Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1962, Side 11

Dýraverndarinn - 01.09.1962, Side 11
ATHYGLISVERT BRÉF: OLÍUPLÁGAN Dýraverndarinn fékk í vor svohljóðandi bréf Irá Vestmannaeyjum, og einnig fékk hann þá send- ar myndir Jjær, sem hér eru birtar. Bréfið er frá Hilmari Jónassyni bílstjóra, og hefur hann tekið myndirnar. bað hljóðar svo: „Herra ritstjóri! Ég undirritaður sendi Jiér tvær ljósmyndir af íugli, ritu, sem pilturinn, sem sést á annarri mynd- inni, skaut inni í Herjólfsdal. Piltur [jessi heitir Haukur Guðjónsson, og er hann bifreiðarstjóri. Hann ekur vörubíl, og þegar hann var að aka ofaníburði í veginn, veitti hann athygli fugli, sem >sat alltaf á steini uppi í brekkunni. Hann sá, að eitthvað amaði að Jiessum fugli og skauzt heim til sín og sótti byssuna sína. Skaut hann rituna, og sannarlega var hún illa útlítandi, grindhoruð og ræfilsleg. Hún hafði lent í olíubrák á sjó og fengið að auki á sig tjöru. Olían hafði klístrað fiðrinu saman og tjaran harðnað á bring- unni á fuglinum og vængbroddunum, eins og mynd- in sýnir ljósfega. Ég vildi óska [jess, að [jú sæir þér fært að birta þessar myndir, ef vera kynni, að þær gætu orðið til viðvörunar, sérstaklega fyrir sjómenn, því að mér hefur virzt, að þeir séu mjög kærulausir um það, hverju þeir kasti eða helli í sjóinn — innan hafnar, helli meðal annars í hana olíusulli. En í höfninni cr mikið af fugli, og er algengt að sjá fuglinn verða sjóþungan og síðan sökkva vegna olíubrákar. Ég þakka svo kærlega fyrir ritið Dýraverndarann. Hann er gott blað og vel frá gengið, og er ég áskrif- andi blaðsins. Með þökk fyrir birtinguna." Dýraverndarinn þakkar bréfritaranum brét hans °g myndirnar, og þá einnig ummælin í lok bréfs- ins. Hér skal á það minnst, að samþykkt hafa verið h>g um aðild íslands að alþjóðasamþykkt um varnir gegn olíumengun sjávar, og er nú verið að semja DÝRAVERNDARINN Ritan á steininum. umfangsmikla og ýtarlega reglugerð, samkvæmt þessari samþykkt. Er vonandi, að það verk dragist ekki á langinn meira en nauðsyn krefur, enda hefur sjávarútvegsmálaráðherra, Emil Jónsson, sýnt fyllsta skilning á nauðsyn þeirri, sem hér knýr á. Loks skal þess getið, að í hainarreglugerðum — og þá sjálísagt í hafnarreglugerð Vestmannaeyja — er ákvæði, sem bannar að láta í sjóinn þau efni — til dæmis tjöru og olíu og þá einkuni hráolíu, sem valda óþrifum á hafnarmannvirkjum eða skipum, sem í höfninni liggja eða um hana fara. Eins og nauðsynlegt er, að löggæzlumenn verði vel á verði gegn broturn á þeirri samþykkt, sem sjávarútvegsmálaráðherra er að láta semja, eins er og mikils um það vert, að neínd ákvæði hafnar- reglugerða séu í heiðri höf'ð, og vill Dýraverndarinn góðfúslega benda greinarhöfundi á það, að æskilegt væri, að hann og íleiri dýravinir í Vestmannaeyjum stofnuðu deild innan Sambands dýraverndunar- félaga Islands — og deildin hefði síðan gætur á öllu, sem varðar fuglalíf Eyjanna og meðferð á hvers konar húsdýrum. Það þurfa ekki fyrir hvern mun að vera ýkjamargir, sem taka þátt í stofnun deildarinnar — til þess nægja t. d. fimm menn — en fleiri mundi auðvelt að fá í Eyjum til þátttöku. Forystumenn slíkrar deildar hafa betri aðstöðu til að skipta sér af ýmsu, sem urn þarf að bæta, til dæmis olíu- og tjörumengum hafnarinnar, heldur en hver einstaklingur, — því að deildin hefur á bak við sig heildarsamtök, sem í Iöggjöf eru viðurkennd sem merkur aðilil, er ekki verði gengið fram hjá. 59

x

Dýraverndarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.