Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1962, Blaðsíða 2

Dýraverndarinn - 01.02.1962, Blaðsíða 2
Furðulegar staðreyndir Kæruleysi, skortur á mannúð og virðingarleysi fyrir lögum landsins haldast í hendur Aflífun húsdýra hefur löngum verið mörgum bóndanum viðkvæmt mál, en hins vegar er þó eins og sumir menn, sem eiga skepnur og hafa af þeim dagleg afskipti, hafi á tilfinningunni að þeir séu að umgangast dauð framleiðslutæki, þar sem eru liúsdýr þeirra. Þeim er raunar sumum annt um þessi tæki, af því að þau gefa minni arð, ef illa er að þeim búið og um þau hirt, en eigendunum virðist ekki frekar konia til hugar, að þau séu gædd næmri tilfinningu og allmiklu skynbragði fremur en steinninn í stéttinni. Hér áður fyrrum voru notaðar hryllilegar aðferð- ir við aflífun dýra. Ekki aðeins kindur voru skorn- ar á háls, heldur líka stórgripir og hundar — minnsta kosti sums staðar. Þá var og tíðkað að rota skepn- ur með ærið frumstæðum tækjum, og fór það svo eftir lagi og samvizkusemi þess, er þetta fram- kvæmdi, hversu það tókst. Einnig voru stórgripir svæfðir — svo sem það var kallað, þ. e. oddmjóum hníf var stungið af afli i svokallaða svæfingarholu í hnakkanum á þeim. Þetta tókst allvel hjá snör- um mönnum og lagnum, en hins vegar var þó alltítt, að það mistækist, og svo ærðist dýrið, reif sig laust og æddi um með blóðbununa úr hnakkan- um. Þegar tekið var að skjóta stórgripi, áttu fæstir kúlubyssur. Gripirnir voru því skotnir með högl- um og hlaupið ekki lagt við liöfuð þeirra, því að byssurnar kipptust til, þegar skotið reið af. Því var það, að þessi aðferð tókst misjafnlega, og það sama varð uppi á teningnum eins og hjá þeim, sem mis- tókst svæfing með hnlf. Loks var það algeng venja að drekkja köttum, og mætti ætla, að svo hefði mátt um búa, að þetta tækist vel. Nú er lögboðið að farga húsdýrum með þar til hæfum kúlubyssum, og refsiákvæði laganna eru þrenns konar. Það er hægt að svipta þann, sem brýtur þau, réttindum til að hirða og eiga dýr, jafnvel ævilangt, ef brotið er dæmt mjög alvarlegt eða það endurtekur sig. Þá getur sekt orðið allt að tíu þúsund krónum, og fyrir níðingsleg brot eða endurtekin má dæma sakborning í fangelsi, og getur fangelsisdómur komizt upp í tvö ár. Yíirleitt skyldu menn ætla, að þorri þeirra manna, sem á eða umgengst skepnur, teldi sjálfsagt að hlýða aílífunarákvæðum laganna, enda virðist liggja í augurn uppi, að sú aðíerð, sem lögboðin er um af- lífun dýra, sé ekki aðeins mannúðlegri, heldur og þægilegri en allar aðrar. En sannleikurinn er sá, að enn mun sums staðar tíðkað að skera þær kindur á háls, sem slátrað er heima, og er ekki langt síðan bóndi einn á Suðvesturlandi fékk sektardóm fyrir slíkt athæfi. Þá hefur stjórn Sambands dýraverndun- arfélaga Islands nýlega komizt að raun um, að á stórbúi einu, þar sem er mikill fjöldi kúa, eru allir kálfar, sem fargað er nýfæddum, rotaðir með hamri. Hefur ráðainaður búsins borið því við, að hann trúi ekki þeim, sem kýrnar hirða og sjá um aflifun kálfanna, til að fara þannig með venjulega kinda- byssu, að ekki stafi af því voði. Þeir eru sem sé hæfir til að hirða og mjólka kýr og þá trúlega ganga lireinlega frá mjólk, en þeim er ekki ætl- andi að fara svo með kindabyssu, að ekki sé hætta á slysil Málið hefur verið kært, og er þess að vænta, að það verði krufið rækilega til mergjar, meðal ann- ars sannprófað gáfnafar og siðferðilegt ásigkomu- lag fjósamannanna — og ef þeir kynnu að reynast að gáfum og lunderni sannarlegar vanmetakindur, verði þess freistað til hins ýtrasta að útvega á búið það vel gerða menn, að þeim sé trúandi fyrir byssu. En livað sem því líður, er það íslenzku þjóðinni til mikillar vansæmdar, að allir umráðamenn búfjár séu ekki það að manni, að þeir lilýði jaínsjálfsögð- unt lagaákvæðum og þeim, sem leggja svo fyrir, að húsdýr séu aflífuð á mannsæmandi hátt, og vill Dýraverndarinn skora á alla hina ærukæru bændur landsins að láta slík lagabrot ekki liggja í þagnar- gildi, heldur kæra þau til réttra aðila. 2 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.