Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1962, Blaðsíða 9

Dýraverndarinn - 01.02.1962, Blaðsíða 9
GóSvinir á Tindum Eins og lesendur Dýraverndarans kannski muna, á hann mjög góða vini a Tindum í Geiradal í Austur-Barðastrandarsýslu. Ragnheiður, dóttir Gríms bónda, er einn þeirra. Hún sendi þessar myndir fyrir skemmstu og skrifar með þeim: „Heimaalningurinn okkar í sumar hét Gosi. Hann var gulur á lit og hyrndur. Móðir hans heit- ir Nurta. Hún hafði fundið upp á því að stela lambi frá tvílembu, áður en Gosi fæddist, var þetta lítið bráðlát, og svo þegar til kom, vildi liún ekki sjá sitt eigið lamb, þó að mikið væri reynt til að fá hana til að taka það. Gosi varð því heimaaln- ingur og átti heima í fjósinu — eins og Fífill í fyrra. Hann fylgdi kúnum gjarnan í hagann fram eft- ir sumri, en þá kom það til, að Lappi, hvolptetur, tók upp á að elta Gosa og kýrnar. En Lappi var versti óvinur Gosa. Hann vildi eiga við hann í sí- felldum áflogum, og Jjað var Gosa alls ekki að skapi. Gosi þreifst vel, en Jiegar haustaði, var hann dæmdur til dauða, eins og annað fé hér á þessu grunaða svæði. Ég gaf honum aukamjólkurskammt áður en hann lagði upp í sína fyrstu og síðustu langíerð. Þegar bílnum, sem flutti hann á brott, var lokað, januaði hann sárt og brauzt um, vildi fyrir hvern mun komast til mín. Það var hart að verða að kveðja hinztu kveðju svo einlægan vin. Ragnheiður Grímsdóttir. Áheit oý gjafir Dýraverndaranum hefur borizt, síðan hann kom seinast út, áheit frá Ingu, 200 krónur og frá Birgi Guðgeirssyni 100 krónur. Ennfremur þessar gjafir: Frá Þórði Guðjónssyni, Hjallavegi 21, Reykjavík .......................... 70 kr. — Hauki Þ. Oddgeirssyni, Laugavegi 128, Reykjavík...................... 70 — — Bjargeyju Kristjánsdóttur, Blöndu- ósi ................................ 20 — — Kristínu Benediktsdóttur, Sætúni, Grunnavík, N.-ísafjarðarsýslu .... 40 — — Guðmundi Stefánssyni, Hrafnhóli, Hjaltadal........................... 25 — — Jóni Sigurðssyni, Maríubakka, Fljótshverfi ....................... 20 — Áheit og gjafir samtals 545 krónur. Dýraverndarinn þakkar hjartanlega Jaessum vin- um sínum. dýraverndarinn 9

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.