Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1962, Blaðsíða 5

Dýraverndarinn - 01.02.1962, Blaðsíða 5
ncjótu leóendurnir Bóndinn oá gráa merin Sjálenzk þjóðsaga í nánd við borgina Köge bjó gamall bóndi, sem átti ekki neina vindmyllu. Hann þuriti því að fá korn sitt malað hjá manni nokkrum, sem átti stærð- ar myJlu og ltafði að atvinnu að mala korn iyrir smábændur. Bóndinn átti gráa meri, sem tekin var að eldast. Einu sinni sem oftar átti hann mjöl lrjá malaran- um og þurfti að sækja það. Hann beizlaði því mer- ina og fór á bak. Ekki átti hann neinn hnakkinn, svo að hann reið berbakt. Hann ltafði aldrei kennt sér meins, en á leiðinni tii myllunnar fékk hann tannpínu. Honum brá ónotalega, því að tannpínu ltafði hann ekki fengið áður frekar en aðra kvilla, og hann sagði við sjálfan sig: „Hvað skyldi ég nú eiga langt eftir ólifað?“ Hann gat ekki slitið sig frá þessari liugsun, og loks datt ltonum í ltug, að ef hann legði sig allan fram, mundi ltonum nú ef til vill takast að reikna, ltve mörg ár væru eítir af ævi lians. „Bíðum nú við,“ tautaði hann. „Skíðgarður dug- ir í þrjú ár, hundur tórir þrisvar sinnum lengur, Iiestur þrjá hundsaldra og maður þrjár hrossævir. Látum okkur nú sjá, sú gráa, sem orðin er ærið gömul, er þriðji hesturinn í minni eigu.“ Að svo mæltu laut ltann ofan að merinni og sagði við liana: „Nú, þá ættum við eiginlega að fylgjast að úr þessum heimi, Gránu-tetur. Ojá, það mundi láta nærri, kerli mín.“ Þegar hann var að hugleiða þetta nánar, mætti liann þremur stúdentagárungum. „Nú ber vel í veiði," sagði liann við sjálfan sig °g þá gráu. „Þessir lærdómsliestar hljóta að vita meira um svona lagað en sauðsvartur almúginn. Það er bezt ég spyrji þá, ltve langt ég eigi ólifað." Stúdentarnir stönzuðu og spurðu, hvort bónd- inn gæti vísað þeim til vegar. — Þeir vildu kom- ast í næsta veitingaliús. Jú, bóndinn gat leiðbeint þeim, og þeir þökkuðu lionum fyrir með virktum. En lrann var ekki á að kveðja þá, heldur sagði: „Þið, sem sagðir eruð liálærðir og mestu spek- ingar, viljið nú víst gera mér þann greiða í stað- inn fyrir vegvísunina að segja mér, livað ég eigi eftir að tóra lengi? Það væri nógu fróðlegt að vita, live stutt ég á eítir.“ „Jahá,“ sagði sá stúdentinn, sem var bezt í skinn komið. „Þá er nú bezt ég atliugi þig svolítið nánar, maður minn. Tja, ég get ekki betur séð en útlitið þitt sé svolítið ískyggilegt, skal ég segja þér. Það kæmi mér ekki á óvart, þótt þú ættir ekki eltir að dansa liér í lieimi næstu jól!“ „Stendur heima!" svaraði bóndinn. „Jamm, þetta grunaði Gvend. Tennurnar í mér eru einmitt að svíkja. En svo er það sú gráa, þá rneri þykir mér sérlega vænt um, og nú langar mig til að spyrja þig, hvort jm haldir, að við verðurn samferða, þeg- ar ég fer af þessunr heimi?“ „Nei, nei,“ svaraði stúdentinn. „Merin þín á eftir að lifa í mörg ár, og liún á eítir að komast til mikilla metorða, — það geturðu alveg reitt þig á.“ í þessari svipan tók hann eftir því, að þrjú laus hár löfðu í faxinu á þeirri gráu, og svo sagði hann þá af nrikilli alvöru: „Nú er ég viss í minni sök, ja, hérna hef ég það: Þú ert bráðfeigur maður, því um leið og fallin eru þrjú hár úr faxinu á þeirri gráu, munt þú hníga dauður niður.“ „Guð sé oss næstur," hrópaði bóndinn. „Á ég virkilega ekki lengra óliíað! Það má þá með sanni segja um mig, að enginn viti að morgni sinn næt- urstað! Að svo ntæltu skildi með þeim, bónda og stúd- entunum. Bóndinn hafði ekki riðið nema örstutt- an spöl, þegar fyrsta hárið datt, og þá tók hann að nötra frá hviríli til ilja. Hann hélt þó áfram för sinni, en brátt féll annað hárið úr makka merarinn- ar, og bóndi varð svo af sér genginn af skellingu, að hann gat varla lafað á liryssunni. En hún stanzaði ekki, og þriðja hárið drattaði úr merarmakkanum, og um leið datt bóndinn af baki og hélt, að nú væri hann steindauður. Hann lá upp í loít með aítur augun, en taumn- um á þeirri gráu sleppti hann ekki. Hún tók þá að nusa af honum. Svo ýtti hún við honum með fram- fætinum, en liann lét ekki á sér bæra. Hún stóð DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.