Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1962, Blaðsíða 8

Dýraverndarinn - 01.09.1962, Blaðsíða 8
AUÐBJÖRG ALBERTSDÓTTIR: Þar sem hætt- umar leynast Höfundur [jessarar frásagnar, Auðbjörg Albertsdóttir á Hafursstöðum í Vindhælishreppi í Austur-Húnavatns- sýslu, er lesendum Dýraverndarans áður að góðu kunn. Hún hlaut eitt sinn verðlaun fyrir ritgerð, sem birt var hér í blaðinu. I þessari frásögn sinni hreyfir hún miklu nauðsynjamáli, sem menn almennt hafa ekki veitt þá athygli, sem vert væri, en það sýnir meðal annars, live nauðsynlegt það er, að dýravinir víðs vegar um land sameinist í smáfélög og beiti ábrifum sínum til umbóta. Rilstj. Við Anna frænka riðum niður með ánni eftir mjórri götu; við riðuni fót fyrir fót, því gatan var staksteinótt og lá sums staðar yfir ána. — Anna frænka var húsmóðirin á Grund, en ég var aðeins 12 ára telpuhnokki úr Reykjavík, en var búin að vera tvö sumur á Grund. Við Anna komum framan af dal, höfðum skroppið þangað í góða veðrinu til að skoða berjalandið, því nú var komin sextánda sumarhelgi. En vorið hafði verið kalt, og berin voru varla fullsprottin. „Það þýðir ekki að fara hingað og tína ber, fyrr en eftir tvær til þrjár vikur,“ hafði Anna sagt, um leið og hún stakk upp í sig hálfþroskuðum berjum. Tvær, kannski þrjár vikur, mér fannst það langur tími, en eitthvað gætum við riðið annað okkur til skemmtunar næstu sunnudaga, mér þótti svo gam- an að koma á hestbak og ríða út með Önnu. Anna átti góðan hest og hafði yndi af því að ríða um heiðalöndin. „Moldargöturnar og mýrarnar eru svo mjúkar undir fæti fyrir hestana," var hún vön að segja. Og það var eins og Jarpur hennar Önnu kynni að meta það: hann skeiðaði eftir mýrunum og renndi sér yfir keldurnar eins og það væri mold- borinn vegur. Jarpur var oftast kallaður Styggi- Jarpur. Hann var ekki á því að láta piltana ná sér. En þegar Anna gaf sér tíma til að eltast við hann, þurfti ekki nema lítið aðhald til þess að hann stæði kyrr og lofaði henni að ná sér úti. Ég var svo niðursokkin í þessar hugsanir, að ég vissi ekki, fyrr en Blesi minn snarstanzaði fyrir aft- an lendina á Jarpi, sem stóð eins og þúfa á göt- unni. Ég var nærri dottin fram af hestinum, en nú fór ég strax af baki og leit í kringum mig. Anna frænka var farin af baki og komin ofan í litla laut — þarna rétt hjá — og bograði þar yfir einhverju. „Hvað ertu að gera þarna? Hvað fannstu?“ kallaði ég steinhissa, þegar ég var á leið til hennar. Ég sá að hún var að vefja ryðguðum gaddavír saman og koma honum fyrir í holu niður með stórum steini. „Já, komdu nú nafna mín,“ svaraði Anna, „og hjálpaðu mér. Ég fann hérna gaddavírsflækju, sem hefur dregizt hingað frá hagagirðingunni þarna upp frá. Við skulum setja ofan á liana steina, svo hún fari í kaf, annars getur farið illa!“ Ég hamaðist við að bera steina til Önnu, og bráð- lega vorum við búnar að dysja flækjuna. Við skol- uðum af höndunum á okkur í ánni. Hestarnir hiifðu labbað upp í svolitla laut og farið að bíta. „Við skulum setjast hérna ujjp í lautina, og ég skrifa um fugla, eru þessir kaflar mikil fræði, t. d. litir, mynstur, fluglag o. s. frv. Við lestur lýsinganna hnaut ég helzt um þessi orð, sem ég get ekki fellt mig við; posture = set- staða í stað „reisn“; bill = nef í stað „goggur“; quack = garg í stað „kvak“. Dr. Finnur hefur leyft sér að breyta á þrem stöð- um í þýðingu sinni frá þeirri röðun ætta, sem er í frumbókinni, og tveim ættum skiptir hann í tvær ættir, svo í þýðingu hans eru ættir ritsins 62 í stað 60. Röðun tegunda breytir liann einnig og notar í þýðingunni önnur vísindaleg nöfn á þrem ættum og nokkrum tegundum en í frumtextanum. Þetta sýnir nákvæmni hans og vald á efninu. Og vonandi flytja þessar breytingar boð um, að í vændum sé frá þýð- andans hálfu heildarrit um íslenzka fugla í svip- uðu eða víðtækara formi en hinar 14 íuglalýsingar hans í Náttúrulræðingnum. Rit þetta, Fuglar íslands og Evrópu, mun án efa eiga eftir að koma út í endurskoðuðum útgáfum, er tímar líða, en það mun ávallt bera þess merki, að dr. Finnur Guðmundsson grundvallaði það af sinni alkunnu þekkingu og vandvirkni. Þorsteinn Einarsson. 56 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.