Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.08.1962, Blaðsíða 6

Dýraverndarinn - 01.08.1962, Blaðsíða 6
hann flýgur helzt yfir — maðurinn þarf sem sagt að eiga góð og dýr skjólföt, og loks þarf hann að hafa góðan tíma til sinna umráða. Og hvað er svo í boði til að vel fær, áhugasamur og þrautseigur skotmaður leggi sig fram? Tólf krón- ur á fugl. Það má teljast mjög gott, ef skotmaður- inn fær 3—4 svartbaka í 5 skotum. Segjum, að hann fái til jafnaðar 42 krónur í verðlaun fyrir fimm skota veiði. Skotið kostar nú hvorki meira né minna en kr. 9.20 — eða fimm skotin 46 krónur. Bara þarna er þá fjögurra króna tap. Þá kostar góð marg- skota haglabyssa nr. 12 7—10 þúsund krónur. Loks er svo skjólbúnaðurinn, svo kalsaleg útilega og tímaeyðslan, já, vilja menn ekki taka sig til og reikna tímakaupið? Mundi háttvirt Alþingi geta vænzt þess, að menn leggi sig í að eyða svartbak upp á þessi býti? Nei, það þarf að heita að minnsta kosti 30 króna verðlaunum á hvern skotinn fugl — og aukaverð- launum fyrir hvert hundrað, og svo þarf að banna eitrun — að minnsta kosti meðan á herferðinni stendur, til þess að fyllilega verði séð um árangur- inn. Þá finnst mér það réttmæt lágmarkskrafa góðra veiðimanna, sem leggja sig fram um að eyða vargdýrum — en þar á ég við refi, mink, svartbak og hrafn, að veiðimennirnir geti átt kost á góðum og langdrægum haglabyssum og kíkisrifflum, ásamt vönduðum skotum, sterkum og vel hlöðnum, á réttu verði. Á ég þar við, að tollur verði felldur niður, og að álagning sé engin. Ég hef bent á það áður, að Búnaðarfélag lslands eigi að hafa milligöngu um slíka hluti. Byssuniar væru stimplaðar heiti Bún- aðarfélags íslands, og með því væri hægt að koma í veg fyrir allt svindl og gróðrabrall með þessar byss- ur. Búnaðarfélag hverrar sveitar mælti með mönn- um, sem slíkar byssur skyldu fá. Mér hefur verið sagt, að 100% tollur sé á byssum og skotfærum, — og er mikið á milli þess að kaupa byssu fyrir 5 þúsund krónur eða 10 þúsund, og svo er það, að flutt er inn í landið mikið af lélegum byssum og lítils nýtum skotfærum og þetta selt á okurverði. Hér er breytinga þörf. Við, sem viljum leggja okkur fram um að eyða skaðræðisdýrum í ríki náttúrunnar með skotum og kunnum til þess, eig- um heimtingu á að fá í hendurnar við góðu og sann- gjörnu verði vönduð verkfæri. Ásgeir Erlendsson, Hvallátrum, Rauðasandshreppi. PETER SCOTT: Hvað er villidýr? Þorsteinn Einarsson þýddi. Grein þessi er eftir forstöðumann „The Wild Fowl Trust," sem rekur fuglagarð við mynni Severnár í Eng- landi. Peter Scott hefur tvívegis komið hingað til lands. Fyrra skiptið gerði hann út leiðangur ásamt James Fisc- her, sem er þekktur brezkur fuglafræðingur, og tók dr. Finnur Guðmundsson þátt í leiðangrinum. Dvöldu þeir um tveggja mánaða skeið í Þjórsárverum og rannsökuðu heiðagæsir, sem þar eiga varpstöðvar. Peter Scott er víð- frægur fuglafræðingur og skrifar mikið, ferðast einnig víða og lieldur fyrirlestra. Hann málar líka mikið, og eru mörg fuglamálverk hans mjög liátt verðlögð. Grein sú, er hér birtist í lauslegri þýðingu, hefur vakið mikla at- hygli og verið endurprentuð í ýmsum tímaritum. Þ. E. Röskun sú, sem maðurinn veldur á jafnvægi nátt- úrunnar víða á jörðinni, er orðin aðkallandi verk- efni til rannsóknar og vekur áhyggjur ýmissa, sem þekkja vel dýra- og jurtalíf. Röskun þessi kemur mest fram í þurrkun mýrlendis, ruðningi skóglenda og að stórar orkustöðvar þarfnast fyrirhleðsna, sem leiða af sér, að stór stöðuvötn myndast, þar sem áður var víðáttunrikið graslendi eða víðfeðmir skógar. Einnig kemur þessi röskun fram í notkun alls konar eiturlyfja til útrýmingar skorkvikindum í ýmsum nytjagróðri. Fuglar éta skorkvikindi, sem drepizt hafa af eitrinu, og svo éta önnur dýr hræ fuglanna, og þannig leiðir þessi eitrun af sér keðjudauða margra tegunda. Nærtækt dæmi er rottufaraldur sá, sem nú geisar víða í Englandi. Ýmsir náttúru- fræðingar þar í landi vekja einmitt athygli á, að þetta stafi af því, að uglur og svo ýmis smærri rán- dýr, sem lifa á rottum, verði einmitt að bráð þessari eitrun, sem hér var áður getið. „Pabbi, hvað var villidýr?" Þér finnst kannski les- andi góður þessi spurning nokkuð hjárænuleg í dag. En hún mun ekki virðast barnabarni þínu svo mjög lrjárænuleg, þegar barn þess spyr, að minnsta kosti ekki, ef æðsta dýr jarðarinnar heldur áfram því vitfiringslega framferði að gera heiminn óhæf- an fyrir önnur dýr að lifa í. Það stendur á sama, hvaða ágæta framtíðarkynslóðir kunna að afla sér 38 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.