Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.08.1962, Blaðsíða 4

Dýraverndarinn - 01.08.1962, Blaðsíða 4
talið. Þeir segja, að þeim sé bráðnauðsynlegt að nota afréttarbeitina, svo sem þeir gerðu s. 1. haust og fram á vetur, og sé það fjarstæða og fjandskapur að liggja þeim á hálsi fyrir það, sem vakti alþjóðar- athygli og víða hrylling. Sá, er þetta ritar, minnist þess, að sumarið f920 hélt því fram landskunnur maður á Austuriandi og mikill fjárbóndi, að hor- fellislögin væru ekki annað eða meira en hlálegt pappirsgagn, sem að engu væri hafandi, en þá um vorið ielldu ailmargir bændur í sveit hans og víðar mikinn hluta fjárstofns síns. Þessi höldur sagði, að ekki væri unnt að búa á íslandi án þess að tefla svo á tvær hættur um ásetning, að fyrir gæti komið, að menn misstu meirihiuta fjár síns. Höfundi greinar þessarar kom þetta kynlega fyrir, en heyrði hins vegar menn þarna eystra tala um það án allrar leyndar, hve margt þessi eða liinn hefði misst úr hor, svipað og talað var um missi af völdum bráðafárs og síðar mæðiveiki. Nú mun viðhorfið gagnvart hor- fellislögunum vera allmikið breytt í þeim sveitum, sem þarna er um að ræða, og mun sú skoðun, sem sá, er þetta ritar, hélt fram og var uppalinn við, hafa orðið ofan á. Fyrir fáum árum var hér í blaðinu varað við þeirri hættu, sem hinu dásam- lega fuglalífi við Mývatn mundi stafa af óhóflegum netalögnum, og því var ennfremur spáð, að þær gætu haft óheillavænleg áhrif á stofn hins verð- mikla og víðkunna Mývatnssilungs. Mývetningar — minnsta kosti sumir — töldu sig þarna betur vita, en einhver vanhöld munu hafa reynzt á vizku þeirra í þessum efnum... En þrátt fyrir nokkra reynslu af því, að hinir ágætu bændur séu ekki alltaf óskeikulir dómarar í málum sjálfra sín, þykir höfundi þessarar greinar lítt sæmandi að taka ekki trúanlegar þær fullyrðingar forsvarsmanna Mý- vetninga, að bændur í Mývatnssveit séu neyddir til þess, afkomu sinnar vegna, að láta fé sitt ganga sjálfala fram á vetur á hinum geipivíðáttumikla af- rétti og eiga á hættu hrakninga á mönnum og fé og stórfellda fjárskaða. En um leið og greinarhöf- undur ákveður að taka þessar fullyrðingar trúanleg- ar, sér hann, að af þeim verður að draga mjög alvar- legar ályktanir. RÓTTÆKAR AÐGERÐIR ERU AÐKALLANDI. Það er vitað mál, að íslenzku tíðarfari er þannig liáttað, að vetur gengur í garð í öllu venjulegu ár- ferði ekki síðar en upp úr veturnóttum og stund- um mun fyrr. Mundi því ekki of sagt, að sá bóndi væri ekki vel undir vetur búinn, sem ekki gerði ráð fyrir, að hann þyrfti að hafa fé sitt í húsi og hygla því eitthvað úr því að komnar eru veturnætur. Og það mundi vera allra manna mál, sem til þekkja, að eftir að sá tími sé kominn, þurfi vart að búast við þeirri kurteisi og nærgætni af veðurguð- unum, að þeir, þá er þeir bregða til liins lakara, fari hægt og varlega í sakirnar og gefi mönnum þess kost að smala á nokkrum dögum í sæmilegu veðri og skyggni afrétt, sem er nokkur hundruð fer- kílómetrar að flatarmáli, og reka svo fé sitt af var- ygð heim í allgóðu færi. íslenzk veðravöld eru engu síður vís til að hafa þann háttinn á að breyta til með ekki tveggja, þriggja daga, heldur viku til hálfsmánaðar harðviðri með blind-öskubyl. Þess vegna er það, þegar forsvarsmenn Mývetn- inga eru teknir trúanlegir, að beinlínis er skylt að gera sér grein fyrir, að hér er upp komið mikið og alvarlegt vandamál, sem varðar í rauninni þjóðina alla, sem sé það, að í einhverri mestu menningarsveit landsins, þar sem búa á fjórða hundrað manns, sé alls ekki búandi í venjulegu íslenzku árferði. Ber því Stéttarfélagi bænda, Búnaðarfélagi íslands og landbúnaðarráðuneytinu — og raunar stjórnar- völdum landsins í heild að setjast á rökstóla með forsvarsmönnum Mývetninga og leita úrræða um það, með hverjum liætti koma megi í veg fyrir, að þessi undurfagra menningarsveit leggist í eyði, þegar stundir líða. Sverrir bóndi Gíslason í Hvammi, sem er formaður stéttarfélags bænda, er vitur maður og röggsamur, og víst er um það, að af allmikilli alvöru tók hann þeirri staðreynd, að nokkrir bændur í tveim hreppum í hans sýslu urðu berir að illri meðferð á fé sínu í vetur sem leið. Er hann líklegur til að spara hvorki gáfur né starfs- krafta tii að koma því til vegar, að vel og drengi- lega verði brugðizt við hinum mjög alvarlega vanda Mývetninga, sem er næsta uggvænlegur þjóðinni allri. Annars virðist það ekki síður að þakka snjóhund- um en mönnum, að tjón Mývetninga varð ekki meira en raun bar vitni, því að hundarnir grófu fjölda fjár úr fönn. Virðist það vera allmikið nauð- synjamál að hreinrækta það hundakyn, sem reyn- ist bezt til slíkrar björgunar. 36 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.