Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1962, Blaðsíða 6

Dýraverndarinn - 01.02.1962, Blaðsíða 6
og stóð og varð loks leið á stöðunni, iór að tré, sem var þarna rctt hjá, og neri fram af sér beizlið. Svo labbaði hún af stað alein. Þegar bóndinn hafði fegið svona stundarkorn, hugsaði hann með sér, að hann hlyti þó að mega láta rifa í annað augað, svo að hann gæti séð, hvort sú gamla og gráa væri þarna ekki ennþá. Hann kíkti út undan öðru augnalokinu — og þá varð hann þess vísari, að merin var horfin. Hann stundi þungan og mælti: „O, já og já, — henni er víst lengra líf ætlað en mér, svo að hana sé ég auðvitað aldrei framar!" Að svo mæltu lokaði hann auganu og lá gralkyrr eins og áður. En nú vildi svo til, að aðalsmaður fór þarna um veginn ríðandi, ásamt nokkrum af sveinum sínum. Hann tók eftir bóndanum og spurði hissa, hver þetta mundi nú vera, sem þarna lægi. „Mér sýnist það vera blindfullur bóndadurgur," svaraði einn af sveinunum. En aðalsmaðurinn vildi fá frekari vitneskju um manninn og bað einn af sveinunum að fara af baki og hyggja að honum. „Hann er kannski dauður,“ sagði annar svein- anna. „Mér sýnist það gæti átt sér stað, að hann hafi dottið af baki og rotazt — og að hestur- inn hafi svo þotið út í buskann, — manngarmur- inn heldur í beizlistauminn." I þessari svipan rifaði í bæði augu bóndans, og hann mælti: „Þú átt kollgátuna. Ég er dauður, svo þið megið alls ekki snerta mig.“ Nú fóru þeir allir að hlæja. Einn af þjónunum stökk út af veginum og braut grein af heslitré. Svo kallaði hann: „Liggurðu þarna dóninn þinn og hefur okkur að háði og spotti?“ hrópaði hann. „Nú skaltu ta að kenna á greininni þeirra arna, og sjáuni svo til, hvort ekki kemur líf í þig!“ Nú var bóndinn fljótur á fætur. Hann komst að raun um, að enn væri öndin ekki skroppin úr skrokknum, og hann óskaði þess eins, að sú gráa væri komin. Það var annars bezt, að hann labbaði sig heim, hún hafði sjálfsagt rölt í þá áttina, sú gamla, og enginn þurfti að vísa henni veginn. Hann hélt af stað, en brátt kom hann að veit- ingahúsinu, sem hann hafði vísað stúdentunum á. Hann fór inn og spurði þá, hvort þeir hefðu nokk- G Grd er hryssnn og fallegt folaldið, en það er ehki aldeilis sjrílenzlti bóndinn, sem þið sjáið þarna hjrí þeim. Sltemmlileg þrenning! uð orðið varir við þá gráu, — hann hefði ekki hug- mynd um, hvar hún væri niður komin. „Merin þín,“ sagði sá holdugi, „jú, ég get sagt þér, hvað orðið er af henni. Eins og ég var búinn að spá, hefur hún öðlazt mikinn heiður og metorð. Hún er orðinn borgarstjóri í Köge. Þú skalt fara og heilsa upp á hana. Þú sérð j>á, hvort hún hefur ofmetnazt eða livort hún virðir gamlan húsbónda sinn viðlits." „Þarna komstu með ]tað,“ sagði bóndinn. „Það er tilvalið, að ég spyrji hana, hvort hún hafi ekki eitthvert embætti handa mér. Hún gæti kannski gert mig að sýslumanni." Bóndi hélt síðan af stað á ný með beizlið á hand- leggnum, stikaði í áttina til Köge, en svo var mál með vexti, að borgarstjórinn í Köge hét Mehr. Þegar bóndi kom til borgarinnar, lét hann vísa sér á bústað borgarstjórans. Þegar jjangað kotn, drap hann á dyr. Þjónn kom og lauk upp, og bóndinn spurði: „Er nrerin heima, sú góða, gamla og gráa skap- arans skepna?" „Hvern áttu eiginlega við?“ mælti þjónninn. „Ég á við borgarstjórann, sem er orðinn gamall og grár.“ „Ja-já,“ sagði þjónninn. „Hann er heima, en Jjú verður að gæta tiingu jjinnar, Jregar þú talar um hann. Komdu bara inn.“ Borgarstjórinn, sem reyndar var gamall og grá- DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.