Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.08.1962, Blaðsíða 5

Dýraverndarinn - 01.08.1962, Blaðsíða 5
Vanéert er ógert Alþingi þykist nú hafa gert mjög vel, þar eð það hefur samþykkt að ríkið gjaldi tólf krónur fyrir hvern skotinn svartbak, og víst er um það, að ekki er ótrúlegt, að ýmsum ofbjóði slík eyðsla á ríkisfé, og skai nú athugað, hve í þessu felast virkar og róttækar ráðstafanir til útrýmingar svartbak. Ég vil þá fyrst fara nokkrum orðum um það, hve skaðlegur hann er fuglalífi og atvinnu manna á ýmsum stöðum á landinu, þó að á það mál hafi áður verið minnzt hér í blaðinu. Svartbakurinn er mikill vágestur í varpi, étur egg og unga, meira að segja þó að þeir séu orðnir allstórir, og hann drepur oft bráð sína á hrylli- fegan hátt. Þar sem honum hefur fjölgað geisimik- ið á síðari árum, bæði vegna góðs árferðis og fyrir það, að menn þykjast ekki upp á það komnir eða hafa tíma til að skjóta hann sér til matar hefur hann minna af því æti, sem hann lifði mjög á áður, og svo veldur hann þá miklu meira tjóni en hann olli hér fyrrum á fuglalífi og eggverum. Einkum leggst hann á æðarunga, og svo gráðugur er hann, að hann gleypir stundum einn af öðrum, án þess eð gefa sér tóm til að melta á milli. Loks er svartbakaurinn erfiður þeim, sem leggja stund á selveiði með byssu — eða refaveiði. Hann sveim- ar gjarnan yfir veiðimanni, sem liggur í leyni — eða er að læðast að veiði, og svo gefur hann frá sér sérkennileg og næstum bjölluklingjandi liljóð, sem bæði selurinn og tófan vita, hvað þýðir — og þau eru svo ærið fljót að bregða við og forða sér. Hefur mér oft gramizt illilega við svartbakinn, bæði sem veiðimanni og fuglavini. Það, sem sérstaklega hefur verið gert til að út- rýma honum, er að eitra egg. En sú aðferð hefur yíir- leitt gefizt jafnilla og liún er ljót og miskunnar- laus, en miskunarlausa tel ég hana, þó að svartbak- nrinn eigi í hlut, því hann mun ekki hafa etið af skilningstré góðs og ills. En svo vitur er hann, að hann lærir fljótt að forðast eitraðan niðurburð, — það er alveg víst. Það eru ekki margir fuglar af allri svartbaksmergðinni, sem eitrið drepur, en hins vegar fækkar eitrunin erninum, því þar er ekki af miklu að má. Það var þó trú margra, að hægt væri dýraverndarinn að ráða niðurlögum svartbaksins með eitruninni, þótt reyndin hafi orðið sú, að þessurn skaðræðis- fugli, sem veldur áreiðanlega árlega beinu tjóni, sem nemur mörgum hundruðum þúsunda, fjölgar mjög ört. í vetur gafst lilustendum útvarpsins kost- ur á að heyra samtalsþátt, þar sem Sveinn Einars- son veiðistjóri átti tal við Gísla bónda Vagnsson á Mýrum í Dýrafirði, og þar skýrði Gísli skilmerki- lega frá árangri og afleiðingum eitrunarinnar, og þarf þar ekki miklu við að bæta, enda Gísli merk- ur maður, athugull og skilorður og vandur að virð- ingu sinni, og hann hefur haft tækifæri tif að at- huga það, sem hann ræddi um, einhver mesti og hagsýnasti æðarvarpsbóndi landsins. Eins og ég minntist á áðan, hafa menn hliðrað sér hjá að skjóta svartbak upp á síðkastið, og þó eink- anlega eftir að eitrunin hófst. Þau smánarverðlaun, sem fyrir það voru goldin, freistuðu einskis manns, en svo vaknaði hjá þeim, sem höfðu skotið svart- bakinn sér til matar, ótti um það, að eitrið gæti borizt með íugli og orðið sjálfum þeim og öðrum að bana, en annars er svartbakur — og þó einkum ungfuglinn, góður til matar. En er nú líklegra, að hafin verði skotherferð að svartbaknum, eftir að verðlaunin eru komin upp í þessar tólf krónur, sem áður hefur verið um getið og sumum þykir bruðlun af hendi þingmanna? Svartbakurinn ferðast mikið, þegar honum líkar ferðaveðrið, en ferðalög iðkar hann mest á veturna, þegar stormur er og kuldi, en ekki snjókoma — hvað þá blindbylur. Og þegar hann er í þessum ferðalögum, er tækifæri til að eyða lionum — ekki með eitrun, heldur með skotum. Það vopnið, sem lielzt dugar, mun vera haglabyssa, en byssan þarf að vera góð og skotin líka. Það er vandi að veiða svart- bak með byssu. Það verður nú auðvitað að skjóta hann á fluginu, þegar hann er á flakki sínu, og maðurinn þarf að vera góð skytta og viðbragðsfljót. Svartbakurinn er vitur fugl, og hann gerir glögg- an greinarmun á byssu og priki, er líka rnjög sjón- skarpur, og hann óttast ekki eins drengpatta og full- orðinn mann. Strax og fullorðinn rnaður miðar á hann í sæmilegu færi, er hann viss með að sjá það. Gildir þá að hafa hraðar hendur og glöggt auga, því að fuglinn er ekki lengi að vinda sér úr skotfæri. Þá þarf skotmaðurinn að vera vel búinn og vanur kulda og útivist, því að hann verður að liggja fyrir fuglinum, þar sem hann veit af reynslunni, að 37

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.