Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1962, Síða 5

Dýraverndarinn - 01.09.1962, Síða 5
Dr. Finnitr Guðmundsson við náttúru- rannsóknir. mgi. R. T. Peterson er fæddur með þeirri náðar- gáfu að vera hvort tveggja: hinn ötuli fræðari og hinn nákvæmi kennari. Hann liðar viðfangsefnið sundur, leitar uppi aðalatriðin og bregður þeim upp í mismunandi búningi, svo að þau verða aug- ljós og áberandi — og því minnisstæð. Aðallýsing hvers fugls lijá lionura skiptist aðeins í þrennt: 1. Einkenni, þ. e. sérkenni fuglsins viti á víða- vangi. 2. Röddin, þ. e. liáttur þess hljóðs, sem fuglinn gefur frá sér á flugi eða á jörðu. 3. Kjörlendi, þ. e. landsvæði þau, sent fuglinn kýs sér til varps eða ætisleitar. Dreiling fuglsins um þann hluta jarðarinnar, sem bókin nær til, er sýnd á litlu landabréfi. Mynd viðkomandi lugls íylgir ekki aðallýsingu, heldur birtist hún á myndasíðu, þar sem skyldir iuglar eru saman eins og á fjölskyldumynd. Á blað- síðunni gegnt myndasíðunni er svo birtur útdráttur aðallýsingar hvers fugls undir nafni hans, og sé higlinn varpfugl á hinu umrædda landsvæði, er framan við nafnið svartur depill. Hringur framan Mð nafn gefur til kynna, að fuglinn er fargestur, vetrargestur eða flækingur á svæðinu. D Ý RAV K R N DAR1 N N Þetta er í höfuðdráttum það kerfi, sem R. T. Peterson samdi og felldi fuglalýsingar sínar í. Hann gerði úr þeim bækur, sem nutu strax vinsælda og höfundur lilaut verðlaun fyrir, t. d. Brewster verð- laun Sambands amerískra fuglafræðinga 1934; Bor- roughs-verðlaunin 1948 fyrir bókina „Birds Over America", og að síðustu doktorsnafnbót hjá Frank- lin og Marshall College 1952. Hinir miklu listrænu hæfileikar Petersons, samfara ötulli náttúruskoðun og löngun til þess að kynna öðrum dásemdir náttúr- unnar, hafa skapað og þróað hjá honurn þá sér- stöku aðl'erð að setja fram stuttar, ákvarðandi grein- ingar fugla — og raunar fleiri dýra og jafnvel jurta — í nákvæmum samanburðarmyndum og fáorðum lýs- ingum. Alþýða manna fagnaði þessari aðferð, og vísindamenn viðurkenndu hana. Fyrstu viðurkenn- inguna og fögnuðinn mun aðferð Pelersons hafa hlotið í drengjaskólanum í Boston, þar sem hann var kennari um skeið. 2. Ég kynntist fyrst bók eftir Peterson 1946, og síðan hafa bækur hans verið mér kærir kunningjar. Eftir að bókin „A Field Guide to the Birds of Britain and Europe“ kom út 1954, hefur hún verið mér samferða á mörgum ferðum mínum og oftast, er ég hef opnað hana, hef ég óskað þess, að hún væri skrifuð á íslenzku — og ekki hvað sízt, þegar kenn- arar og aðrir hafa leitt talið að fuglalífinu og til- linnanlega hefur komið í ljós, hve mikill skortur var á handhægri ákvörðunarbók um íslenzka fugla. Að sönnu eigum við íslendingar aðgang að bók- um og ritgerðum um íslenzkt fuglalíf. Fremst þar í flokki er bók dr. Bjarna Sæmundssonar, „Fugl- arnir" (Rvík 1936). „Fuglabók Ferðafélags íslands“ (leiðarvísir til þess að átta sig á íslenzkum fuglum) eftir Magnús Björnsson (Rvík 1939) missti marks sem handhæg ákvörðunarbók, þar eð lýsingar urðtt of langar og myndir ósamstæðar. Hún varð aldrei sá leiðarvísir, sem lienni var ætlað að verða. Þá er að nefna „íslenzkir fuglar“, greinaflokk eftir dr. Finn Guðmundsson í Náttúrufræðingnum 1952— 1956. í þessum flokki ritaði dr. Finnur um 14 teg- undir. í greinum þessum mun vera að finna hinar nákvæmustu upplýsingar um viðkomandi tegundir íslenzkra varpl'ugla, sem birzt hafa. Dagblaðið Tíminn birti 1957 allmargar smágrein- ar um íslenzka og erlenda fugla eftir dr. Finn Guð- 53

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.