Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.08.1962, Blaðsíða 8

Dýraverndarinn - 01.08.1962, Blaðsíða 8
Nashyrningshryssa með afkvœmi sitt. hlátri víða um hið brezka heimsveldi. Þessi mis- heppnaða áætlun varð samt sem áður ekkert hlát- ursefni fyrir hið villta líf, því til þess að ryðja land til ræktunar voru skotnar þúsundir eftir þúsundir af gíröffum, nashyrningum, antilópum og öðrum dýr- um. Á 5 árum var milli 8 og 9 þúsundum hinna stærri dýra eytt. En það eru einmitt þau, sem þurfa lengstan tíma til meðgöngu og uppfósturs. Það er tilgangslaust að gráta yfir úthelltu blóði, en slík afbrot mannanna gagnvart öðrum lífverum, sem hér voru talin, geta alltaf endurtekið sig — og eru því miður alltaf að gerast. I dag vofir útrýming yfir bláhvelinu og svarta nas- hyrningnum. Framtíð hvíta nashyrningsins, stóra indverska nashyrningsins og Súmatranashyrningsins og einnig Java-nashyrningsins er æði vafasöm og þá fyrst og fremst vegna hinnar heimskulegu hjátrúar, að niðurmulið nashyrningshorn fái endurnýjað hina glötuðu æsku þreyttra verzlunarjövra Asíu. Gíraffar og antilópur glata heimabyggðum sínum vegna þurrkunar og ræktunar — eða þessar dýra- tegundir eru reknar á flótta eða þeim er drekkt af völdum flóða, þegar stórar uppistöður myndast við hleðslu stórra garða fyrir orkuver. Krókódílar og fílar berjast vonlausri baráttu við manninn, sem finnst það hagkvæmt að drepa þessi dýr til þess að ná dýrmætum skinnum þeirra og tönnum til verzlunar og iðnaðar. Af handahófi og þarfleysi eru fuglar og ýmis smádýr og villtur gróður eyði- lagður með eiturefnum vegna landbúnaðar. Fuglar, dýr og villt blóm veita okkur slíkan unað, að án þeirra verður heimurinn — og þá ekki sízt okkar fá- brotna náttúra í Englandi — tilbreytingarlítil, lit- laus og hljómlaus, en um leið á sér stað slík rösk- un á jafnvægi náttúrunnar, sem varðar svo mjög búskap hennar, að það orkar á líf okkar mannanna sjálfra og jafnvel á tilveru okkar. Árnar okkar eru notaðar sem skolpleiðslur, sem við bæjarbúar veitum út í skolpi okkar, og iðnaðarstöðvarnar losa í ýmiss konar úrgangsefni. Fiskar, vatnagróður og margs konar dýr eyðast unnvörpum við þessa óhreinkun. Ástandið krefst skjótra og ákveðinna aðgerða. Neyð- arástand vofir nú yfir hinurn villtu lífverum jarðar- innar. Mörgum dýrategunum, sem þróazt hafa í hundruð alda, hefur verið sópað af yfirborði jarð- ar hin síðustu hundrað ár. Enn fleiri eiga yfir sér hættu algjörrar tortímingar. Barnabörn barna okk- ar geta liaft ástæðu til þess að lesa yfir okkur böl- bænir vegna þess, að við, árið 1960, virtumst hafa verið svo haldin af því að ná til tunglsins, að við létum okkur engu varða að bjarga hinni þýðingar- mestu arfleifð jarðarinnar. Okkur hefur verið sagt, að inn í Örkina hafi Nói rekið tvö dýr af hverri þeirri tegund, sem þá var lifandi í hans nágrenni, til þess að bjarga þeim frá hinu mikla Syndaflóði. Nú í dag er þörf nýrrar tegundar Arkar til þess að bjarga villidýralífi heimsins frá enn voveiflegra flóði heldur en Biblían talar um, flóðbylgju hugsunar- og tilfinningarleysis mannanna sjálfra. Það nægir ekki til að halda lífi í dýrum, að menn drepi þau ekki. Þau verða líka að njóta vatns, fæðu og einhverra þeirra staða, þar sem þau geta dvalið og aukið kyn sitt í friði. Aðalvandamálin eru þekkt og hafa ver- ið fullkomlega rannsökuð og rædd. Og það, sem þarf að gera í flestum tilfellum, er vitað. Það, sem enn vantar, er styrk stoð almenningsálitsins og fjár- hagslegur stuðningur almenns sjóðs, sem allur heim- urinn stendur að, til þess að borga það, sem þarf að gera í skyndingu, og stórt lið þjálfaðra manna, sem tileinkar sér verkefnin af áhuga og skilningi og vinnur ötullega að því að bjarga villidýralífi jarðarinnar. Aðeins fyrir peninga er unnt að gera út hina nýju Örk, sem þegar hefur verið ýtt á flot og ber nafnið „Björgunarsjóður villidýra jarðar- innar“. Peninga þarf til að geta sent hópa af æfð- um björgunarmönnum frá öllum þjóðum heims og af öllum litarháttum og trúarbrögðum, menn, sem stemma stigu fyrir þeirri miklu flóðöldu eyðingar og dauða, er nú vofir yfir, og bjarga leifum ósnort- inna landssvæða, þar sem dýr mega lifa. Þetta er ekki deila milli dýra og manna — og ég á sveif dýranna — heldur felur þetta í sér verndun mannkynsins sjálfs, leiðir til varanlegrar velferðar mannkynsins. Um allan heim vakir sú spurning, 40 DÝllAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.