Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1962, Blaðsíða 10

Dýraverndarinn - 01.02.1962, Blaðsíða 10
Jósef gætir barns Arið' 1949 bjuggum við hjónin í þorpi austur á landi. Við áttum þá um haustið átta mánaða tlreng, sem ég lét ávallt sofa í vagni sínum úti á daginn, og alla jafnan á sama stað, heima við húsið. Þá áttum við mikinn uppáhaldskött, sem Jósef hét. (Hann var nú reyndar læða, en sá mikli katta- íræðingur, Dofri, segir, að það saki ekki hjá ketti, þó að karlkyns-nafn sé á kvendýri eða þá öfugt). Þetta var heimsins skemmtilegasti og bezti kött- ur. Ekki hafði ég orðið var við það, að kisa veitti barninu neina sérstaka athygli — eða hvar ég lét það sofa á daginn, en hún hefur nú sennilega hugs- að sitt. í sláturtíð eru annir miklar, og við hjónakorn- in hjálpuðumst að, þegar mest lá á, þar á meðal að svíða bæði hausa og lappir. Við fengum aðgang að smiðju, handsnúinni, en urðum að fara nokk- urn spöl til verksins og gerðunt ráð fyrir að vera allan seinnihluta dagsins. Tengdaforeldrar mínir bjuggu í næsta húsi, og þangað kom ég drengnum. Ég lét hann í vagninn að venju og fór með hann að tröppunum hjá húsi Jm', sem tengdaforeldr- ar mínir bjuggu í. Síðan fórum við til sviðamennsk- unnar, og gekk allt vel. Að áliðnum degi kemur tengdafaðir minn held- ur broshýr og segir, að nú hafi skemmtilegt komið fyrir heima. Kisa hafði elt mig, þegar ég fór með barnavagninn þetta lengra en ég var vön, en ég veitti því ekki athygli. Þegar ég svo fór, lagðist hún ofan á tjaldið og lá Jtar og virtist sofa. Vinnukona tengdaforeldra minna var heima og ætlaði að líta eftir drengnum. Um miðdegisleytið gefur hún hænsnunum bygg sitt og stráir Jjví hugsunarlaust nálægt vagninum. Ekki leizt kisu á bænsnahópinn svona nálægt og færði sig niður á sængina og kúrði Jjar til vonar og vara. Kona úr Jiorpinu kemur stundu seinna í heimsókn, og ætla Jiær, vinnukon- an og hún, að kíkja á drenginn, en kisa mín sagði bara nei takk, — bæði opnaði kjaft og sýndi kló, en J)að hafði hún ekki gert við neinn, svo að mér væri kunnugt. Og Jtegar tengdafaðir minn fór, kúrði hún ennjtá á sænginni. Nokkru seinna fórum við heim. Og víst var Jósef Jiar og gætti vel barnsins, en kuldaleg var kisa orð- in. Drengurinn svaf allan tímann, svo að ekki Jmrfti að etja við kisu til Jtess að sinna honum. En löggin, sem kisa fékk á skálina sína um kvöld- ið, var ekkert lap. Og Jiarna sjáið Jtið kunningjana í garðinum fyr- ir framan litla bæinn, og svo er Jósei inni á stofu- gólfi að kenna Hebu dóttur sinni glímubrögðin. Freyja S. Jónsdóttir. Suriur og krekkjafílarnír I skugga pálmanna Surtur sefur, og svefninn fróun og unað gefur, svo engin hrelling né hætta er til, — nei, honum gengur nú allt í vil. En fílar tveir eru glettnir gantar, já, gamansamir og reyndar fantar; þeir hvísla: „Hart er að hlusta á hrotur Surts, en þær deyfa má!“ Af vatni ranana fljótt þeir fylla, — þá fer hann Surt að dreyma illa. Hann vaknar og hugsar með sjálfum sér: „O, sjálfsagt get ég nú forðað mér!“ Og þegar þeir sprauta, sér flötum fleygir og flissar og iðar og glettinn segir: „Þar fenguð þið, piltar, bezta bað, bara J>ið gætuð nú munað það!“ 10 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.