Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.08.1962, Blaðsíða 2

Dýraverndarinn - 01.08.1962, Blaðsíða 2
Alvariegt vandamál Mývetningar telja sér fjárhagslega nauðsyn að láta fé ganga á afrétt fram á jóla- föstu. Ýmsir fávísir kaupstaðabúar töldu þetta fjárhættuspil, en nauðsyn brýtur lög. Þörf á bjargráðaráðstöfunum af hendi opinberra aðila. NOTKUN VETRARBEITAR. Það var fastur vani og brýn nauðsyn hér áður á árum, að íslenzkir bændur notuðu sem allra bezt vetrarbeitina, og surns staðar var staðið daglangt yfir fénu, sem til beitar var haldið. Lágu til þess þrjár ástæður. Fjármaðurinn hafði með sér reku og mokaði snjó af grasinu, braut jafnvel á brota til þess að hjálpa fénu og örva það við að ganga þarna að mat sínum. Þá var og hlutverk fjármannsins að koma í veg fyrir, að féð leitaði heim, áður en nauð- syn bæri til, og loks bar yfirstöðumanninum að hafa gát á veðurhoríum og reka féð að húsi í tæka tíð, ef útlit var fyrir áhlaup. Eins og þegar hefur verið tekið fram, var þessi mikla og vandhæfa notkun beitarinnar skilyrði fyrir bjarglegri afkomu þorra bænda, því að fáir bændur áttu þess kost að heyja fyrir fé sitt á ræktuðu landi, og margir bjuggu við afarlélegar og auk þess ógreiðfærar og jafnvel furðu fjarlægar engjar, og þá var ekki kostur allra þeirra heyskapartækja, sem nú flýta fyrir og draga úr erfiði bóndans. Eina bótin var sú, að vinnuhjú fengust þá fyrir tiltölulega lítið kaup, samanborið við það, sem nú er krafizt, en samt sem áður var það svo, að hjá mörgum bóndanum þoldi ekki búið að bætt væri við á matarforðann vinnumanni og vinnu- konu, hvað þá kaupi þeirra. Svo var þá margur ein- yrkinn hér áður fyrrum, rétt eins og nú. Nú eru fjölmargir bændur gersamlega hættir að nota vetrarbeit, jafnvel þar sem hún er kjarngóð. Með þeim heyskaparskilyrðum, sem nú eru fyrir hendi, þykir þeim borga sig bezt að ala féð inni, bæði sakir kostnaðar við fólkshald, ef fólk er þá fáanlegt, og af þeim sökum, að féð verði afurða- meira og vanhöld minni, ef það sé kappalið og óhrakið í húsi. Þó er viðurkennt, að þar sem nýtur við góðs og natins fjármanns, sem fylgist vel með holdaíari og líðan hjarðarinnar, er síður en svo ill meðferð á fé að halda því til beitar. Útivistin herð- ir það, gæðir það seiglu og gerir það hraustara, þótt raunar yrði reyndin sú hér áður, að fyrir bráðafári stæði það berskjaldað. ÞUNGAR BÚSIFJAR. En flestum þykir enn í dag sjálfsagt að nota sér góða hausttíð og beita fé sínu eins lengi fram eftir og það fer ekki að leggja af, svo að neinu nemi. Ekki þykir þetta sízt vænlegt, þegar tíð er svo góð, að ærnar bæta við hold sín, þá er þær hafa losnað við dilkana. En svo góðir hagar eru til sums staðar á landi hér. Hins vegar er svo það, að þarna virð- ist ráð, ekki síður en á öðrum sviðum, að stilla i lióf kröfum sínum til veðurguðanna og hafa í hyggju, að þeir telja ekki fjárgæzlu, hvað þá dag- lega smölun í sínum verkahring. Hefur mönnum ærið oft orðið hált á að treysta þarna á Guð og lukkuna, orðið miklir og mjög tilfinnanlegir fjár- skaðar og menn og fé lent í hrakningum. Einna mesta athygli alls slíks vöktu þau harðræði, sem smalamenn Mývetninga og fé þeirra varð fyrir á öndverðri jólaföstu s. 1. vetur. Austan við Náma- skarð er mikil og kjarngóð víðátta. Mun vera um 37 kílómetra vegalengd frá skarðinu og austur að Jökulsá á Fjöllum — og mikil er víðáttan bæði til norðurs og suðurs. Þarna gekk fé Mývetninga allt fram á jólaföstu, og mun enginn vafi á því, að vel hafi farið um það, meðan veðráttan var mild og hagstæð. En ekki er ósvipað að hafa fé sitt fram á jólaföstu á þessum slóðum og að Biskupstungnamenn og Laugardælir hefðu sinn fénað norður við Haga- vatn, bændur í Lundarreykjadal létu sitt ganga á svæðinu austur af dalnum allt til Skjaldbreiðar og 34 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.