á Dalvík ÞAÐ var mikið um að vera á Dalvik kringum 20. nóv. s.l. Hvorki fleiri né færri en 1500 marsvín voru rekin þar á land og ákveðið að drepa þau og nýta til ágóða fyrir kirkju Krists þar á staðnum. Gengu menn að drápinu í sjálfboðavinnu og var í fyrstu gert mikið veður út af því í blöðunum, hve þarna yrði um mikinn gróða að ræða fyrir fótunum í stærðar skafl, sem lagt hafði yfir læk- inn. Og reyndar fundum við þar hrútinn á lækjar- bakkanum. Ég vafði Mons að mér, þegar við vor- um búnir að grafa okkur niður að hrútnum og ná honum upp, og sannarlega var ég glaður í máli, þegar ég sagði við rakkann: „Þarna hefur þú nú bjargað fyrir mig hvorki meira né minna en þrjú hundruð króna virði!“ Félagar mínir voru steinhissa, og Mons varð víðfrægur af þessu afreki meðal fjárbænda þarna í héraðinu. Oft og tíðum hélt ég fé mínu til haga inni á heiði. Þar er stórt fiskivatn, og var bátur hafður við vatnið. Þegar ég þurfti að koma fénu heim, nennti ég ekki að labba með það fyrir endann á vatninu. Ég skipaði svo Mons að gera það, en fór sjálfur þvert yfir vatnið á bátnum. Margir höfðu gaman af að sjá til okkar. Þarna reri ég beinustu leið í mestu makindum, en Mons rak féð, gætti þess vandlega, að engin kind yrði eftir. Og ekki var hann að æsa sig upp og sundra hópnum, þeg- ar kindurnar reyndust honum erfiðar. Ekki glefs- aði hann heldur í nokkra kind, en hafði til að grípa í ullina á þeim með varygð, ef þær voru baldnar og ætluðu að hlaupa afleiðis. Það var eins og hann hefði mannsvit, fór að öllu með gát, en þó festu. Mons fann fyrir mig ellefu kindur, sem fennti eða lentu ofan í gjótur, og ómetanlegur var hann rnér við daglega fjárgæzlu. Hann er heygður í túninu á Dæli. Betri fjárhund hefur enginn átt í öllu héraðinu. Á myndinni sjáið þið Mons, þar sem hann situr og horfir til fjalla handan yfir Dælisvatnið. P. P. Borgfjörð. kirkjuna og ennfremur út af fórnarlund og kirkju- legum áhuga Dalvíkinga. En svo tóku að berast allægilegar fregnir af hátterni manna við mar- svínadrápið, og var tekið svo til orða í einu blað- inu, að auðsýnt hafi þótt, að bardagafýsnin sé nokkuð rík í eðli okkar Islendinga. „Menn stungu og lömdu á báðar hendur“, stóð í blaðinu. — En er hægt að tala um bardagafýsn, þar sem ann- ar aðilinn er vopnlaus, varnarlaus? Mundi ekki nær að nefna villimennsku? Loks kom svo upp úr kafinu, að fákænska fylgdi villimennskunni, svo að tvísýnt mun, að gróði kirkjunnar verði verulegur. Áður hefur Dýraverndarinn birt greinar um sams konar mál, og skal hér ekki í þetta sinn fjöl- yrt um marsvínadrápið á Dalvík — aðeins minnt á, að marsvínin eru dýr með heitu blóði eins og hestar, kýr og kindur, og hve lengi skal leyft, og jafnvel dáð, að gengið sé að drápi þeirra kunn- áttu- og tækjalaust og af æsilegum og viðbjóðs- legum tryllingi? Mundi þykja sæma, að Skagfirð- ingar eða Húnvetningar smöluðu saman hrossa- hjörðum, lýstu því yfir, að kirkjur i þessum hér- uðum fengju gróðann af drápi hrossanna, og í krafti þess væri svo óðum hópum með hnífa í höndum á þau sigað og úr þeim murkað lífið? Frá Dýraverndunarfélagi Skagafjarðar AÐALFUNDUR Dýraverndunarfélags Skagafjarð- ar var haldinn á Sauðárkróki 27. apríl s.l. (1959). Á aðalfundinum kom fram skýrsla stjórnarinn- ar um störf félagsins á s.l. ári, og hefur starf þess verið óvenju mikið og fjölþætt á starfsárinu. I fundarbyrjun var kjörinn heiðursfélagi Jón Þ. Bjömsson fyrsti form. félagsins og stofnfélagi. Félagar nú eru um 80 manns. Þeir merkisvið- burðir og tímamót í sögu félagsins gerðust á starfsárinu að það varð 40 ára 17. júní s.l. og 28. sept. s.l. gerðist félagið aðili að stofnun Sambands dýraverndunarfélaga íslands. Mikill áhugi er nú ríkjandi innan félagsins að vinna að verndun dýra og standa vörð um, að öll DÝRAVERNDARINN 93

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.