Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1962, Blaðsíða 9

Dýraverndarinn - 01.09.1962, Blaðsíða 9
skal segja þér sögu. Þá skilurðu þetta betur," sagði Anna við mig, um leið og við gengum til hestanna og settumst niður í grænt grasið. ,Já, góða, byrjaðu á sögunni," sagði ég með eft- irvæntingu. Anna hló. „Já, það var í fyrravor, að mig fór að langa í grasaferð út í heiði. Ég hafði oft farið til grasa, en nú langaði mig til að breyta til, fara á aðrar stöðvar en ég hafði áður farið. En þar sem ég var ókunnug leiðinni, þá bar ég þetta undir pilt- ana heima, og ég fékk strax tvo förunauta. Dagurinn var ákveðinn og hestarnir reknir heim — og þú getur rétt ímyndað þér, að það lá reglulega vel á mér, þegar ég lagði á stað upp úr byggð. Ég átti heilan dag fram undan úti í heiði, sólin skein, og mér fannst ilmurinn úr jörðinni sterkari en vanalega. Það var eins og Jarpur fyndi gleði mína, því að hann var svo fús og taumlipur. Við vorum öll vel ríðandi, og hestarnir stigu liðugt, þegar upp dalinn kom, en hann er allur í eyði. Þar voru áður fimm jarðir í byggð og alltaf tvíbýli á einni þeirra. Fallegur er dalurinn, svona rétt fyrir sláttinn, engið slétt og sums staðar véltækt á bökkunum með fram ánni, sums staðar líka grænar startjarnir með háu grasi í kring, þar sem álftirnar spígsporuðu fann- hvítar, voru víst ellefu saman í hóp. Þær teygðu úr hálsinum eða stungu nefinu ofan í tjörnina að ná í æti. Ég hafði aldrei séð álftir svona nærri mér. Við vorum komin fram í miðjan dal og að því býl- inu, sem síðast fór í eyði. Við riðum heim túnið, sem var alþakið lambám. Þær styggðust lítið, flestar voru spakar, stóðu kyrrar og horfðu á okkur, en lömbin stukku undir þær og sugu. Þarna var gott að á hestunum svolitla stund — á grundinni fyrir neðan bæjarrústirnar. En túnið var mikið kalið og aðeins hýungur upp úr því. Það var allt rótnagað eítir kindur og stóð. Það hafði verið girt fyrir nokkrum árum, en nú lá girðingin víðast hvar niðri og í slitrum. Og uppi í rústunum lágu alls staðar vírflækjur. Ég fór strax að rífa upp steina °g grafa þessar ílækjur, en ég sá þó, að það var von- laust verk á stuttri stund. Og samferðamennirnir sögðu, að betra væri að halda áfram í grösin. Við tokum því hestana og stigum á bak, fórum yfir bæj- arlækinn, sem rann rétt sunnan við rústirnar. Hann kom ofan úr djúpu og viðu gili, sem tók við strax fynr ofan túnið, og gilið skar sundur hlíðina alveg upp í fjallsrætur. Nú var allt á fótinn fyrir hestana, og við riðum hægt upp gilbarminn. Að vestanverðu við gilið lá girðing upp í fjallið, auðsjáanlega varn- aigirðing íyrir stóð, þar var alls staðar fé á beit. Við vorum einmitt að tala um það, hvað þessar girðingar væru hættulegar fyrir féð. En hvað var nú þetta? Við tókum eftir því, nærri öll samtímis, að ein kind hljóp svolítinn spöl út og suður og svo í hring — eins og henni væri varnað að komast nema takmarkað. Hún var auðsjáanlega föst í vírn- um, moldarflagið og traðkið undir fótum hennar bar þess glögg merki, að hún var búin að hendast þarna um lengi. Annar maðurinn, það var hann Berti, var ekki lengi að snúa Rauð sínum ofan í gilið og ríða yfir til þessarar veslings skepnu, sem æddi þarna um í angist. Við hin fórum af baki og settumst niður og biðum. Ég horfði alltaf yfir gilið. Ég sá, að Berti varð að skera vírinn úr ullinni. Svona var hann orðinn flæktur og fastur. Svo var kindin frjáls, en hún lór ekki lengra en svo sem tvo metra, þá fór hún að rífa í sig grasið af mikilli áfergju. Ef við heiðum ekki borið gæfu til að vera þarna á ferð, þá hefði kvalizt lífið úr blessaðri skepnunni, og þú getur hugsað sér þann hryllilega dauðdaga! Þegar Berti kom til baka, fórum við af stað og héldum upp grasbreiðurnar upp með gilinu, fram hjá uppgrónum, gömlum mógröfum. Smám saman fór sjóndeildarhringurinn að víkka út heiðina: brekkan var að baki, og við héldum í austurátt. Ég var svo niðursokkin í að virða fyrir mér útsýnið, að ég tók ekki eftir neinu, fyrr en báðir samferða- mennirnir voru komnir af baki og farnir að eltast við eina lambána, sem var þarna á flesjunum innan- um aðrar kindur. Mér datt fyrst í hug, að þeir ætl- uðu að rýja hana, því að hún var í ullu, en þegar þeir náðu henni, kom í ljós, að ærin var i svo þræls- lega íöstu ullarhafti, að hún gat lítið hlaupið — og það lá við, að sár væru að byrja að koma á fæt- urna. Skáru piltarnir haftið af ánni og tóku alla ull vandlega aftan úr lærunum, svo að engin hætta væri með hana lengur. En ég fór að tína saman hestana og hugsaði, að margt sögulegt ætlaði að koma fyrir í þessari grasaferð. En nú er bezt að í'ara fljótt yfir sögu. Nú var stutt eftir í fjalla- grösin. Þar gerðist ekkert markvert. Við tíndum grösin kringum tjarnirnar og borðuðum nestið í lyngmóunum, þar sem við gátum litið eftir hestun- DÝRAVERNDARINN 57

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.