Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1962, Blaðsíða 12

Dýraverndarinn - 01.09.1962, Blaðsíða 12
Haukur rneð rituna. Það er annað fyrir mann, sem er í stjórn slíkrar deildar, að láta til sin taka við bæjaríógeta og hafn- arnefnd heldur en einn og einn dýravin, sem fær þessi svör: „Hvern ósómann sjálfan ert þú að skipta þér af þessu, sem þér kemur ekkert við?" Formaðurinn svarar: „Jæja, þú segir, að mér komi þetta ekkert við. En í fyrsta lagi kemur það öllum almennilegum og sómakærum mönnum við sem borgurum þessa bæj- ar — já, einnig sem mannúðarmönnum, en auk þess get ég sagt þér það, að ég hef á bak við mig Dýra- verndunarfélag Vestmannaeyja, og það fylgir mál- inu eftir, og sé því ekki sinnt fyrir þess tilstilli, þá kemur til kasta Sambands dýraverndunarfélaga ís- lands, og það á greiða leið til hærri staða og lætur sér ekki íyrir brjósti brenna að segja sjálfum ráð- herrunum til syndanna og jafnvel kæra þá, ef ann- að dugir ekki, — það hefur sýnt sig, minn góði mað- ur." Dýraverndarinn vonar, að hinn ágæti bréfritari beiti sér fyrir stofnun slíkrar deildar — til þess skort- ir hann hvorki tilfinningu fyrir mikilvægi dýralífs- ins í átthögum hans, né djörfung eða framtak — og víst er um það, að stéttarbróðir hans, Haukur Guðjónsson, bílstjóri, sem gerir sér ferð heim eftir byssunni sinni til að leysa „eina" ritu — eins og sum- ir mundu segja glottandi — frá harmkvælalífi, mun ekki telja á sig að taka þátt í söfnun félaga og stofnun deildarinnar. Með þakklæti og virðingu Guðmundur Gíslason Hagalín. ^^ncfótu l&óendurnir Merkilegur maður og fágætur vinur manna og dýra MINNST SIGMUNDAR SVEINSSONAR FRÁ GERÐUM í GARÐI Hinn 11. dag ágústmánaðar lézt í Reykjavík Sig- mundur Sveinsson, sem snemma varð kunnur sem bóndi á Brúsastöðum í Þingvallasveit og forstjóri gistihússins Valhallar, en síðan sem dyravörður Mið- bæjarbarnaskólans í Reykjavík — en máski fyrst og fremst, fyrr og síðar, sem sérstæður persónuleiki. Sigmundur var fæddur í Gerðum í Garði hinn 9. apríl 1870 og ólst þar upp fram á fullorðinsár, en fluttist inn í Hafnarfjörð og síðan austur í Þing- vallasveit. Hann var ávallt áhuga- og starfsmaður og mjög hreinn og beinn í allri framkomu. Hann var trúmaður mikill alla ævi og fór ekki leynt með skoð- anir sínar í þeim efnum, frekar en öðrum. Hann var mjög biblíufastur fram yfir miðjan aldur og lenti í hörðum deilum um trúmál í ræðu og riti. Síðar breyttust viðhorf hans í trúmálum fyrir and- lega reynslu, en Sigmundur taldi sér ávallt skylt að hafa það, sem sannara reyndist. Síðustu ár ævi sinn- ar gekk hann um meðal sjúkra og særðra, boðaði þeim trú á mátt algóðs Guðs og bað fyrir þeim af djúpri sanníæringu og hjartanlegri samúð. Hann taldi og köllun sína að styðja að því, að upp kæm- ust kirkjur, þar sem menn þráðu að koma upp guðshúsum til þjónustu við þann, sem allt gott er frá komið, og varð Sigmundi mikið ágengt, hvar sem hann lagði lið í slíkum efnum. Hann var og svo barnslega hreinn í trú sinni og trausti á Guð og gæzku hans, að hann var hvarvetna velkominn sem vinur og bróðir ungra og gamalla, karla og kvenna — af öllum stéttum. Allt fram á seinustu vikurnar, sem hann lifði, unni hann sér aldrei hvíldar. Níu- tíu og tveggja ára gekk hann um meðal samborg- 60 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.