Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1962, Blaðsíða 6

Dýraverndarinn - 01.09.1962, Blaðsíða 6
mundsson í þættinum „Lífið í kringum okkur“. í Ferðahandbókinni 1961 birtist yfirlitsgrein um íslenzka fugla eftir dr. Finn. Á árunum 1938—1940 gaf Vísindafélag íslendinga út í 3 heftum: „Die Vögel íslands“ eftir Giinter Timmermann. Ritið var skráð á þýzka tungu, eins og heiti þess ber með sér. Þetta rit og öll önnur, sem rituð hafa verið á erlendum málum, eru enn fjær því en hin fyrrtöldu íslenzku að vera aðgengi- leg ákvörðunarrit fyrir almenning. Þegar eftir útkomu bókarinnar „A Field Guide to the Birds of Britain and Europe“ 1954 hóf dr. Finnur Guðmundsson að athuga möguleikana á að fá bókina gefna út á íslenzku. Vegna samvinnu og kunningsskapar við höfunda gat hann komið því til leiðar, að þegar útgáfufyrirtækið Collins lét prenta myndir bókarinnar vegna þýðinga á erlendar þjóð- tungur, voru þær einnig prentaðar fyrir íslenzka út- gáfu. Á myndasíðunum var enginn texti. Þegar þetta gerðist, hafði dr. Finni tekizt að fá Almenna bóka- félagið til þess að gefa bókina út. Á hann sjálfan dæmdist að annast þýðingu, enda íslendinga færast- ur til þess. 3. Mönnum mun eílaust finnast, að það muni hafa verið auðunnið verk fyrir dr. Finn að þýða rúmlega 300 blaðsíðna alþýðlega handbók, þar sem hann hef- ur fengizt við fuglafræði um rúmlega 30 ára skeið, utan lands og innan, í söfnum og úti í náttúrunni, og er einn virtasti fuglafræðingur nútímans. Þeim, sem þannig álykta, skjátlast mjög verulega, því að Jjýðingin var síður en svo áhlaupaverk, og skulu ltér nokkur atriði nefnd. í umsögnum og auglýsingum um bókina er bent á, að dr. Finnur hafi orðið að gefa 420 íslenzkum luglategundum nöfn. Um leið og hann fékkst við Jiessa nafnasmíð, leyfði hann sér, sem rétt var og mikil nauðsyn, að endurskoða þau nöfn á íslenzk- um varpfuglum og öðrum fuglum, sem fræðimenn seinni tíma hafa notað. Árið 1941 kemur út í Kaupmannahöfn á l'orlagi Ejnars Munksgaard „Glossarium Europae Avium“ (Nafnaskrá evrópskra fugla), eftir H. I. Jprgensen og Cecil I. Blackburne. Dr. Bjarni Sæmundsson tók saman íslenzkt fuglatal í rit þetta. Dr. Bjarni lætur birta Jjarna íslenzk nöfn 198 tegunda. Af Jiessum nöfnum hefur dr. Finnur hafnað 56 algjörlega, en lagfært eða vikið við 11 (t. d. sefönd verður sefgoði; lmotkráka verður hnotbrjótur o. s. frv.). Þar eð í „Fuglabók AB“ eru nöfn 573 tegunda — og sam- kvæmt Jjeirri staðreynd, að af nöfnum fuglatals dr. Bjarna hefur dr. Finnur hafnað eða vikið til 67 nöfnum, nær naínasmíð hans til 442 tegunda. í „Fuglar íslands og Evrópu“ er 452 tegundum raðað í 62 ættir. í „Fuglarnir“ eftir dr. Bjarna Sæmunds- son eru ættirnar 33. Dr. Finnur hefur notað á 23 ættir hin sömu nöfn og dr. Bjarni og vikið einu til (hrafnaætt verður liröfnungaætt). Að Jæssu viðbættu nær nafnasmíð dr. Finns til 481 nafns. Hefur dr. Finnur sýnilega lagt mikið verk í nafnasmíðina og hefur án efa — Jní Jjcss sjást ljós merki — farið vandlega yfir eldri fuglatöl. Með nafnasmíð þessari færir hann til notkunar í málinu fuglaheiti, sem niður höfðu verið felld, en finnur að bezt hæfir að nota Jjau í samsettum orðum, t. d. þerna, goði, skotta, drúði, doðra, þvari o. s. frv. Hann hyllist til að nota ættarnafnið sem síðari hluta í nafni tegundar, t. d. í Goðaætt (var í „Fugl- arnir“ Sefandaætt) heita tegundirnar fimm: Topp- goði (var toppseíönd); Sefgoði (var stóra-sefönd, (,,Fugl.“)); Flórgoði (var sefönd(„Fugl.“)); Star- goði: Dverggoði. Þá er Brúsaættin (var í „Fugl.“ I.ómaætt). Þar heita tegundirnar fjórar: Himbrimi (heldur liefðbundnu naíni); Svalbrúsi; Glitbrúsi (var litli-himbrimi); Lómur (óbreytt). í fyrra dæminu sést gleggst sú viðleitni dr. Finns, sem að var vikið hér á undan. í síðara dæminu sést, að liann lætur gömul hefðbimdin nöfn halda velli, J>ótt þau riðli kerfinu. Rétt er að geta Jjess, að Glitbrúsa kallar Jónas Hallgrímsson í fuglatali sínu Norðbrúsa — og hefði verið freistandi að láta Jjað nafn lifa, en dr. Finnur mun án efa hafa valið honum annað nafn vegna þess, að fuglinn er suð- rænni tegund en íslenzki brúsinn, himbriminn. Mér þykir vænt um, að dr. Finnur notar hið liefð- bundna nafn Vestmannaeyinga sæsvölur í stað sjó- svölur, sem dr. Bjarni Sæmundsson notar í „Fugl- arnir“. (í myndaskrá mun án efa vera prentvilla, Jjar sem stendur: „2 sjósvölur“ o. s. frv.). Það er svo í samræmi við kerfisbindingu dr. Finns, að hann kallar „stóru-sæsvölu“ sjösvölu, en „litlu- sæsvölu" stormsvölu, Jjar sem hann notar sæsvölu- heitið á ættina. Ég tel, að dr. Finnur hefði átt að nota tækifærið og lreista þess að afnema notkun orðsins „fýlinga- 54 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.