Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1962, Blaðsíða 12

Dýraverndarinn - 01.02.1962, Blaðsíða 12
Köttur á kynlegu ferðalagi Það var eitt sinn, þegar Sigurður Eyjólfsson, sem lengi var skólastjóri á Selfossi og nú er fulltrúi í skrifstofu fræðslumálastjóra, var að koma heirn úr skólanum, að hann lieyrði kveinan ámáttlega, um leið og hann kom að bíl, sem stóð úti fyrir húsi einu. Bíllinn var einn af hinum stóru mjólkur- flutningabílum Kaupfélags Árnesinga. Sigurður nam staðar og leit á bílinn, því að honum heyrðist liljóðið koma þaðan, en þar sá hann ekkert kvikt, og bílstjórann gat hann ekki spurt, því að hann var ekki í bílnum. Sigurður hélt síðan áfram, en hafði ekki farið nema nokk- ur skref, þegar hann heyrði á ný hina aumkunar- legu emjan. Þóttist hann nú nokkurn veginn viss nm, að hljóðið kæmi úr kattarhálsi, og frá bílnum virtist það berast. Hann gekk því að ferlíkinu og skyggndist undir jrað. Þar var ekkert að sjá nema blauta leirklumpa, sem draup af vætan, því að veg- ir voru auðir og blautir. Hann hugðist síðan halda heim, en heyrði brátt enn á ný hina aumlegu kvein- stafi. Brá hann þá við og skoðaði vandlega undir bílinn, og nú kom hann auga á kattarvesaling, sem húkti ofan á benzíngeyminum. Sigurður seildist þegar eftir kisu, sem reyndist hálfvaxinn kettling- ur. Hann skalf af kulda, enda var hann rennvot- ur og drifinn vegarfor. Hann mjálmaði í bænar- tón og hjúfraði sig upp að Sigurði, og Sigurður hraðaði sér með hann heim til sín. Þar var honunr tekið af líknarhöndum. Húsfreyja þreif af hon- um verstu forina, gaf honum yljaða mjólk og síðan fisk — eins og hann hafði lyst til. Þau hjónin þóttust sjá á því, hvernig kisi var út- leikinn, að hann mundi ekki vera Selfyssingur, heldur kominn langt að. Þau öfluðu sér vitneskju um, að bíllinn hafði sótt mjólk upp í Hreppa þenn- an rnorgun, og var nú það ráð tekið að leita að- stoðar stúlknanna á símstöðinni. Og eftir eina þrjá daga fréttist, að einmitt þann dag, sem Sigurður fann kisa, hefði köttur horfið á Hæli í Gnúpverja- hreppi. Þar á iilaðinu hafði bíllinn staðið stundar- korn, því að bílstjórinn hafði þurft að skreppa inn og hitta fólk að máli. Kisi hafði gerzt forvitinn um bílinn og stokkið upp á benzíngeyminn, ekki verið Yngstu lesendur Dýraverndarans láta sér annt um fugl- ana og hreiður þeirra, egg og unga. Þess vegna eiga þeir að ámálga það við feður sína að brenna eklti sinu eflir 1. mai. Þessi mynd var lekin um mánaðamótin rnai—júní í fyrra, og fjöldi fugla hefur misst egg og unga — misst allt sitt'. „Kjólfötin min eru í hrcinsun." búinn að ljúka snuðri sínu, þegar bílstjórinn ók úr hlaði — og síðan trúlega orðið svo miður sín af skelfingu, að hann hafði ekki þorað að stökkva oían af geyminum. Kisa, sem orðinn var hinn lnessasti, var íengið bílfar upp í Hreppa, en nú var hann sem hver ann- ar virðulegur farþegi og kom þurr og vel til hafð- ur heim í hlað á Hæli, þar sem biðu hans fagn- andi smávinir. 12 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.