Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.08.1962, Blaðsíða 15

Dýraverndarinn - 01.08.1962, Blaðsíða 15
íslenzk hryssa með folaldið sitt. fetlunum. Hann hentist út um hliðið og allur krakkafansinn á eftir honum. Anna stóra, sem hafði farið inn að biðja um gistingu, kom þjótandi út og var næstum búin að kollhlaupa mig. Það voru engin blessunarorð, sem hún tautaði yfir honum Pótífar, og ekki talaði hún í lágum hljóðum. Ég ráfaði inn til hennar önnnu. Nú var líf Pótí- fars áreiðanlega í hættu, ef dæma skyldi eftir hót- unum Önnu stóru. Amma tók í höndina á mér og sagði, að ég skyldi vera rólegur, og svo gengum við út. En við komumst ekki lengra en á varinhelluna. Nú hafði Pótífar ráðizt á Önnu stóru, og hann hjó hana og klóraði bæði í höfuð og háls, og vængj- unum barði hann í blikkfötuna, sem hún hafði á bakinu, svo það var eins og hann væri að slá trumbu. Hann var ekki í rónni fyrr en allt hyskið var kornið út fyrir túngarð! Eftir því sem lengra leið á haustið, varð Pótífar skapverri og að sama skapi herskárri. Hann fór oft einförum, lét kvenþjóðina eiga sig, og hagaði sér oft ærið kostulega. „Hann heldur víst, að hann sé orðinn að erni,“ sagði amma og kímdi að Póta. Þegar hún ætlaði út, tók hún gjarnan með sér vöndinn, eða þá staf, sem hún notaði, ef hún skrapp til næsta bæjar. Hún gerði þetta svona til vonar og vara. En ég var hvergi smeykur við Pótífar, þótt espur væri hann. Þegar ég kom með matinn, spark- aði hann æsilega og barði vængjunum, en á mig llaug hann ekki. Oft gekk mér svo illa að koma honum inn á kvöldin, að ég var bæði þreyttur og leiður. „Ég held hann geti fengið að liggja úti, ef hann heldur sig hafa betra af því,“ sagði amma, þegar hún var orðin lafmóð af að elta hann með mér eitt kvöldið. En loks kom að því, að Pótífar fyllti hreinlega mæli synda sinna, svo að út af flaut. Bróðir hennar ömmu, gamli skólastjórinn okkar og kirkjuorgan- leikarinn kom í heimsókn, og það var langt síðan hann hafði látið sjá sig. En hann hafði ekki boðað komu sína, og það varð Póti, sem bauð hann vel- kominn! Við sátum við miðdegisverðarborðið, þegar ósköpin dundu yfir. Við heyiðum óhljóð, eins konar blandaðan kór, og ég þaut út með grautarskeiðina í hendinni. Þá sat gamli maðurinn flötum beinum í sag- og spónahrúgu og baðaði öllum öngum, eins og hann væri búinn að missa vitið, enda dansaði Pótífar á herðunum á honum og var ekki iðjulaus. Hattinn og stafinn hafði gamli maðurinn misst, og blóðugur var hann á enninu. Mamma liafði þotið út á eftir mér, og hún greip það vopn, sem var hendi næst, en það var hrífa. Hún hugðist greiða Póta högg rnikið, en það lenti í staðinn á skall- anum á ömmubróður mínum. Þá var og amma þarna komin, og loks kom þar, að Pótífar varð að lúta ofureflinu. Amma og mamrna reistu gamla manninn á fætur, og var það ekki erfiðislaust, en svo var hann þá leiddur inn, og þar var gert að sár- DÝRAVERNDARINN 47

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.