Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.08.1962, Blaðsíða 12

Dýraverndarinn - 01.08.1962, Blaðsíða 12
JÖRGEN HAUGEDAL: PÓTÍFAK (STÆLT OG ÞÝTT) Ég var orðinn stærðarpiltur, og þó að gaman væri enn að leika sér að hornum og skeljum, fannst mér, að ég yrði að fara að gera gagn. En hverju þóttist fullorðna fólkið geta trúað mér fyrir? Það var amma, sem leysti vandann — eins og hennar var von og vísa. Hún hafði hugsað um hænsnin, en hún sagðist vera að verða svo lasin, að hún treysti sér ekki almennilega til þess, og þá væri helzt að fá mig til að sinna þeim — hún hefði einna helzt traust á mér til að gera það samvizkusamlega. „Ja, ég þarf náttúrlega að hugsa mig um,“ sagði ég spekingslega og klóraði mér í vanganum. Það var ekki vert að vera of ginnkeyptur fyrir svona, þeir fullorðnu þurftu alltaf að velta vöngum, áður en þeir tækju eitthvað að sér. „Ég held ég treysti mér til að bjóða þér kaup,“ sagði amma.“ Þú skalt fá eitt egg á dag og tvö, ef þú finnur útihreiður eftir þær, púdduskammirn- ar.“ „Jæja,“ sagði ég, „ætli maður verði ekki að reyna þetta.“ „Þakka þér fyrir," sagði amma og tók þéttings- fast í höndina á mér. „Ég tek þig á orðinu, veit að — eða ekki varð það á þeim séð. Þau töldu mig til síns liðs. Og ánægð voru þau. Ég hef annars lesið það, að spóamamma sé eng- in sérleg móðir. Hún yfirgefur unga sína, meðan þeir enn eru klæðlitlir, aðeins kominn á þá dúnn- inn, en þá tekur pabbinn við og sinnir þeim um hríð. Um hríð, segi ég, því að ekki hefur hann biðlund í sér þangað til þeir eru fleygir, heldur fer frá þeim, þegar þeir eru orðnir fiðraðir og vængja- fjaðrirnar komnar vel á veg. Það er ekki svo sem hann kenni ungaskinnunum að fljúga og æfi þá, þó að langan veg eigi þeir brátt fyrir vængjum, ekki síður en foreldrarnir. „ _____ þú ert ekki sá maður, að þú gerir ekki skyldu þína við það, sem þú hefur tekið að þér.“ Ég hafði oft verið með ömmu, þegar hún var að gefa hænsnunum. Hún gaf þeim alltaf á hlaðinu að sumrinu, og nú var komið sumar — að minnsta kosti vor. Svo var að sjá þeim fyrir vatni. Um miðj- an daginn bar mér að leita að útihreiðrum, og um náttmálaleytið átti ég að taka eggin úr hænsna- húsinu og reka hópinn undir þak, og þá gilti að ganga vel frá hvorum tveggja dyranna, þeim háu og víðu, sem ég gekk um, og þeim mjóu og lágu, sem voru dyr hænsnanna sjálfra, því annars var hætt við, að tófan og minkurinn kæmu í illa þegna heimsókn. Það var svo sem ekkert amalegt að vera hænsna- hirðir. Ekki var ég fyrr kominn út á hlaðið en hæn- urnar þyrptust í kringum mig, og þegar ég svo gaf þeim, var heldur en ekki mikið um að vera. Það var ekkert meira en svo, að herra þeirra og meistari, Pótífar að nafni, gæti haft hemil á þeim, svo þær sköðuðu ekki hver aðra. Hann Pótífar, — já, það var nú karl í krapinu, skal ég segja ykkur. Hann var líka í blásvörtum stássfötum, hafði fagurlega rauðan kamb og þessa líka litlu riddarasporal Og þótt illt væri að halda aga á öllum kvennahópnum, þá tókst honum það. Þá var hann víst á verði gegn fálkum og öðru ill- þýði, já, hann Brandur, steggurinn okkar, sem hrakti á íiótta hvern einasta fresskött af hinum bæjunum, flúði sem fætur toguðu, ef hann Pótífar réðst á móti honum. Við Pótífar vorum beztu vinir. Ef ég yrti á hann, skók hann hausinn og svaraði á sínu máli. Og við sögðum margt viturlegt hvor við annan, þegar ég sat með matarskálina hans milli hnjánna og hann kom og át. En ég átti í mesta basli með hænurnar. Þær voru 44 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.