Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1962, Blaðsíða 4

Dýraverndarinn - 01.09.1962, Blaðsíða 4
Lengra varð ekki komizt í íyrstu lotu. En skipið, sem fór til Þýzkalands, hreppti storm á leiðinni, og lentu skipverjar aftur og aftur í miklum erfiðleik- um um að verja hrossin limlestingum og dauða, því að þeim sló æ ofan í æ flötum í stíunum, og þrátt fyrir alla viðleitni skipverja, hlaut eitt þeirra bana, tróðst undir. Geta menn borið saman þessa meðferð og ákvæði laga um dýravernd og séð, að hún er mjög gróft brot á þeirri löggjöf! En formaður Dýraverndunarfélags Reykjavíkur var ekki sofnaður á verðinum. Hann hófst handa á ný og átti sér trausta stoð í skipverjum, og varð það nú að ráði, að hafa iramvegis einungis eitt hross í hverri stíu. Þetta reyndist hið mesta þjóðráð, og fór nú saman, að hrossunum leið stórum betur og að erfiðleikar skipverja urðu barnaleikur á við þá, sem þeir höfðu átt við að stríða, þegar þeir voru að reyna að verja hrossin beinbroti og harmkvælum, þar sem eitt kastaðist á annað. Áður hefur verið á það bent hér í blaðinu og skírskotað til reynslu sjómanna, að harðviðri með stórsjóum eru alltíð alla mánuði ársins á hafinu milli Islands og Evrópu nema helzt á tímabilinu frá júnílokum til höfuðdags. Ekki þarf annað en minna á stórviðrið, sem geysaði í hafi, þegar Hekla var á leið til Noregs með Ingólfslíkneskið í júlí í lyrrasumar, til að sanna mönnum, að í rauninni er otækt að flytja hross milli landa á þilfari — og yfirleitt í öðrum skipum en þeim, sem sérstaklega eru til þess ætluð. í júlístorminum í fyrra fórust mörg skip, meðal annars hvolfdi í grennd við Fær- eyjar stórum vélbát, sem stundað hafði hér við land veiðar í verstu veðrum vetrarins, og fjölmörg skip lágu undir áiöllum og sluppu naumlega úr greip- um Ægis. MERKILEG BOK Roger Tory Pelerson, Guy Mountfort, P. A. D. Hol- lom: FLJGLAR ÍSLANDS OG EVRÓPU. Finnur Guðinundsson íslenzkaði og staðfærði. Almenna bókafélagið 1962. 1. Hver hefur ekki fylgt eftir fugli með augunum, dáðst að litum hans og óþvinguðum hreyfingum? Og hver hefur ekki hlustað á hin dillandi hljóð skógarþrastarins á vori eða angurværan klið snjó- tittlinganna að vetrarlagi? Hver hefur ekki leitt hugann að frelsi þeirra, högum og háttum? Hver hefur ekki leitað að hreiðrum og átt sitt eítirlætis- hreiður, fylgzt með eggjum þess og ungum? Margur hefur hafið náttúruskoðun sína á því að fylgjast með fuglum eða safna eggjum. Þýðandi þess- arar ágætu bókar var ekki hár í lofti, er hann gerði sínar fyrstu fuglaathuganir og skráði þær í litla vasabók. Sama er að segja um Roger Tory Peterson, sem átti írumkvæðið að útgáfu slíkra handbóka sem þeirrar, er Almenna bókafélagið gaf út í sl. júní- mánuði. Forvitnin að kynnast fuglum nánar kom því til leiðar, að þeir Guy Mountfort og R. T. Peterson hittust á Hawk Mountain í Bandaríkjun- um 1949. Hinn fjölkunnugi fuglafræðingur Mount- fort hafði kynnzt hinum handhægu og nákvæmu fuglabókum R. T. Petersons um fugla í Bandaríkj- unum. Fyrsta bók hans, sem kom á markaðinn 1934 — A Field Guide to the Birds —, olli straumhvörf- um. Mikið lesmál stórra fræðirita var stytt í sím- skeytastíl, en þó svo hnitmiðað, að einkenni hverrar tegundar komu glöggt í Ijós til samanburðar við sérkenni annarra. Nákvæmar teikningar í litum eða svart-hvítar gera samanburðarlýsingarnar enn ljósari. Sérkennin eru dregin fram og á þau bent með örv- um. Allar tegundirnar eru sýndar í litum á fæti eða á sundi. En til þess að auðvelda enn frekari ákvörðun tegundarinnar er fuglinn sýndur á svart- hvítri teikningu á flugi í hópi annarra skyldra teg- unda og hann þá séður bæði ofan frá og eins að neðan. Sé munur á kynjum, eru þau bæði sýnd og þá einnig ungfugl. Sé fjaðrahamur að vetri annar en að sumri, er fuglinn einnig sýndur í vetrarbún- 52 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.