Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1962, Blaðsíða 2

Dýraverndarinn - 01.09.1962, Blaðsíða 2
Vilíikettir og virkar aðgerðsr Á.víaneí, sem er óviStmandi o£ öllum tfil sJcammar 50 1. Áður hafa verið birtar um það greinar hér í blað- inu, hve líf villikatta í bæjum og þorpum sé ömur- legt og hver óþægindi og óþrif séu að köttunum villtu. En ennþá hel'ur ekkert verið gert, sem máli skipti, til úrbóta. Villikettirnir eru til komnir á tvennan hátt: Húskettir, sem f'ólk vill alls ekki missa, fara út, vilja kanna ókunna stigu og villast — eða eru að fullnægja kynhvöt sinni og gleyma svo í bili öllu öðru, eru, þegar þeir ranka við sér, komnir á stöðv- ar, sem þeir kunna engin skil á. Þá er hitt, sem er algengt, ótrúlega algengt: Krakkar koma í hús, þar sem köttur hefur legið á kettlingum — og fólkið er svo í hálfgildingsvandræðum með, hvað það eigi af kettlingunum að gera. Krakkarnir fíkjast í þá, og svo reynist þeim þá meira en velkomið að hafa einn með sér heim. Mamma leyfir að hafa litlu kisu, því krakkarnir sárbiðja um að fá að skemmta sér við hana, og nú á hún góða ævi um skeið. En áður en varir, er kettlingurinn orðinn fullþroska köttur, sem kærir sig mjög takmarkað um leiki og tekur sitt- hvað óstinnt upp, sem kettlingnum þótti gaman að, og svo kannski slær kisi kló á hönd. Eins er það, að hann þarf nokkra umsinningu, mat og mjólk, — hann brýnir klær á húsgagnaáklæði, leggst í stóla og skilur eftir hár, verður húsfreyjunni næsta leið- ur. Svo er honum þá fleygt út á götuna — dyr ávallt lokaðar, þegar hann kemur, unz hann geí'st upp og leitar sér hælis og fanga sem villiköttur. Þetta er vítaverð, ætti að vera og er í rauninni, samkvæmt lögum um dýravernd refsiverð breytni — enda þeim til hneisu, sem hana fremja. Því vili Dýraverndar- inn segja við þá, sem eiga ketti og hirða þá: Gjald- ið varhug við að gefa krökkum kettlinga, fargið þeim heldur, — og bezt er að skoða þegar í upphafi, áður en ákveðið er að ala kettling, hvað skuli við hann gera, þegar hann stækkar! DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.