Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1962, Blaðsíða 7

Dýraverndarinn - 01.09.1962, Blaðsíða 7
ætt“» en taka t. d. í notkun „íúlmársætt". Fýlingar er afbökun orðsins fýlungar, eins og fýllinn er enn víða nefndur, en fúlmár er fornt heiti á fýl (sbr. ..sílafullur fúlmár svimmur á bárutröð“). Aður en ég skil við nafnasmíðarnar vildi ég mega iáta i ljós andúð mína á tveirn nöfnum. Gargönd (Anas strepara, L.) er eitt nýyrða dr. Finns. Hér er um önd að ræða, sem er náskyld stokk- dnd. I>essa önd kallar dr. Bjarni Sæmundsson litlu- gráiind, en Magnús Björnsson gráönd. Þessi önd hefur hjá alþýðunni haft mörg nöfn eins og flestar endur, t. d. litla-gráönd, gráönd, grasönd, mýrönd, kílönd, blákollsönd, litla-stokkönd og kvakönd. Rétt mun vera, að hún hefur einna hæst allra anda, en þar sem fuglinn á sér gömul íslenzk nöfn, hefði verið rétt að velja eitthvert þeirra í stað þess að smíða nýtt. Stokkönd er fallegt nafn, og hefði ekki verið samstætt að nefna írænku hennar t. d. kílönd ef gráandarnafninu hefði verið kastað? Þá er það nýyrðið buslendur (gráendur, (Fugl- arnir", Bj. S.), og gráendur, („Fuglabók F.í.“, M. Bj.)). Hér er um safnheiti að ræða fyrir þær endur, sem eigi kafa að fullu undir yfirborðið í ætisfeit, heldur dýfa sér til hálfs í eða standa upp á endann í vatnsskorpunni — með hausinn niður — til þess að róta í leðjunni eða reyta sér graskólia. Busl er heiti á ófullkomnu sundi og fylgir því skvamp og skvettur. Ég álít, að þessar endur hafi skvamp og skvettur sízt meira í framrni en kafendur, sem einmitt husla töluvert, þegar þær eins og hlaupa eftir vatns- fletinum við flugtak, en „buslendurnar“ aftur á nióti hefja sig beint upp án alls buslugangs. Minnsta kosti þrjár tegundir þessara anda ganga meðal ís- lenzkrar aljrýðu undir nafninu grasendur. Þær eru grasætur, og kjörlendi J>eirra er lækir, ilóð, kílar, seftjarnir o. s. frv., og því mælir allt með Jrví, að heildarheiti ]>essarar ættkvíslar væri áfram gras- endur. Hljóð J>au, sem fuglar gefa frá sér, eru allmisjöfn. Hver fuglategund á sér sérstaka rödd, sem er eins gott ákvörðunareinkenni og litarsérkennin í fjaður- hamnum. Vegna Jressa eru fuglaraddir teknar upp a plötur eða festar á seglubönd. Erlendis er farið að gefa út fuglabækur með grammófónplötum, er geyma raddir Jreirra fugla, sem í bókinni er lýst. Með orðum er erfitt að lýsa rödd eða hljóðum fugls. Það er leitazt við að finna lýsingarorð hljóm- hlæsins, hljóðstyrkleikans og hraðans. Þá er og reynt að gefa hljóðin og hljómrununa til kynna með stöfum og atkvæðum. „Dideró-it“, „Húít“, „Titt-tit“, „Tsjokk, tsjokk, tsjokk“ o. s. frv. Þetta er hreinasta liebreska á prenti. En hver, senr les radd- lýsingu, ásamt þessum hljóðstöfunum og líkir eftir Jreim til samanburðar við Jrað hljóð, sem honum barst til eyrna, mun fljótt verða þess áskynja, að lýsingin getur verið honum leiðbeining í að greina fuglstegundina. Dr. Finnur hefur í þýðingum sínum á raddlýs- ingum gerzt brautryðjandi eins og um svo nrargt annað varðandi leiðbeiningar í fuglafræðunr. Það eitt að Jrýða Jressar nær 600 hnitnriðuðu raddlýsing- ar af slíkri vandvirkni og hann lrefur gert, er afrek út af íyrir sig. Orðaforðinn er undraverður, en hans þarf nreð til þess að lýsa blæbrigðunr allra Jreirra fuglsradda, senr liggja á nrilli lúðurjreytandi flæm- ingja, skvaldrandi gæsa, hóandi svana og svo hins hreinrjrýða dills Jrúfutittlinganna og suðandi kliðs músarrindlanna. Víða er atkvæðastöfun radda lítið breytt frá enska textanunr — og er Jrað sízt furða, Jrar sem nrargar raddirnar hafa aldrei borizt að eyrum dr. Finns. Raddir íslenzku varpfuglanna Jrekkir lrann aftur á móti, og Jrar verður stöfunin á stundum brábrugðin hinni ensku, t. d. lýsing raddar hávellu og fálka. Deila nrá um stöfun raddar, t. d. hafarnar. Ég tel stöfunina ranga eins og hún er sett franr í bókinni. í nokkrunr lýsingunr eru nottið orð, sem eru horfin úr íslenzku máli, t. d. að hvakka, og „naugripabaul“ verður vart notað um fuglsrödd. í sanrbandi við raddlýsingarnar hefur dr. Finnur smíðað nokkur nýyrði, senr varða hljóð, sem fugl- inn geíur frá sér, Jregar sérstaklega er ástatt, t. d. í varpi, í tillrugalífi, Jregar fuglinn er hræddur, eða við far, ílugtak o. s. frv. í lýsingunr vallareinkenna hverrar fuglstegundar er greinilega skýrt frá sérkennum og fráviki hennar frá öðrunr skyldunr eða líkunr tegundunr — og hver er nrismunur kynjanna, ef liann er einhver. Fyrst og fremst varða Jressi einkenni lit eða liti fjaður- hamsins og gerð goggsins og fótanna. í íslenzkum lýs- ingunr fugla lreíur um of gætt notkunar orðsins „móbrúnn" — og svo „lítill" eða „stór“. Þýðingar dr. Finns eru nryndauðugar og litaheitin nrargbreytileg. í Jressunr köflum, senr eru 573 talsins, rúmast í stuttorðunr lýsingum látlausrar íslenzku feikna fróð- leikur. Fyrir þá, sem unun lrafa af að ræða eða DÝRAVERNDARINN 55

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.